Landamærin verði opnuð fyrir nánast öllum

Jón Þór Þorvaldsson, varaþingmaður Miðflokksins.
Jón Þór Þorvaldsson, varaþingmaður Miðflokksins. mbl.is/​Hari

Ég skora á Alþingi að ræða þennan samning sem og aðra sem á eftir munu koma. Ef satt reynist að í honum felist framsal fullveldis undir alþjóðalög eða hefting á grunngildum vestræns samfélags hljótum við að hafna undirritun slíkra samninga.

Þetta sagði Jón Þór Þorvaldsson, varaþingmaður Miðflokksins, á Alþingi í dag í umræðum um fólksflutninga sem nefnist „Global Compact for Safe Orderly and Regular Migration“. Fullyrti Jón Þór að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar myndi setja spurningarmerki við samninginn ef fólki stæði til boða að taka afstöðu til hans. Afleiðing hans yrði sú að landamæri Íslands yrðu opnuð fyrir nánast öllum íbúum jarðar sem kysu að flytja til landsins.

„Þessi samningur rammar inn þá skoðun Sameinuðu þjóðanna að æskilegt sé að fólksflutningar í heiminum séu gerðir aðgengilegir fyrir þá jarðarbúa sem þess æskja,“ sagði Jón Þór enn fremur. Fljótt á litið væri um mannúðarmál að ræða en vel væri ef svo væri eingöngu. Fulltrúar þjóða sem hefðu kynnt sér samninginn segðu hann aðför að hinum frjálsa vestræna heimi þar sem í honum fælist að setja þyrfti lög um innihald hans. Þar á meðal að tjáning gegn innihaldi hans flokkaðist sem hatursorðræða og loka mætti fjölmiðlum sem gerist sekir um að taka þátt í slíkri umræðu.

Kannski ekki lagalega bindandi en pólitískt

„Með öðrum orðum skal hér gengið gegn grundvallarmannréttindum, stjórnarskrá lýðveldisins og vegið er að grunninum, að frelsi einstaklingsins og vestrænu samfélagi. Samningurinn hefur ekki fengið neina umfjöllun þessi tvö ár að séð verður á Alþingi, hjá stjórnvöldum eða í fjölmiðlum. Því er viðbúið að utanríkisráðherra landsins eða staðgengill hans skuldbindi okkur 10. eða 11. desember næstkomandi, eftir rúma viku, án þess að nokkur umræða hafi farið fram um samninginn hérlendis.“

Vitað væri að nokkur lönd ætluðu ekki að staðfesta samninginn. „Formælendur þessa samnings munu halda því fram að hann sé ekki lagalega bindandi, og það er kannski rétt í þröngum skilningi, en enginn getur mælt því mót að samningurinn er pólitískt bindandi og verður skeinuhættur löndum við lagalega túlkun ýmiss konar. Það er leitt til þess að hugsa að nú þegar við fögnum 100 ára afmæli fullveldisins skuli þingheimur og fjölmiðlar ekki sinna meira um fullveldi Íslands.“

mbl.is

Innlent »

„Bullandi meðvindur“ í Reykjadal

08:36 Betur viðrar nú á hjólaliðin í A- og B-flokki en fremstu lið nálgast nú Laugar í Reykjadal í „bullandi meðvindi“ að sögn liðsmanna Airport Direct. Hópur af kindum hægði á ferð Chris Bukard í morgun þar sem þær fóru heldur hægar yfir en hann á hjólinu. Meira »

Kúlan ekki úr eynni fyrr en 2047

08:18 Listaverkið „Orbis et Globus“, er ekki á leiðinni úr Grímsey í bráð, að minnsta kosti ekki fyrr en árið 2047 þegar heimskautsbaugurinn yfrgefur eyna. Þetta staðfestir María Helena Tryggvadóttir, verkefnastjóri ferðamála á Akureyrarstofu. Meira »

Fylgjast með ferðaþjónustu

07:57 Sérstakt eftirlit verður í sumar af hálfu vettvangseftirlits ríkisskattstjóra með starfsemi tengdri ferðaþjónustu. Þar er með talin starfsemi erlendra ferðaþjónustuaðila á Íslandi, en að minnsta kosti tveir hópar munu á vegum embættis RSK fara í sérstakar eftirlitsferðir í öllum landsfjórðungum. Meira »

105.000 krónur fyrir fram

07:37 „Við lítum svo á að þetta standi öllum þeim sem eru með lausa kjarasamninga hjá okkur til boða,“ segir Sverrir Jónsson, formaður samninganefndar ríkisins, um samkomulag um frestun kjaraviðræðna fram í ágúst. Meira »

Fer yfir 25 stig í dag

06:56 Hiti fór yfir 20 stig austanlands í gær og gera spár ráð fyrir að hann gæti farið yfir 25 stig á stöku stað þar í dag. Um helgina er útlit fyrir kólnandi veður og að á Norðausturlandi fari hitinn ekki yfir 7 stig. Meira »

Eiríkur hættur keppni

05:36 Eiríkur Ingi Jóhannsson er hættur keppni í einstaklingsflokki í WOW Cyclot­hon-keppninni, samkvæmt færslu á Facebook-síðu hans. Meira »

Samþykktu deiliskipulag Stekkjarbakka

05:30 „Elliðaárdalurinn er eins og Central Park í New York nema Elliðadalurinn er miklu merkilegri,“ segir Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en hann og aðrir fulltrúar í minnihluta greiddu atkvæði gegn nýju deiliskipulagi fyrir nýtt þróunarsvæði á Stekkjabakka í skipulags- og samgönguráði í gær. Meira »

Ragna rýfur karlavígi til 426 ára

05:30 Mikil tímamót verða á Alþingi 1. september nk. þegar Helgi Bernódusson lætur af starfi skrifstofustjóra Alþingis og við þessu starfi æðsta embættismanns þingsins tekur Ragna Árnadóttir, fyrst kvenna. Meira »

Þurfa að sækja um framlengingu

05:30 Lög um framlengda heimild til ráðstöfunar á séreignarsparnaði í tvö ár eða til 30. júní 2021 voru samþykkt á Alþingi 7. júní sl. Í Morgunblaðinu í maí sagði Ingvar Rögnvaldsson vararíkisskattstjóri að eðlilegt væri að með einhverju móti yrði leitað eftir afstöðu þeirra sem voru inni í kerfinu, hvort þeir vilji halda áfram að ráðstafa séreignarsparnaði inn á húsnæðislán eftir 30. júní. Meira »

Verðmæti flugvallarsvæðis

05:30 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir undirritun viljayfirlýsingar stjórnvalda og einkahlutafélagsins Kadeco, þróunarfélags Keflavíkurflugvallar ehf. um skipulags á svæðinu í kringum Keflavíkurflugvöll vera mikil tímamót. Meira »

Sea Shepherd í Reykjavíkurhöfn

05:30 Liðsmenn Sea Shepherd, samtaka aðgerðasinna sem m.a. berjast fyrir verndun hvala, eru komnir hingað til lands. Skip þeirra, MV Brigitte Bardot, lagðist að bryggju í Reykjavíkurhöfn í fyrradag, skammt frá hvalveiðiskipum Hvals hf. Meira »

Bíða kátir eftir flugheimild á Ísafirði

05:30 Keppendur í Greenland Air Trophy 2019, sem flugu frá Reykjavík, lentu á Ísafirði um þrjú leytið í gær.   Meira »

Rúmur þriðjungur seldur

05:30 Fjárfestar hafa endurmetið söluáætlanir nýrra íbúða í miðborginni og gera jafnvel ráð fyrir hverfandi hagnaði vegna dræmrar sölu. Einn fjárfestir áætlaði að salan tæki 12 mánuði en miðar nú við 18 mánuði. Annar gerir nú ráð fyrir að 12 mánuðir bætist við sölutímann. Meira »

Skúli bættist óvænt í hópinn

Í gær, 23:29 Ekta íslenskt sumarveður herjar á keppendur í A- og B-flokkum hjólreiðakeppninnar WOW Cyclothon.  Meira »

„Bara hjóla hratt og stoppa ekki“

Í gær, 22:33 „Hann var með nóg að drekka og nóg að borða með sér á hjólinu og var búinn að ákveða að reyna að hjóla eins lengi án þess að stoppa og hann gæti. Ég spurði hann áðan þegar við vorum komin á Egilsstaði, að gamni, hver væri nú lykillinn að því að ná að hjóla til Egilsstaða undir 24 tímum.“ Meira »

Norðmaður vann 220 milljónir

Í gær, 22:07 Heppinn Norðmaður vann rúmar 220 milljónir króna í Víkingalottóinu í kvöld eftir að hafa hlotið annan vinning.  Meira »

Ný ábendingalína aðlöguð börnum

Í gær, 21:51 Ný og endurbætt tilkynningarsíða Ábendingalínunnar var opnuð á vef Barnaheilla í dag, en hún er sniðin að þörfum ólíkra aldurshópa með það að markmiði að auðvelda börnum að senda inn tilkynningu um óæskilega hegðun á netinu. Meira »

Hittust eftir hálfa öld

Í gær, 21:50 Frumbyggjar og börn þeirra á Holtinu í Kópavogi gerðu sér glaðan dag saman síðastliðinn sunnudag, en mörg þeirra höfðu ekki hist í yfir hálfa öld. Meira »

„Nei Ásmundur“

Í gær, 21:24 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir engan skulda Ásmundi Friðrikssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, afsökunarbeiðni. Meira »
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
NP þjónusta
NP Þjónusta Annast liðveislu við bókhaldslausnir o.fl. Hafið samband í síma 831-...
Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...