Beltisþari og mysukaramella slógu í gegn

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra mætti á ÓHÓF í kvöld.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra mætti á ÓHÓF í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Forljótir drykkir, þorskvængir, lambasíða, bjór úr afgangsbrauði, skyr með mysukaramellukurli og beltisþari með þarakremi voru á meðal kræsinga sem voru á boðstólnum á ÓHÓFI, árlegum viðburði Umhverfisstofnunar sem haldinn var á Loft Hostel í kvöld.

„Þetta tókst glimrandi vel og okkur tókst að koma skilaboðunum vel á framfæri fyrir þessa jólavertíð sem fram undan er, sem er eitt stærsta óhófstímabil ársins,“ segir Hildur Harðardóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun og einn skipuleggjenda viðburðarins, en tilgangur hans er einmitt að vekja fólk til umhugsunar um matarsóun og hvernig hægt er að draga úr henni.  

Hildur Harðardóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun og einn skipuleggjenda ÓHÓFS, Þorsteinn …
Hildur Harðardóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun og einn skipuleggjenda ÓHÓFS, Þorsteinn Jóhannesson eiginmaður hennar og dóttir þeirra, Sigrún. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sýndi fram á nýtni íslenskra matvæla

Gísli Matthías Auðunsson matreiðslumeistari matreiddi kræsingar kvöldsins sem allir fólu í sér frumlega leið til að sýna hvernig hægt er að nýta íslensk matvæli betur. „Fólk var sérstaklega ánægt með beltisþarann sem er vegan,“ segir Hildur, en fast á hæla þarans kom skyr með mysukaramellu og mysukrapi sem og lambasíðan og þorskvængirnir.

Það var nóg um að vera á Loft Hostel og tók Amabadama lagið, Hljómfélagið söng jólalög og Sigga Dögg kynfræðingur flutti matarsóunarhugvekju.

Hildur segir það mikið fagnaðarefni að viðburðurinn sé orðinn árviss. „En þó að umræðan í íslensku samfélagi um matarsóun er að aukast þá er það bara þannig að við þurfum að gera miklu betur.“

Gísli Matthías Auðusson matreiðslumeistari matreiddi kræsingar kvöldsins.
Gísli Matthías Auðusson matreiðslumeistari matreiddi kræsingar kvöldsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Sigga Dögg kynfræðingur flutti matarsóunarhugvekju.
Sigga Dögg kynfræðingur flutti matarsóunarhugvekju. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Salka Sól söngkona lét sig ekki vanta.
Salka Sól söngkona lét sig ekki vanta. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Réttir kvöldsins áttu það sameiginlegt að sýna hvernig hægt er …
Réttir kvöldsins áttu það sameiginlegt að sýna hvernig hægt er að nýta íslensk matvæli betur. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert