„Hefðu ekki lifað mikið lengur úti“

Rollurnar voru orðnar þreyttar og kaldar.
Rollurnar voru orðnar þreyttar og kaldar. Ljósmynd/Björgunarsveitin Týr

Björgunarsveitin Týr á Svalbarðseyri fékk í gær beiðni um að koma ellefu rollum í hús en þær voru úti fyrir ofan bæinn Leifshús. Mikill kuldi hefur verið á Norðurlandi eystra síðustu daga og því þurfti að koma rollunum inn hið fyrsta.

Fram kemur á Facebook-síðu björgunarsveitarinnar að erfiðlega hafi gengið að komast að rollunum sökum færðar en auk kulda hefur snjóað mikið á Akureyri og þar í grenndinni.

Verkið tók tvo daga en það hófst í gær og því lauk í dag.

Rollurnar voru orðnar þreyttar og kaldar og hefðu ekki lifað mikið lengur úti, mikið frost hefur verið í Eyjarfirðinum seinustu daga,“ segir í Facebook-færslunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert