Þingmenn efast um orkupakkann

Páll Magnússon, Óli Björn Kárason, Brynjar Níelsson, Jón Gunnarsson, Bjarni ...
Páll Magnússon, Óli Björn Kárason, Brynjar Níelsson, Jón Gunnarsson, Bjarni Benediktsson og Njáll Trausti Friðbertsson. Samsett mynd

Sex þingmenn Sjálfstæðisflokksins að minnsta kosti hafa opinberlega viðrað miklar efasemdir á undanförnum mánuðum um það að rétt sé að Alþingi samþykki þriðja orkupakka Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn, eða um þriðjungur þingflokks sjálfstæðismanna. Til stendur að leggja fram þingmál um samþykkt pakkans í febrúar.

Þingmennirnir eru Páll Magnússon, Jón Gunnarsson, Brynjar Níelsson, Njáll Trausti Friðbertsson og Óli Björn Kárason en að auki hefur Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fjallað um málið með gagnrýnum hætti og sagt að orkumál Íslendinga ættu ekki að vera málaflokkur sem heyrði undir EES-samninginn.

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins í mars ályktaði gegn því að frekara vald yfir íslenskum orkumálum væri framselt úr landi og skoðanakönnun sem gerð var fyrir Heimssýn og birt í vor sýndi yfir 91,6% stuðningsmanna flokksins á sömu skoðun en 2,8% ósammála.

Fjölmennur fundur var haldinn í Valhöll, höfuðstöðvum Sjálfstæðisflokksins, í september af nokkrum hverfafélögum flokksins í Reykjavík þar sem samþykkt var einróma ályktun með áskorun á flokksforystuna um að hafna innleiðingu þriðja orkupakkans.

Hins vegar hafa bæði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem eru einnig þingmenn Sjálfstæðisflokksins, talað fyrir því að þriðji orkupakkinn verði samþykktur.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þórdís hefur þó ekki útilokað að til þess gæti komið að Ísland beitti neitunarvaldi sínu samkvæmt EES-samningnum gegn innleiðingu þriðja orkupakkans (málið heyrir undir ráðuneyti þeirra Guðlaugs Þórs) en sagt að það gæti haft afleiðingar.

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, sagði í útvarpsþættinum Þingvellir á útvarpsstöðinni K100 á sunnudaginn að hann teldi að uppreisn yrði í Sjálfstæðisflokknum ef stjórnvöld reyndu að keyra þriðja orkupakkann í gegnum þingið.

Spurði Styrmir Pál Magnússon, sem sá um stjórn þáttarins, hvort hann ætlaði að samþykkja þriðja orkupakkann þegar það kæmi inn á Alþingi og svaraði Páll því til að ef hann ætti að greiða atkvæði um málið núna myndi hann hafna samþykkt orkupakkans.

Jón Gunnarsson kallaði eftir því í aðsendri grein í Morgunblaðinu í lok nóvember að farið yrði fram á undanþágu fyrir Ísland frá orkulöggjöf Evrópusambandsins enda ætti hún ekki við aðstæður hér á landi. Eftir á að hyggja hefði ekki átt að samþykkja fyrri orkupakka.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Brynjar Níelsson hafði áður í útvarpsþættinum Þingvöllum 11. nóvember sagt að hann vildi í lengstu lög komast hjá því að innleiða þriðja orkupakkann. Vandinn við EES-samninginn væri að alltaf væri gengið lengra og lengra og krafist sífellt meira framsals valds.

„Þetta er vandinn við þennan samning. Það sem gerist alltaf er að það er alltaf gengið lengra og lengra. Framsalið á valdinu verður alltaf meira og meira. Þá er spurningin: Eigum við alltaf að teygja okkur lengra í þessa átt eða eigum við að spyrna niður fæti og segja: „Þetta er orðið eitthvað of mikið“?“ sagði Brynjar ennfremur.

Njáll Trausti sagði til dæmis við norska fjölmiðla fyrr á árinu að miklar áhyggjur væru innan Sjálfstæðisflokksins vegna þriðja orkupakkans. Fagnaði hann ennfremur skoðanakönnuninni í vor. Málið snerist um að þjóðin færi sjálf með stjórn orkumála sinna.

Óli Björn ræddi málið að sama skapi við norska fjölmiðla á árinu og sagði miklar áhyggjur af málinu á Íslandi enda ógnaði það sjálfstæði þjóðarinnar. Miðað við þá vitneskju sem hann hefði um málið myndi hann ekki greiða atkvæði með samþykkt þess.

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins.
Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Miklar áhyggjur eru af regluverki Evrópusambandsins um orkumál á Íslandi. Ekki aðeins í okkar flokki heldur í næstum öllum stjórnmálaflokkunum fyrir utan þá tvo flokka sem styðja inn­göngu í Evrópusambandið, sósíaldemókratana og Viðreisn.“

Bjarni Benediktsson varpaði fram þeirri spurningu á Alþingi í byrjun ársins varðandi þriðja orkupakkann hvað Íslendingar hefðu með það að gera að ræða orkumál sín við Evrópusambandið úti í Brussel. Mál sem tengdust á engan hátt orkumarkaði landsins.

„Mér finnst vera svo mikið grundvallaratriði hér að við skilgreinum hvað séu innrimarkaðsmál sem við viljum sinna sérstaklega undir EES-samningnum og hvað eru mál sem tengjast ekki beint innri markaðinum. Og hérna erum við með kristaltært dæmi um það. Þetta er raforkumál Íslands. Þetta er ekki innrimarkaðsmál.“

Þá hafa efasemdaraddir heyrst víðar. Bæði Framsóknarflokkurinn og Miðflokkurinn hafa ályktað gegn því að þriðji orkupakki Evrópusambandsins verði innleiddur hér á landi og slíkar raddir hafa einnig heyrst innan Flokks fólksins og Vinstri-grænna en síðastnefndi flokkurinn lagðist gegn fyrsta og öðrum orkupakka sambandsins á sínum tíma.

Skoðanakönnunin sem gerð var síðasta vor sýndi mikinn meirihluta stuðningsmanna allra stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi andvíga því að framselja vald yfir íslenskum orkumálum til evrópskra stofnana. Mest reyndist andstaðan meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri-grænna.

mbl.is

Innlent »

Vél Icelandair snúið við vegna bilunar

12:10 Flugvél Icelandair sem fljúga átti frá Keflavík til Arlanda-flugvallar í Stokkhólmi var snúið við í morgun eftir um klukkustundarflug vegna bilunar, en vélin fór í loftið skömmu fyrir klukkan átta. Afleiðingar af þessu eru að einnig hefur verið aflýst flugferð frá Arlanda til Keflavíkur síðar í dag. Þá hefur tengiflugi til Portland síðdegis í dag verið aflýst, en nota átti umrædda flugvél í þá ferð. Meira »

100 ára yfirferð kröfuréttar lokið

11:55 Eyvindur G. Gunnarsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, Benedikt Bogason hæstaréttardómari og Þorgeir Örlygsson hæstaréttardómari luku nýverið við þriðja ritið í þriggja binda ritröð sinni um almennan hluta kröfuréttar á Íslandi. Meira »

Kíkt á nýja sjúkrahótelið

11:20 Nýtt sjúkrahótel Landspítalans er nú að verða tilbúið en búist er við að fyrstu gestirnir komi þangað í byrjun maí. Aðstaðan er glæsileg og á eftir að skipta sköpum fyrir marga, til að mynda verður það góður kostur fyrir konur af landsbyggðinni í áhættumeðgöngu. mbl.is kíkti á nýja sjúkrahótelið. Meira »

Verður áfram í gæsluvarðhaldi

11:11 Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Suðurlands um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem ákærður er fyrir brennu og manndráp á Selfossi 31. október sl. í tengslum við mikinn eldsvoða í íbúðarhúsi. Meira »

Varaði við „erlendri einangrunarhyggju“

11:05 „Ég er þess fullviss að unga fólkið er jafnsannfært og ég um mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu. Nú þegar angar erlendrar einangrunarstefnu teygja anga sína inn í íslensk stjórnmál er nauðsynlegt að slá skjaldborg um þá samvinnu.“ Meira »

Víðavangshlaup ÍR á sínum stað

09:48 Víðavangshlaup Íþróttafélags Reykjavíkur (ÍR) verður haldið í 104. sinn í dag, sumardaginn fyrsta, en samhliða því verður hlaupið 2,7 km skemmtihlaup. Meira »

Elsta flughæfa vélin á Íslandi

08:18 Í Múlakoti í Fljótshlíð, skammt frá Hvolsvelli, geymir Erling Jóhannesson gamla flugvél sem á sér merka sögu. Hún er af gerðinni Boeing/Stearman PT-17 Kaydet og ber einkennisstafina TF-KAU. Þetta er elsta flughæfa vél á Íslandi, nærri áttatíu ára gömul. Meira »

Telja Snæfellsjökul horfinn um miðja öldina

07:57 Hlýnun andrúmsloftsins ræður því að Snæfellsjökull verður að öllum líkindum að mestu horfinn um miðja þessa öld. Þetta segir Þorsteinn Þorsteinsson jöklafræðingur á Veðurstofu Íslands. Meira »

Stolin og með röng skráningarnúmer

07:42 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í mörg horn að líta í gærkvöldi og nótt. Einkum þar sem fólk undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna kom við sögu. Meira »

Breikkun bíður enn um sinn

07:37 Á þessari stundu liggur ekki ljóst fyrir hvenær framkvæmdir geta hafist við langþráða breikkun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði, milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar. Meira »

Tímabundin lokun göngustígsins

07:36 Göngustígnum um urð norðan megin við Seljalandsfoss hefur verið lokað tímabundið og mun lokunin líklega vara fram yfir helgi. Frá þessu er greint á Facebook-síðu Rangárþings eystra. Hægt verður að ganga á bak við fossinn sunnan megin og þá aftur sömu leið til baka. Meira »

Mun skerða kaupmátt almennings

05:30 Rýrnun viðskiptakjara að undanförnu bætist við samdrátt í ferðaþjónustu og loðnubrest. Samanlögð áhrif eru líkleg til að koma niður á kaupmætti íslensks almennings í vörum og þjónustu, þrátt fyrir boðaðar nafnlaunahækkanir. Meira »

Gæti verið tilbúin árið 2023

05:30 Viðbyggingin sem áformað er að byggja við Stjórnarráðshúsið í miðbæ Reykjavíkur gæti verið tilbúin árið 2023. Stefnt er að því að skóflustunga að byggingunni verði tekin eftir tvö ár. Meira »

Hjálmar fagnar 100 ára afmæli

05:30 Hjálmar Sigmarsson, fyrrverandi bóndi á Hólakoti í Unadal í Skagafirði, fagnaði 100 ára afmæli sínu í gær. Hann dvelur nú á hjúkrunardeild Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Sauðárkróki. Meira »

Bílastæði við höfnina víkja fyrir fólki

05:30 Viðræður standa yfir milli Reykjavíkurborgar og Faxaflóahafna um að bílastæði á Miðbakka við Gömlu höfnina verði nýtt í framtíðinni sem almannarými, a.m.k. að sumarlagi. Meira »

Umdeildur skúr á Nesinu rifinn

05:30 Ríflega 30 ára verslunarsögu á bletti fyrir framan Sundlaug Seltjarnarness lauk fyrir páska þegar bæjaryfirvöld létu fjarlægja söluskála sem þar stóð. Skálinn hafði staðið auður um nokkurt skeið en síðast var hann nýttur sem kosningamiðstöð Viðreisnar fyrir sveitarstjórnarkosningar í fyrra. Meira »

Andlát: Björg Þorsteinsdóttir

05:30 Björg Þorsteinsdóttir myndlistarkona lést 22. apríl sl., 78 ára að aldri. Hún fæddist 21. maí 1940.   Meira »

Andlát: Hermann Einarsson

05:30 Hermann Einarsson, kennari og útgefandi í Vestmannaeyjum, lést 20. apríl síðastliðinn. Hermann fæddist í Vestmannaeyjum 26. janúar 1942 og ólst upp í Eyjum, en var í mörg sumur í sveit undir Eyjafjöllum. Foreldrar hans voru Ásta Steingrímsdóttir, f. 31.1. 1920, d. 23.4. 2000, og Einar Jónsson, f. 26.10. 1914, d. 25.2. 1990. Meira »

Framboð án fordæma

05:30 Fasteignaþróunarfélagið Rauðsvík hefur sett 70 nýjar íbúðir á sölu við Hverfisgötu í Reykjavík. Síðar á árinu hyggst félagið hefja sölu nýrra íbúða í öðrum húsum við götuna. Íbúðirnar sem eru að koma í sölu eru á Hverfisgötu 85-93. Meira »
Dunlop Enasave Ec300
4 ný og ónotuð Dunlop Enasave Ec300 sumardekk til sölu. 215/50R17 Verð 40 þús...
KRISTALL LJÓSAKRÓNUR Glæsibær
Ný sending af glæsilegum kristalsljósakrónum, veggljósum, matarstellum, kristals...
LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfsk., disel, 7 manna
Til sölu LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfskiptur, dísel, 7 manna ekinn 204.000 km...
Skúffa / skófla á traktor
Skófla á þrítengi 140cm. Bakhlið fylgir sem gerir hana að fyrirtaks skúffu. Þe...