Flugrekstrarleyfi bundin skilyrði um evrópskt eignarhald

mbl.is/Eggert

Indigo Partners getur aldrei orðið meirihlutaeigandi að WOW air, að minnsta kosti ekki á meðan það er rekið á íslensku flugrekstrarleyfi. Því ráða ákvæði í reglugerð Evrópuþingsins og Evrópuráðsins „um sameiginlegar reglur um flugþjónustu í Bandalaginu“, eins og hún er nefnd.

Innan við sólarhring eftir að slitnaði upp úr viðræðum um kaup Icelandair Group á WOW air barst tilkynning um að náðst hefði samkomulag milli Skúla Mogensen, eiganda WOW air, og bandaríska fjárfestingarfélagsins Indigo Partners um að Indigo hygðist fjárfesta í félaginu. Það yrði gert að undangenginni áreiðanleikakönnun. Í tilkynningunni var sérstaklega tilgreint að Skúli Mogensen yrði áfram leiðandi hluthafi í félaginu (e. principal shareholder).

Ljóst má vera, bæði af þeim ástæðum sem gefnar voru upp fyrir viðræðuslitunum við Icelandair Group, og einnig af bréfi sem Skúli sendi þeim sem þátt tóku í skuldabréfaútboði WOW air í september, að félagið er í brýnni þörf fyrir fjármagn. Aðrar yfirlýsingar félagsins undirstrika einnig að sú þörf er yfirvofandi og að vinna þurfi hratt að því að tryggja félaginu aukið fjármagn í formi láns- eða aukins hlutafjár.

Á þessum tímapunkti liggur ekki fyrir hvort af viðskiptunum verður eða hver hlutdeild Indigo Partners verður. Hins vegar er ljóst af þeim lögum sem í gildi eru og varða flugrekstrarleyfi WOW air, að Indigo Partners getur aldrei orðið meirihlutaeigandi að félaginu, að minnsta kosti ekki á meðan það er rekið á hinu íslenska flugrekstrarleyfi.

Því ráða ákvæði í reglugerð Evrópuþingsins og Evrópuráðsins „um sameiginlegar reglur um flugþjónustu í Bandalaginu“, eins og hún er nefnd.

Í 4. gr. hennar, sem fjallar um skilyrði fyrir veitingu flugrekstrarleyfa kemur fram að „aðildarríki og/eða ríkisborgarar aðildarríkja eigi meira en 50% í fyrirtækinu og stjórni því í raun, beint eða óbeint, fyrir tilstilli eins og eða fleiri annarra fyrirtækja nema eins og kveðið er á um í samkomulagi við þriðja land sem Bandalagið er aðili að.“ Morgunblaðið leitaði upplýsinga hjá Samgöngustofu um hvort heimilt væri að víkja frá þessu skilyrði þegar kemur að útgáfu flugrekstrarleyfa til fyrirtækja sem hyggjast stunda áætlunarflug milli landa.

„Ekki er að f inna heimild í reglugerðinni til þess að víkja frá því skilyrði né fordæmi fyrir slíku hjá Samgöngustofu. Við yfirferð gagna frá umsækjanda flugrekstrarleyfis eða tilkynningu um breytt eignarhald er farið yfir öll skilyrði reglugerðarinnar, þ. á m. um eignarhald,“ segir í svari lögfræðings stofnunarinnar en fjallað er um þetta í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Dísa farin til dýpkunar

15:47 Dýpkunarskipið Dísa er á leið í Landeyjahöfn til að dýpka höfnina en eins og kom fram fyrr í dag er dýpið í höfninni minnst um 3,7 metr­ar en Herjólf­ur rist­ir 4,2 metra. Meira »

„Vatnar út umsamdar launahækkanir“

14:54 Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs starfsgreinafélags, telur fréttirnar af breytingum á samningum starfsmanna hjá Fiskeldi Austfjarða ehf. setja kjarasamningana í uppnám. Meira »

Launakerfi breytt í aðdraganda samninga

14:23 Samningar starfsmanna Fiskeldis Austfjarða ehf. voru endurskoðaðir í vikunni sem leið, nokkrum dögum áður en lífskjarasamningar koma til samþykkta. Nokkrir voru óánægðir. Meira »

Sendir íbúum Srí Lanka samúðarkveðju

13:57 Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson sendi í dag samúðarkveðju til Maithripala Sirisena, forseta Srí Lanka, og annarra íbúa þar vegna hryðjuverkanna sem framin voru þar í landi í gær. Meira »

Ræða við foreldra ungmennanna

13:55 Ráðist var á ungan pilt af erlendum uppruna við verslunarkjarnann í Langarima í Grafarvogi síðdegis í gær. Að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns kannast lögreglan við málið og verður rætt við hlutaðeigandi foreldra og barnaverndaryfirvöld í dag og á morgun vegna þessa. Meira »

Segir íbúum haldið í gíslingu

12:37 Lóðsinn mældi dýpið í Landeyjahöfn síðdegis í gær. Á mælingunni má sjá að talsvert af sandi hefur safnast aftur fyrir á milli hafnargarðanna, sem og innan hafnar. Dýpið er nú minnst um 3,7 metrar en Herjólfur ristir 4,2 metra. Meira »

Húsasmiðjan líklega opnuð á morgun

12:10 Þrif standa yfir í verslun Húsasmiðjunnar í Dalshrauni og þar er búist við að hægt verði að opna í fyrramálið. Alltént verður timbursalan opin. Meira »

Töluvert tjón á bílum og húsnæði

11:14 Töluvert tjón varð á bílum og húsnæði þegar eldur kviknaði í bílakjallara blokkar á Sléttuvegi 7. Ekki liggur fyrir hvernig kviknaði í en upptökin eru talin hafa verið í dekkjum og einhvers konar hrúgu í kringum þau. Meira »

„Mjög hættulegur leikur“ hjá fyrirtækjum

09:56 Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir gríðarlega alvarlegt að fyrirtæki skuli boða verðhækkanir í miðri atkvæðagreiðslu um kjarasamninga. Þá segir hún það „hættulegan leik“, því mörgum sé misboðið. Meira »

Sumardagurinn fyrsti sá besti

07:01 Allt bendir til þess að sumardagurinn fyrsti verði besti dagur vikunnar þegar kemur að veðri en þá er útlit fyrir fínasta hátíðarveður í flestum landshlutum, sólríkt og fremur hlýtt í veðri. Spáð er allt að 16 stiga hita á Vesturlandi á sumardaginn fyrsta. Meira »

Ofurölvi við verslun

06:53 Tilkynnt var til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um ofurölvi mann við verslun í hverfi 111 síðdegis í gær en þegar lögregla kom á vettvang var maðurinn farinn. Flest þeirra mála sem rötuðu í dagbók lögreglunnar tengjast akstri undir áhrifum fíkniefna. Meira »

Safnað fyrir endurgerð Sóleyjar

Í gær, 21:33 Ég kynntist konunni minni í kvikmyndanámi og við elskum bæði sögulegar og dulrænar kvikmyndir. Sóley er þannig mynd.“  Meira »

Baka í fyrsta íslenska viðarhitaða brauðofninum

Í gær, 21:30 „Þetta er ástríða mín og ég vildi taka þetta alla leið,“ seg­ir Mat­hi­as Ju­lien Spoerry franskur bakari sem opnar ásamt konu sinni Ellu Völu Ármanns­dótt­ur bakaríið Böggvisbrauð í Svarfaðardal. Brauðið er bakað úr nýmöluðu hveiti frá Frakklandi og bakað í viðarhituðum brauðofni þeim fyrsta hér á landi. Meira »

Rannsókn lokið í Dalshrauni

Í gær, 20:56 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu lauk rannsóknar á vettvangi þar sem elds­voðinn varð í Dals­hrauni í Hafnar­f­irði í gær. Hann hefur nú verið afhentur tryggingafélagi. Meira »

Kólnar smám saman í veðri

Í gær, 20:51 Það gengur í norðan og norðaustan 8-13 m/s með rigningu eða slyddu á austanverðu landinu seint í kvöld og nótt, að því er Veðurstofa Íslands greinir frá. Það mun snjóa á fjallvegum og því má búast við versnandi færð þar. Meira »

Aldrei fóru fleiri vestur

Í gær, 20:20 „Það var ekkert drama, allt gekk upp og meira til, og aðsóknin hefur aldrei verið meiri,“ segir Kristján Freyr Hall­dórs­son, rokk­stjóri tón­list­ar­hátíðar­inn­ar Aldrei fór ég suður. Meira »

Innnes hækkar ekki vöruverð

Í gær, 18:49 Engar verðhækkanir vegna nýrra kjarasamninga eru í farvatninu hjá Innnesi, segir forstjóri fyrirtækisins. Hann segir samningamenn hafa sýnt skynsemi og að hinn nýi kjarasamningur sé góður. Meira »

Fiskeldi svar við risavöxnum áskorunum

Í gær, 18:23 Útflutningsverðmæti fiskeldis á ársgrundvelli hér á landi gæti komið til með að slaga hátt upp í útflutningsverðmæti þorskaflans, þegar okkur tekst að nýta burðarþol fjarðanna samkvæmt fyrirliggjandi burðarþolsmati Hafrannsóknastofnunar. Meira »

Ekki hótun hjá ÍSAM

Í gær, 18:03 „Ég skil vel að þetta hafi vakið eftirtekt, en ég skil ekki að menn skuli líta á þetta sem einhverja hótun eða klofning hjá SA. Þá er búið að snúa hlutunum svolítið á hvolf,“ segir Hermann Stefánsson, forstjóri ÍSAM. Meira »
Skurðarskífur
Eigum til góðar skurðarskífur 125mm*1mm, gott verð 120 kr stk með vsk. Uppl 77...
VolkswagenPolo 2006 til sölu
Vetrar og sumardekk, 4 dyra, ekinn 179 þ.km. Gott viðhald og smurbók. Verð 240 þ...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Toyota Corolla 2005
Til sölu, ekinn um 176.000 km. Þokkalegt eintak. Sumar og vetrardekk. Næsta skoð...