Siðanefnd tekur málið fyrir

Valdir kaflar úr samtali þingmannanna á Klaustri voru leiklesnir á …
Valdir kaflar úr samtali þingmannanna á Klaustri voru leiklesnir á Litla sviði Borgarleikhússins í gærkvöldi. Bergur Þór Ingólfsson leikstýrði en Hilmar Guðjónsson, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir og Brynhildur Guðjónsdóttir sáu um lesturinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er ljóst að nefndin mun hittast, fara yfir erindi Alþingis og skila í kjölfarið áliti sínu til forsætisnefndar,“ segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, formaður siðanefndar Alþingis, í samtali við Morgunblaðið.

Fær nefndin mál þeirra sex þingmanna sem nýverið viðhöfðu gróft og niðrandi orðalag um samþingmenn sína og minnihlutahópa í samfélaginu á knæpu í miðborg Reykjavíkur og verður  kannað sem mögulegt siðabrotamál.

Ásta Ragnheiður segist ekki geta svarað því hversu langan tíma vinna nefndarinnar mun taka. „Við höfum einu sinni komið saman til umsagnar um þingmál. Það tók stutta stund að skila því áliti,“ segir hún, en auk hennar skipa þau Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, og Salvör Nordal, doktor í heimspeki og umboðsmaður barna, siðanefnd Alþingis.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »