Vilja tryggja íbúum húsnæði við hæfi

Horft yfir Hafnarfjörð.
Horft yfir Hafnarfjörð. mbl.is/Eggert

Bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar hefur samþykkt nýja áætlun um stöðu húsnæðismála í sveitarfélaginu og er hún gerð til ársins 2026.

Hlutverk áætlunarinnar er að draga fram mynd af því hver staða húsnæðismála er í sveitarfélaginu, greina framboð og eftirspurn eftir mismunandi húsnæðisformum og setja fram áætlun um hvernig sveitarfélagið ætlar að mæta húsnæðisþörf heimila, til skemmri og lengri tíma, að því er segir á vef Hafnarfjarðar.

Þá segir, að húsnæðisáætlunin hafi það að meginmarkmiði að stuðla að auknu húsnæðisöryggi íbúa í sveitarfélaginu. Síðan í maí 2016 hafi starfshópur skipaður af bæjarráði unnið að verkefninu ásamt fjölskylduþjónustu og skipulagsfulltrúa.  

Helstu áherslur til næstu fjögurra ára eru: 

  • Gert er ráð fyrir framlagi að fjárhæð 500 milljónir króna á ári til fjárfestinga í félagslega húsnæðiskerfinu á árunum 2019 til 2022
  • Stofnuð hefur verið húsnæðissjálfseignarstofnun (hses) í eigu Hafnarfjarðarbæjar sem mun byggja tvö sex íbúða fjölbýlishús fyrir þá sem eru undir tekju-og eignamörkum samkvæmt lögum um almennar íbúðir
  • Farið verði í heildstæða stefnumótun í samráði við notendur um framtíðarfyrirkomulag búsetumála fatlaðs fólks í sveitarfélaginu, meðal annars með tilliti til þjónustu í eigin húsnæði. Lögð verði áhersla á fjölbreytni búsetuforma í samráði við notendur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert