Gæta hagsmuna Íslands á loftslagsráðstefnunni

Þátttakendur í loftslagsráðstefnunni í Póllandi. Yfir 20.000 manns eru nú ...
Þátttakendur í loftslagsráðstefnunni í Póllandi. Yfir 20.000 manns eru nú staddir í Katowice vegna ráðstefnunnar. AFP

Mikil bjartsýni ríkti  og hugur var  í mönnum þegar Parísarsamkomulagið var undirritað í desember 2015. Nokkuð hefur dofnað yfir ákafanum síðan og í aðdrag­anda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem nú fer fram í Katowice í Póllandi hafa ýmsar rannsóknir verið birtar sem sýnt hafa fram á  geig­væn­lega þróun í lofts­lags­mál­um.

Í skýrslu sem Institu­te of In­ternati­onal and Europe­an Affairs (IIEA) kynnti við upphaf loftslagsráðstefnunnar kemur fram að orð og gjörðir Don­ald Trumps Banda­ríkja­for­seta dragi úr áherslum alþjóðasam­fé­lags­ins á að minnka los­un kolt­ví­sýr­ings, en Trump sagði Bandaríkin frá samningnum í fyrra. Hafa þannig til að mynda Rússland, Tyrkland, Ástr­al­ía og Bras­il­ía nefnt for­dæmi Trump sem ástæðu fyr­ir að tak­marka aðgerðir sín­ar gegn loft­slags­breyt­ing­um.

Helga Barðadótt­ir, sér­fræðing­ur í um­hverf­is­ráðuneyt­inu, er stödd á loftslagsráðstefnu Sameinuðu ...
Helga Barðadótt­ir, sér­fræðing­ur í um­hverf­is­ráðuneyt­inu, er stödd á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Hún segir fundargesti tala um mikilvægi þess að ná samningum. Ljósmynd/Aðsend

Eru enn aðilar að samningnum

Helga Barðadótt­ir, sér­fræðing­ur í um­hverf­is­ráðuneyt­inu, sem er stödd á loftslagsráðstefnunni segir vissulega ýmislegt vera í gangi. „Þessi ríki  eru þó enn þá aðilar að samningnum og hann tekur ekki gildi fyrr en 2021, það verður að hafa það í huga,“ segir hún og kveður stemninguna á loftslagsráðstefnunni vera nokkuð góða. „Já það tala allir um mikilvægi þess að ná samningum. Það eru þó ólík sjónarmið uppi og menn eru bara að vinna í því að koma sér saman um hvar þeir geta náð saman.“

Flest 197 aðildarríkja loftslagssamningsins eiga fulltrúa á ráðstefnunni og fjölga mun töluvert í hópi ráðstefnugesta í næstu viku, en þá hefst ráðherrahluti fundarins. Umhverfisráðherra Íslands, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, mun þá mæta utan ásamt fleiri íslenskum fulltrúum stjórnvalda, Reykjavíkurborgar, félagasamtaka, Landsvirkjunar og Carbon Recycling International.

Gæta hagsmuna Íslands

Þessa dagana er verið að ganga frá regluverki varðandi innleiðingu Parísarsamningsins, m.a. fyrirkomulag  loftslagsbókhalds og hvernig halda eigi utan um losunartölur svo fylgjast megi með samdrætti og þeim markmiðum sem menn hafa sett sér.

Þriggja manna opinber sendinefnd tekur þátt í fundinum fyrir Íslands hönd. „Við erum með litla sendinefnd og vinnan sem fer fram hér núna á sér stað í mjög mörgum vinnuhópum, það er því útilokað að við náum að sitja alla fundi,“ segir Helga. 

Það geta verið mjög margir fundir í gangi á sama tíma og því ómögulegt líkt og áður sagði að sendinefndin nái að sitja þá alla. „Við samt tökum þátt,“ segir hún. „Við erum ekki innstu koppar í búri í þessari tæknilegu vinnu, en við pössum upp á að fylgjast vel með og að þar sé ekkert sem við treystum okkur ekki til að innleiða.

Vinna undirnefnda hófst í gær og verða samningafundir í gangi út vikuna. „Það er svo lagt upp með að það liggi fyrir drög að niðurstöðu á laugardag,“ segir Helga. Ekkert sé þó hægt að segja fyrir um það að svo stöddu hver niðurstaðan verði.

mbl.is

Innlent »

Verið að vinna úr athugasemdum

08:18 „Ég vona að þessir ferlar virki en ég finn líka vaxandi stuðning inni í þinghúsinu við að menn verði tilbúnir að bregðast við ef þess þarf,“ segir Haraldur Benediktsson, fyrsti flutningsmaður frumvarps til laga um að þingið heimili lagningu Vestfjarðavegar um Teigsskóg. Meira »

Fyrsta skipið kom að nýjum hafnarbakka

07:57 Tímamót urðu í sögu Faxaflóahafna að morgni annars í páskum. Þá lagðist fyrsta skipið að nýjum hafnarbakka utan Klepps í Sundahöfn, en framkvæmdir við hann hafa staðið yfir undanfarin þrjú ár. Meira »

Aðeins 10 hjúkrunarrými af 40 í nýtingu

07:37 Hægt og illa gengur að finna hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða til starfa á Seltjörn, nýju hjúkrunarheimili við Safnatröð á Seltjarnarnesi. Vegna þessa eru einungis nýtt 10 hjúkrunarrými af 40. Meira »

Allt að 17 stiga hiti og þurrt

07:00 Óvenjuhlýtt loft er að berast yfir landið og er spáð allt að 17 stiga hita á morgun, sumardaginn fyrsta. Regnsvæðin berast eitt af öðru yfir landið en á milli þeirra munu gefast ágætir þurrir kaflar að sögn veðurfræðings. Svo vel vill til að von er á þurrum kafla á morgun. Meira »

Sagði vin eiga vespuna

06:35 Lögreglan hafði afskipti af manni sem teymdi vespu um hverfi 105 í nótt og þegar lögreglumenn ræddu við manninn fundu þeir sterka fíkniefnalykt af honum. Í ljós kom að hann var með fíkniefni á sér og átti ekkert í vespunni. Meira »

Andlát: Hörður Sigurgestsson

05:30 Hörður Sigurgestsson, fyrrverandi forstjóri Eimskipafélags Íslands, lést að morgni annars í páskum, rúmlega áttræður. Hann fæddist í Reykjavík 2. júní 1938. Meira »

Nýr aðili annist dýpkun

05:30 Bæjarráð Vestmannaeyja vill að Vegagerðin finni tafarlaust dýpkunarskip sem hafi burði til þess að opna Landeyjahöfn. Það vill að leitað verði út fyrir landsteinana að aðila sem geti sinnt verkinu og opnað höfnina án þess að það dragist langt fram á vor. Meira »

Stefndi í dræma þátttöku

05:30 „Eins og þetta stefnir í, þá er þátttakan í kosningunum mikil vonbrigði,“ segir Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður verkalýðsfélagsins Framsýnar á Húsavík, en niðurstöður kosninga um Lífskjarasamningana svonefndu verða kynntar í dag. Meira »

Kornbændur eru byrjaðir að sá

05:30 Kornbændur eru að plægja akra og undirbúa sáningu. Sumir eru byrjaðir að sá, aðrir bíða eftir að það stytti upp og búast má við að mjög margir sái fyrir korni í þessari viku og í byrjun næstu. Meira »

Framboð íbúða nærri meðaltalinu

05:30 Um 6,5 íbúðir voru fullgerðar á hverja þúsund íbúa á Íslandi í fyrra. Til samanburðar hafa verið byggðar 6 íbúðir að meðaltali á hverja þúsund íbúa frá 1983. Hlutfallið í fyrra er því nærri meðaltali síðustu áratuga. Meira »

Aðeins 8% hjúkrunarfræðinga sátt við launin

05:30 Samkvæmt könnun sem Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (FíH) gerði í vetur meðal sinna félagsmanna eru aðeins 8% hjúkrunarfræðinga sátt við launin sín. Þátttaka í könnuninni var góð en um 2.100 hjúkrunarfræðingar svöruðu, eða rúm 75% félagsmanna. Meira »

Sala minnkar í flestum flokkum mjólkur

05:30 Sala á flestum tegundum mjólkurafurða hefur dregist saman síðustu mánuði. Ef litið er til tólf mánaða tímabils hefur sala minnkað í öllum vöruflokkum nema rjóma þar sem varð aukning um 5%. Meira »

Segir séreignarsparnað í uppnámi

05:30 Uppbygging og forsendur að baki lífeyrissparnaði tuga þúsunda Íslendinga verður raskað og valfrelsi fólks í þeim efnum takmarkað til muna verði tillögur sem fram koma í yfirlýsingu stjórnvalda í tengslum við svokallaða lífskjarasamninga að veruleika. Meira »

Útköll vegna veðurs og kjötþjófs

Í gær, 23:45 Verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í kvöld voru af ýmsum toga en þar ber hæst útköll í Hafnarfirði, Kópavogi og Breiðholti vegna veðurs sem og tilkynning um stuld á kjöti í miðbænum. Meira »

Alvarlega slasaður eftir bílveltu

Í gær, 22:48 Bílvelta varð á þjóðveginum sunnan við Æsustaði í Langadal, skammt vestan við Húnaver, á tíunda tímanum í kvöld. Óskað hefur verið eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar sem er á leiðinni á slysstað. Meira »

Utanríkisráðherra Nýja-Sjálands á Íslandi

Í gær, 21:31 Tvíhliða samskipti, mannréttindamál og öryggismál voru efst á baugi á fundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og Winston Peters, utanríkisráðherra Nýja-Sjálands, sem fram fór í Grindavík í dag. Meira »

Umboðsmaður plokkara á Íslandi

Í gær, 21:19 „Þú þarf ekki að vita neitt eða kunna bara að hafa óbeit á rusli og vilja koma því úr náttúrunni og á réttan stað,“ segir Einar Bárðarson skipuleggjandi stóra plokkdagsins sem fram fer næsta sunnudag 28. apríl. Meira »

Lést af völdum listeríusýkingar

Í gær, 21:07 Kona á fimmtugsaldri lést af völdum listeríusýkingar í janúar. Frá þessu er greint í Farsóttafréttum landlæknis en konan var með undirliggjandi ónæmisbælingu. Svo virðist sem listeríusýkingar hafi verið að færast í vöxt hér á landi undanfarna tvo áratugi. Meira »

Búið að loka upp í turninn

Í gær, 20:17 Næsta mánuðinn verður ekki hægt að komast upp í Hallgrímskirkjuturn þar sem verið er að skipta um lyftu í turninum. Allt að þúsund manns fara upp í turninn á degi hverjum á þessum árstíma og þeir sem ætluðu upp í dag þurftu því frá að hverfa. Meira »
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909.
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909....
Bókhald
Bókari með reynslu úr bankageiranum og vinnu á bókhaldsstofu, getur tekið að sér...
Patrol 2006
Til sölu Nissan Patrol 2006 ekinn 186.000. Einn eigandi, gott viðhald, skoðaður ...
Bensínhjólbörur
Eigum til bensínhjólbörur með 7.5hp Briggs & Stratton, Drif á öllum, 4 gírar á...