„Stórkostlegt rannsóknarefni“

Frá leiklestri á Klaustursupptökunum í Borgarleikhúsinu í kvöld þar sem ...
Frá leiklestri á Klaustursupptökunum í Borgarleikhúsinu í kvöld þar sem fullt var út úr dyrum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fullt var út úr dyrum í kvöld þegar leikhópur Borgarleikhússins las hluta af samtali þingmannanna sex sem sátu að sumbli á barnum Klaustri 20. nóvember. Með leiklestrinum vildi leikhúsið sinna hlutverki sínu að varpa ljósi á samfélagsleg málefni.

Fátt hefur verið um annað rætt síðustu daga en samtal sexmenninganna sem ræddu menn og mál­efni með hætti sem flest­um þykir óviðeig­andi, á sama tíma og fjárlög voru til umfjöllunar á þinginu. Á Klaustursupptökunum svokölluðu er meðal ann­ars rætt um út­lit stjórn­mála­kvenna, gáfnafar og and­lega eig­in­leika.

For­seti Alþing­is, Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, greindi frá því við upp­haf þing­fund­ar á Alþingi í dag að mál þing­mannanna væri komið í viðeig­andi far­veg hjá for­sæt­is­nefnd þings­ins sem mögu­legt siðabrota­mál.

Vildu setja málið í samhengi fyrir almenning

Bergur Þór Ingólfsson, sem leikstýrði leiklestrinum, segir að tilgangurinn með leiklestrinum hafi verið að setja fréttir síðustu daga í samhengi fyrir almenning. „Þetta eru fréttir út um allt með alls konar fyrirsögnum og fólk kemst kannski ekki í gegnum alla miðla og fréttirnar héldu svo áfram að koma eftir að við lokuðum handritinu,“ segir Bergur, en handritið var alls fjörutíu síður.

Um leiklesturinn sáu Edda Björg Eyj­ólfs­dótt­ir, Sigrún Edda Björns­dótt­ir, Unn­ur Ösp Stef­áns­dótt­ir, Þuríður Blær Jó­hanns­dótt­ir, Þór­unn Arna Kristjáns­dótt­ir og Hilm­ar Guðjóns­son og ákvað Bergur að snúa kynjahlutverkunum við, meðal annars til þess að fjarlægja þetta persónunum sjálfum sem eiga þarna í stað, það er þingmönnum Miðflokksins og Flokks fólksins.

Tilgangurinn með leiklestrinum var að setja fréttir síðustu daga í ...
Tilgangurinn með leiklestrinum var að setja fréttir síðustu daga í samhengi fyrir almenning. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þeir sem á hlýddu ráku oftar en ekki upp hlátur, sem kann að vekja furðu þar sem niðrandi ummæli eru fyrirferðamikil í samtalinu. Bergur segir það hins vegar eðlilegt. „Hlátur er náttúrulegt viðbragð við alls konar aðstæðum en við á sviðinu reyndum að einbeita okkur að því að flytja þennan texta.“  

Hlutverk leikhússins að bregðast við 

Hlutirnir hafa þróast hratt síðustu daga og segir Bergur að leikhópurinn hafi spurt sig fyrir helgi hvort það væri tímabært að lesa upp samtalið. „En þar sem við erum að setja fréttirnar í ákveðið samhengi, í ákveðna tímalínu um það hvernig þetta samtal átti sér stað, er ég algjörlega viss um það að við sem leikhús áttum að bregðast við og setja þetta í samhengi.“

Að leiklestrinum loknum fóru fram pallborðsumræður þar sem fræðimenn og fjölmiðlamenn ræddu samtalið og orðræðuna í kringum það síðustu daga. „Það er augljóst að þeir fræðimenn sem voru við pallborðið eru sammála um það að þetta sé stórkostlegt rannsóknarefni, bæði í pólitík, sögu, feminískum fræðum, kynjafræðum og mann- og félagsfræði, að ná þessu samtali sem ónefnd manneskja ákvað að taka upp á bar og deila með okkur hinum,“ segir Bergur.

Bergur Þór Ingólfsson leikstjóri ásamt leikkonunum Sigrúnu Eddu Björnsdóttur, Unni ...
Bergur Þór Ingólfsson leikstjóri ásamt leikkonunum Sigrúnu Eddu Björnsdóttur, Unni Ösp Stefánsdóttur og Þórunni Örnu Kristjánsdóttur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Fulltrúar hverra eru þeir sem tala svona?

Hann er hins vegar sannfærður að eftir kvöldið standi hann, og samfélagið allt, uppi með fleiri spurningar en svör. „En við vitum meira.“ Bergur er samt sem áður ekki viss um hvernig umræðan muni þróast næstu daga.

„Við erum að fjalla um fyrrverandi forsætisráðherra Íslands og fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands þannig að þarna er fólk sem haldið hefur á mestu völdum í landinu að tala saman um annað fólk sem haldið hefur á mestum völdum í landinu um tíma. Það hlýtur að varða okkur öll, hvernig kaupin ganga á eyrinni, hvernig hrossakaupin eru þar, auk talsmátans sem er skelfilegur innan þessa þrönga hóps. Ég er að vonast til þess að verði einhver vakning, að fólk fari að vanda sig betur,“ segir Bergur.

Eitt er þó víst að hans mati. „Ég held að fæstir vilji vera þetta fólk í þessu „leikriti“. Svo getum við spurt okkur áfram, í þessu fulltrúalýðræði, fulltrúar hverra eru þeir sem tala svona? Hver vill hafa þá áfram sem sína fulltrúa sem tala niður til kvenfólks, fatlaðra og niður til allra annarra en þeirra sjálfra?“  

Löng röð myndaðist við innganginn á Litla svið Borgarleikhússins í ...
Löng röð myndaðist við innganginn á Litla svið Borgarleikhússins í kvöld. Einnig var streymt frá leiklestrinum í anddyri leikhússins. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Bergur Þór Ingólfsson leikstjóri ásamt leikurunum Hilmi Guðjónssyni og Þuríði ...
Bergur Þór Ingólfsson leikstjóri ásamt leikurunum Hilmi Guðjónssyni og Þuríði Blæ Jóhannsdóttur. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Frumvarp um barnalífeyri samþykkt

22:39 Frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um breytingar á lögum um almannatryggingar og snýr að barnalífeyri var samþykkt á Alþingi í dag með 55 samhljóða atkvæðum. Meira »

Hljóðupptakan feli í sér refsivert brot

22:32 Hljóðupptakan sem varð gerð á barnum Klaustri 20. nóvember var „njósnaaðgerð“ sem fól í sér refsivert brot. Þetta kemur fram í beiðni Reimars Péturssonar fyrir hönd fjögurra þingmanna Miðflokksins þar sem farið er fram á vitnaleiðslur og öflun sýnilegra sönnunargagna vegna upptökunnar. Meira »

Býðst til að safna fyrir Báru

22:31 Jón Gnarr, grínisti og fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, segist vera tilbúinn til að efna til söfnunar fyrir Báru Halldórsdóttur ef „svo ólíklega vildi til“ að hún yrði dæmt til að „borga eitthvað. Meira »

Vann 30 milljónir í Happdrætti HÍ

22:16 Einn heppinn miðaeigandi fékk þrefaldan vinning í milljónveltu Happdrættis Háskóla Íslands og fær 30 milljónir króna í sinn hlut, en dregið var í kvöld. Meira »

Enn er beðið eftir hvalveiðaskýrslu

21:26 Ný skýrsla um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða, sem sjávarútvegsráðherra óskaði eftir og átti að liggja fyrir í október, hefur ekki skilað sér. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Þórir Hrafnsson, í samtali við mbl.is. Meira »

Ísland aðili að samþykkt SÞ um farendur

20:51 Ísland var eitt þeirra um 160 ríkja sem tóku þátt í afgreiðslu samþykktar Sameinuðu þjóðanna um örugga, skipulagða og reglubundna fólksflutninga (e. Global Compact for Safe, Orderly and Regular Migration) á sérstakri ríkjaráðstefnu í Marakes í Marokkó. Meira »

Twitter í ljósum logum eftir eldingar

19:27 Þrumur og eldingar eru tiltölulega sjaldgæfar á Íslandi, hvað þá í desember, en Twitter-notendur láta ekki sitt eftir liggja í að tjá sig um veðrið nú gengur yfir Suðvesturland. Flestir sjá á þessu spaugilegar hliðar á meðan öðrum er minna skemmt. Meira »

Svefnlyf sem mótvægi við metýlfenídati

19:20 Íslendingar nota fimmfalt meira af amfetamínskylda efninu metylfenídati en Danir og Norðmenn. Gríðarleg aukning hefur verið í notkun svona efna. Meira »

Frumvarp um tjáningarfrelsi lagt fram

18:56 Ríkisstjórnin hefur samþykkt að leggja fyrir Alþingi frumvarp forsætisráðherra um breytingu á stjórnsýslulögum, nr. 37/1993, um tjáningarfrelsi og þagnarskyldu opinberra starfsmanna. Meira »

Þrumur og eldingar á Suðvesturlandi

18:40 Vart hefur orðið við þrumur og eldingar á suðvesturhorni landsins nú síðdegis og samkvæmt veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands mælast eldingarnar nokkuð tíðar. Meira »

Fundi vegna Klaustursmáls frestað

18:37 Opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem átti að halda á morgun vegna ummæla þingmanna Miðflokksins um meinta sendiherrastöðu fyrir Gunnar Braga Sveinsson hefur verið frestað. Meira »

Bruni í bílskúr á Hvammstanga

18:22 Bruni varð í bílskúr við heimahús á Hvammstanga síðdegis í dag. Eldur kviknaði við þurrkara í bílskúrnum og er talið að það hafi gerst út frá rafmagni. Slökkvilið réði niðurlögum eldsins, sem náði ekki að breiða úr sér. Meira »

Bára fer fyrir héraðsdóm á mánudag

18:01 Bára Halldórsdóttir hefur verið boðuð til þinghalds í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna beiðni frá Reimari Péturssyni lögmanni fyrir hönd fjögurra einstaklinga um vitnaleiðslur og öflun sýnilegra sönnunargagna. Meira »

„Fullkomlega óboðleg vinnubrögð“

17:41 Félag íslenskra bifreiðaeigenda leggst gegn öllum hugmyndum þingmanna um auknar álögur á bíla og umferð. Félagið mótmælir „yfirstandandi hraðferð vegtolla í gegnum Alþingi.“ Meira »

Dæmdur fyrir nauðgun á Hressó

17:29 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Hemn Rasul Hamd í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun. Einnig var hann dæmdur til að greiða 1,5 milljónir króna í miskabætur með vöxtum. Meira »

Fáeinir metrar skildu á milli skipa

17:23 Litlu munaði að togari og hvalaskoðunarskip skyllu saman í Reykjavíkurhöfn í nóvember í fyrra. Þegar styst var á milli skipanna tveggja voru ekki nema 3-4 metrar sem skildu á milli. Meira »

Segja afkomutengd veiðigjöld lækkun

17:22 Fulltrúar allra ef ekki flestra flokka hafa talað fyrir því að gjöld endurspegla afkomu og færa álagningu nær tíma, sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. „Hér er verið að gera einmitt þetta að færa álagningu nær í tíma og miða hana af afkomu.“ Meira »

Veggjöld verða að vera sanngjörn

17:00 „Það eru skiptar skoðanir um vegtolla. Maður heyrir það að fólk vill ekki borga meiri skatta, en auðvitað vill fólk að vegakerfið sé í lagi,“ segir Kolbrún Jóna Pétursdóttir, formaður Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Meira »

Toyota innkallar þúsundir bíla

16:51 Toyota á Íslandi þarf að innkalla um 4000 Toyota-bifreiðar. Grunur leikur á um að loftpúðar bílanna séu gallaðir.  Meira »
Rafstöðvar DEK 30 KW 400/230 50 HZ Deutz 50 kw
Rafstöðvar varafl , 30 kw og 50 kw ,útvegum allar stærðir.Verð frá 990þ +vsk Vi...
Ný jólaskeið frá ERNU fyrir 2018 komin.
Kíkið á nýju skeiðina á -erna.is-. Hún er hönnuð af Raghildi Sif Reynisdóttur og...
Gefins - áttu klink sem þú mátt missa?
Kattholt þiggur með þökkum smámynt (hvaðan sem er). Þetta fer til að fjármagna...