Óheimilt að nota farsíma á skólatíma

Valdimar Víðisson er skólastjóri Öldutúnsskóla.
Valdimar Víðisson er skólastjóri Öldutúnsskóla.

Öldutúnsskóli í Hafnarfirði hefur ákveðið að frá og með 1. janúar 2019 verði óheimilt að nota farsíma á skólatíma nemenda. Þetta þýðir að ekki má nota síma fyrir fyrstu kennslustund dagsins, í frímínútum, hádegishléi, á leið í eða úr íþróttum, í kennslustundum, eftir síðustu kennslustund og í frístundaheimilinu.

Frá þessu er greint á vefsíðu skólans.

Þar segir að ef nemendur koma með farsíma í skólann eigi að vera slökkt á þeim og þeir ofan í tösku eða í læstum skápum nemenda. Þurfi foreldrar að ná sambandi við börn sín á skólatíma skal það gert í gegnum skrifstofu skólans. 

Bent er á að þessi regla hafi verið í gildi en nemendur eiga ekki að koma með óþarfa hluti í skólann. Litið hafi verið fram hjá þessu undanfarin ár varðandi unglingana vegna þess að þeir hafi stundum fengið að nota síma í námi. Núna þarf þess ekki lengur en nemendur á öllum stigum skólans hafa aðgang að snjalltækjum í skólanum og nýta þau í náminu.

Brjóti nemendur þessa reglu varðandi símana verður það unnið samkvæmt agaferli skólans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert