Þingmenn efast um orkupakkann

Páll Magnússon, Óli Björn Kárason, Brynjar Níelsson, Jón Gunnarsson, Bjarni ...
Páll Magnússon, Óli Björn Kárason, Brynjar Níelsson, Jón Gunnarsson, Bjarni Benediktsson og Njáll Trausti Friðbertsson. Samsett mynd

Sex þingmenn Sjálfstæðisflokksins að minnsta kosti hafa opinberlega viðrað miklar efasemdir á undanförnum mánuðum um það að rétt sé að Alþingi samþykki þriðja orkupakka Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn, eða um þriðjungur þingflokks sjálfstæðismanna. Til stendur að leggja fram þingmál um samþykkt pakkans í febrúar.

Þingmennirnir eru Páll Magnússon, Jón Gunnarsson, Brynjar Níelsson, Njáll Trausti Friðbertsson og Óli Björn Kárason en að auki hefur Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fjallað um málið með gagnrýnum hætti og sagt að orkumál Íslendinga ættu ekki að vera málaflokkur sem heyrði undir EES-samninginn.

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins í mars ályktaði gegn því að frekara vald yfir íslenskum orkumálum væri framselt úr landi og skoðanakönnun sem gerð var fyrir Heimssýn og birt í vor sýndi yfir 91,6% stuðningsmanna flokksins á sömu skoðun en 2,8% ósammála.

Fjölmennur fundur var haldinn í Valhöll, höfuðstöðvum Sjálfstæðisflokksins, í september af nokkrum hverfafélögum flokksins í Reykjavík þar sem samþykkt var einróma ályktun með áskorun á flokksforystuna um að hafna innleiðingu þriðja orkupakkans.

Hins vegar hafa bæði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem eru einnig þingmenn Sjálfstæðisflokksins, talað fyrir því að þriðji orkupakkinn verði samþykktur.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þórdís hefur þó ekki útilokað að til þess gæti komið að Ísland beitti neitunarvaldi sínu samkvæmt EES-samningnum gegn innleiðingu þriðja orkupakkans (málið heyrir undir ráðuneyti þeirra Guðlaugs Þórs) en sagt að það gæti haft afleiðingar.

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, sagði í útvarpsþættinum Þingvellir á útvarpsstöðinni K100 á sunnudaginn að hann teldi að uppreisn yrði í Sjálfstæðisflokknum ef stjórnvöld reyndu að keyra þriðja orkupakkann í gegnum þingið.

Spurði Styrmir Pál Magnússon, sem sá um stjórn þáttarins, hvort hann ætlaði að samþykkja þriðja orkupakkann þegar það kæmi inn á Alþingi og svaraði Páll því til að ef hann ætti að greiða atkvæði um málið núna myndi hann hafna samþykkt orkupakkans.

Jón Gunnarsson kallaði eftir því í aðsendri grein í Morgunblaðinu í lok nóvember að farið yrði fram á undanþágu fyrir Ísland frá orkulöggjöf Evrópusambandsins enda ætti hún ekki við aðstæður hér á landi. Eftir á að hyggja hefði ekki átt að samþykkja fyrri orkupakka.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Brynjar Níelsson hafði áður í útvarpsþættinum Þingvöllum 11. nóvember sagt að hann vildi í lengstu lög komast hjá því að innleiða þriðja orkupakkann. Vandinn við EES-samninginn væri að alltaf væri gengið lengra og lengra og krafist sífellt meira framsals valds.

„Þetta er vandinn við þennan samning. Það sem gerist alltaf er að það er alltaf gengið lengra og lengra. Framsalið á valdinu verður alltaf meira og meira. Þá er spurningin: Eigum við alltaf að teygja okkur lengra í þessa átt eða eigum við að spyrna niður fæti og segja: „Þetta er orðið eitthvað of mikið“?“ sagði Brynjar ennfremur.

Njáll Trausti sagði til dæmis við norska fjölmiðla fyrr á árinu að miklar áhyggjur væru innan Sjálfstæðisflokksins vegna þriðja orkupakkans. Fagnaði hann ennfremur skoðanakönnuninni í vor. Málið snerist um að þjóðin færi sjálf með stjórn orkumála sinna.

Óli Björn ræddi málið að sama skapi við norska fjölmiðla á árinu og sagði miklar áhyggjur af málinu á Íslandi enda ógnaði það sjálfstæði þjóðarinnar. Miðað við þá vitneskju sem hann hefði um málið myndi hann ekki greiða atkvæði með samþykkt þess.

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins.
Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Miklar áhyggjur eru af regluverki Evrópusambandsins um orkumál á Íslandi. Ekki aðeins í okkar flokki heldur í næstum öllum stjórnmálaflokkunum fyrir utan þá tvo flokka sem styðja inn­göngu í Evrópusambandið, sósíaldemókratana og Viðreisn.“

Bjarni Benediktsson varpaði fram þeirri spurningu á Alþingi í byrjun ársins varðandi þriðja orkupakkann hvað Íslendingar hefðu með það að gera að ræða orkumál sín við Evrópusambandið úti í Brussel. Mál sem tengdust á engan hátt orkumarkaði landsins.

„Mér finnst vera svo mikið grundvallaratriði hér að við skilgreinum hvað séu innrimarkaðsmál sem við viljum sinna sérstaklega undir EES-samningnum og hvað eru mál sem tengjast ekki beint innri markaðinum. Og hérna erum við með kristaltært dæmi um það. Þetta er raforkumál Íslands. Þetta er ekki innrimarkaðsmál.“

Þá hafa efasemdaraddir heyrst víðar. Bæði Framsóknarflokkurinn og Miðflokkurinn hafa ályktað gegn því að þriðji orkupakki Evrópusambandsins verði innleiddur hér á landi og slíkar raddir hafa einnig heyrst innan Flokks fólksins og Vinstri-grænna en síðastnefndi flokkurinn lagðist gegn fyrsta og öðrum orkupakka sambandsins á sínum tíma.

Skoðanakönnunin sem gerð var síðasta vor sýndi mikinn meirihluta stuðningsmanna allra stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi andvíga því að framselja vald yfir íslenskum orkumálum til evrópskra stofnana. Mest reyndist andstaðan meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri-grænna.

mbl.is

Innlent »

Snjóhengja féll af húsi á konu

Í gær, 23:47 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um snjóhengju sem féll af húsi í Faxafeni á konu sem átti leið um.  Meira »

Áströlsku hjónin stefna Mountaineers

Í gær, 22:55 Áströlsk hjón sem týndust í sjö tíma í vélsleðaferð við Langjökul fyrir tveimur árum hafa stefnt ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland. Þau krefjast miskabóta og segja atvikið hafa haft mikil sálræn áhrif á þau. Meira »

Reikningur barns tæmdur vegna mistaka

Í gær, 22:47 Solveig Rut Sigurðardóttir rak upp stór augu eftir að 18 ára drengur setti sig í samband við hana í gærkvöldi og upplýsti hana um að dóttir hennar hefði millifært á reikning hans rúmlega 100 þúsund krónur. Hann þóttist vita að mistök hefðu verið gerð. Meira »

Enginn samningur og ekkert samráð

Í gær, 21:58 Stjórn Neytendasamtakanna hefur áhyggjur af stöðu leigjendamála á Íslandi og lýsir yfir furðu á samráðsleysi við samtökin í tengslum við tillögur átakshóps við vanda á húsnæðismarkaði. Þá gagnrýnir stjórnin að samningur Neytendasamtakanna og ríkisins um leigjendaaðstoð hafi ekki verið endurnýjaður. Meira »

Lögreglan varar við grýlukertum

Í gær, 21:31 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við grýlukertum en þau er víða að finna þessa dagana. Í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að nokkur hætta geti stafað af grýlukertum og því sé full ástæða til að hvetja vegfarendur til að sýna aðgát, ekki síst á miðborgarsvæðinu. Meira »

Sleginn ítrekað í andlitið

Í gær, 21:26 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa veist með ofbeldi að öðrum manni í Mosfellsbæ og slegið hann ítrekað með krepptum hnefa í andlitið. Meira »

Óvíst með lögmæti upplýsingagjafar

Í gær, 20:39 Félagsmálaráðuneytið sér sér ekki fært að afhenda Alþingi upplýsingar um kaupendur fullnustueigna Íbúðalánasjóðs árin 2008 til 2017 vegna lagalegrar óvissu um heimild til opinberrar birtingar slíkra persónuupplýsinga. Meira »

Favourite fer í almenna sýningu

Í gær, 20:25 Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna voru gerðar opinberar í gær og eru þar í forystu Netflix-kvikmyndin Roma og kvikmyndin The Favourite, sem hljóta tíu tilnefningar hvor, meðal annars sem kvikmyndir ársins. Athygli hefur vakið að The Favourite hefur ekki verið í sýningu hér á landi. Meira »

Sjáum slaka í félagslegu taumhaldi

Í gær, 19:36 Samvera grunnskólabarna í 9. og 10. bekk á Akureyri með foreldrum sínum mældist örlítið undir landsmeðaltali í könnun Rannsókna og greininga. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu, segir akureyrsk ungmenni annars koma svipað út og ungmenni annars staðar. Meira »

Fyrsti vinningur gekk ekki út

Í gær, 19:31 Fyrsti vinningur gekk ekki út í Víkingalottóinu í kvöld en hann hljóðaði upp á tæpa 1,2 milljarða króna. Enginn hlaut heldur annan vinning, þar sem rúmar 33 milljónir króna voru í boði. Meira »

Auglýsti eftir líffæri á Facebook

Í gær, 19:30 Það var alger tilviljun að líffæragjafi og líffæraþegi kæmu að uppsetningu sýningarinnar „LÍFfærin," sýningu nýrra glerlíffæra í Ásmundarsal. Sýningin er unnin í samstarfi Ásmundarsalar og Corning Museum of Glass, Siggu Heimis, Gagarín og fleiri listamanna. Meira »

Rafvæðing dómstóla til skoðunar

Í gær, 19:17 Ómar R. Valdimarsson lögmaður segir miðlæga gagnagátt í dómsmálum geta straumlínulagað dómskerfið, flýtt málsmeðferð og sparað samfélaginu töluverða fjármuni. Nokkur umræða skapaðist í Facebook-hóp lögfræðinga í gær þar sem Ómar vakti máls á óhagræðinu sem fylgir núverandi fyrirkomulagi dómstóla. Meira »

Gjaldeyrisbrask og hlutabréfaást í héraði

Í gær, 18:36 Alls gáfu átta vitni skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, við aðalmeðferð máls sem varðar innherjasvik fyrrverandi forstöðumanns hjá Icelandair. Lýstu vitnin meðal annars braski með japönsk jen og ást eins ákærða á hlutabréfamörkuðum, sem rekja megi allt til barnæsku. Meira »

Börnin blómstra í íþróttastarfinu

Í gær, 18:30 Þátttaka er sigur! Íþróttafélagið Ösp er opið öllum, ekki síst börnum með sérþarfir. Starf félagsins var kynnt um helgina. Boltagreinar, boccia og frjálsar íþróttir eru í boði og fleira er væntanlegt á dagskrána. Meira »

Skýringar á áverkum oft fáránlegar

Í gær, 18:26 Áverkar á börnum sem hafa orðið fyrir ofbeldi eru allt öðruvísi en þeir áverkar sem koma af slysförum segir Gestur Pálsson barnalæknir. Hann segir að oft séu skýringar á áverkum fáránlegar og læknar sem skoði börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi sjá að skýringin á ekki við. Meira »

Virkja Tungufljót í Biskupstungum

Í gær, 18:00 Góður gangur er í framkvæmdum við byggingu Brúarvirkjunar í Tungufljóti í Biskupstungum og um 60 manns eru þar nú að störfum. Meira »

Brekkurnar loksins opnaðar

Í gær, 17:30 Opnun Skíðasvæðisins í Bláfjöllum hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu að sögn Einars Bjarnasonar, rekstrarstjóra, en svæðið opnaði í fyrsta skipti í vetur í dag. Skíðafólk lét ekki bíða eftir sér og mbl.is var á staðnum þegar fyrstu ferðirnar niður fjallið voru í skíðaðar í frábæru færi. Meira »

„Vasar þeirra ríku dýpka“

Í gær, 17:11 „Stefna Samfylkingarinnar er skýr um jöfn tækifæri allra,“ sagði Bjartur Aðalbjörnsson, varaþingmaður Samfylkingarinnar, sem flutti jómfrúarræðu sína á Alþingi í dag. Hann sagði samneyslu þar sem gæðunum sé jafnt dreift þannig að öllum séu tryggð lífsviðurværi sé leiðin. Meira »

Tíu bækur tilnefndar

Í gær, 16:30 Tíu bækur voru fyrir stundu tilnefndar til Viðurkenningar Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, fyrir árið 2018. Verðlaunin sjálf verða afhent í Þjóðarbókhlöðunni 3. mars og nema verðlaunin 1.250.000 krónum. Meira »
Fjarnámskeið í ljósmyndun - fyrir alla
Lærðu á myndavélina þina, lærðu að taka enn beti myndir. Nú getur þú lært ljósmy...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Mælum, teiknum, smíðum og setjum upp, myndir á Facebook: Magnus Elias>Mex byggin...
- Studio íbúð til leigu.
Til leigu í Biskupstungum fyrir 1-2, bað/sturta og eldhús, gasgrill. leigist ...
Uppsetning Innréttinga.
Láttu fagmann vinna verkið. Reynsla í í Ikea framleiðslu. Frá sökkli upp í mæn...