Myndbandið rakinn atvinnurógur

Plastpoki eða fjölnota innkaupapoki? Sorpa hefur gefið á milli 30-40.000 ...
Plastpoki eða fjölnota innkaupapoki? Sorpa hefur gefið á milli 30-40.000 eintök af fjölnota innkaupapokum og hvetur fólk til að nota ekki meira af plastpokum en þarf. mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

„Þetta myndband er rakinn atvinnurógur og ekkert annað,“ segir Björn Halldórsson framkvæmdastjóri Sorpu um myndband sem Íslenska gámafélagið birti á síðu sinni undir heitinu „Bönn­um plastið!“ Þar eru tal­in upp nokk­ur rök fyr­ir skaðsem­inni sem fylgi einnota plast­umbúðum og Sorpa gagnrýnd fyrir að segja í um­sögn sinni við til­lög­um sam­ráðsvett­vangs um fyr­ir­hugað plast­pokabann að Sorpa sjái „ekki rök­in fyr­ir banni við notk­un einnota halda­poka úr plasti“.

„Það er alveg undarlegt að mönnum skuli detta í hug að upphefja sjálfa sig með því að mála einhverja aðra svörtum litum,“ segir Björn. „Við höfum enga hagmuni af því hvort plastpokinn sé bannaður eða ekki.“  

Ábendingar Sorpu um plastáætlunina, sem ekki snúist bara um plastpokana, sé að lagt er til plastpokabann án þess að gerð sé nein tilraun til útreikninga á því hvort að þetta sé samfélagslega, umhverfislega eða efnahagslega ásættanlegt. Hjá Sorpu vilji menn að slíkar ákvarðanir byggi á málefnalegum forsendum, en „ekki bara því að Evrópusambandið segi það eða af því að einhverjum detti það í hug.“

Umhverfisáhrifin mest við framleiðslu

Hann bendir á að Sorpa hafi árið 2011 byrjað að gefa margnota innkaupapoka. „Ég held að við séum búin að gefa á milli 30-40.000 eintök. Þannig að við hvetjum íbúa og erum búin að gera í mörg ár að vera ekki að nota meira af plastpokum heldur en þarf.“

Framsetningin í myndbandinu sé því alveg rakalaus og dæmi sig sjálf.

Árið 2017 fóru um 27 kíló af óflokkuðu plasti frá ...
Árið 2017 fóru um 27 kíló af óflokkuðu plasti frá hverjum íbúa á höfuðborgarsvæðinu í sorptunnuna. Mynd úr safni. mbl.is/Sorpa

Spurður út í þá fullyrðingu Gámafélagsins að erlendu rannsóknirnar sem Sorpa vísar til í umsögn sinni til samráðsvettvangsins eigi við erlendis en ekki hér á landi, segir Björn allar þrjár rannsóknirnar sem vísað var til segja umhverfisáhrifin vera langmest við framleiðslu. Mun minna máli skipti hver endanotkunin sé. „Hafi menn athugasemdir við rannsóknirnar verða þeir að beina þeim gegn höfundum þeirra. Það þýðir ekki að ráðast á Sorpu,“ segir hann og kveður skýrslurnar unnar af virtum háskóla í Danmörku fyrir dönsk umhverfisyfirvöld.

Ekki nema 1% af fljúgandi rusli

Í myndbandinu er fullyrt að hér endi plastpokarnir annaðhvort í urðun eða úti í náttúrunni. Björn segir rétt að þeir pokar sem geyma almennt rusl endi í urðun. Þeir sem settir séu í endurvinnslufarveginn fari hins vegar í endurvinnslu. „Það er þess vegna sérstakt að halda því fram að þeir endi bara á tveimur stöðum úti í náttúrunni eða á urðunarstað,“ segir hann og bendir á að samkvæmt kanadískri könnun á magni plastpoka af því rusli sem fjúki um í náttúrunni hafi þeir ekki verið nema 1%. Plastpokinn kunni að vera fyrirferðamikill í sjón en mun meira sé þó af margvíslegu minna rusli s.s. sælgætisbréfum, plasti utan af grænmeti og öðru slíku.

Björn er engu að síður sammála því að plastnotkun sé eitthvað sem taka verði á og nefnir umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks í gærkvöldi í því sambandi. Þar hafi plastburðapokarnir til að mynda ekki verið stærsta vandamálið sem hafnfirska fjölskyldan í þættinum var að fást við til að minnka plastnotkun sína.

„Þetta er orðið ansi nærri okkur, en er þá hægt að ná mestum árangri með því að banna plastpoka? Ég er ekki sannfærður,“ segir hann og kveður menn þá verða að sýna fram á það með einhverju móti. „Í plastáætlun ríkisins er fullt af ágætishugmyndum, t.d. að banna einnota drykkjarmál, einnota sogrör og eyrnapinna úr plasti sem skilar alveg örugglega árangri.“ Þá hafi Sorpa einnig gagnrýnt að í áætluninni sé ekkert minnst á samsettar umbúðir sem séu óendurvinnanlegar. „Það er alveg ástæða til að skoða það,“ segir Björn.

mbl.is

Innlent »

Góð stemning á Heima í Hafnarfirði

Í gær, 23:39 Góð og skemmtileg stemning myndaðist á tónlistarhátíðinni Heima en hún markar upphaf bæjarhátíðarinnar Bjartra daga í Hafnarfirði. Fjölskyldur opnuðu heimili sín í miðbæ Hafnarfjarðar en auk þess opnuðu Fríkirkjan og Bæjarbíó dyr sínar. Meira »

Með hníf á lofti og lét sig hverfa

Í gær, 23:28 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að heimili í Árbæ á áttunda tímanum í kvöld. Að sögn lögreglu var ósætti meðal heimilisfólks og eiginmaðurinn með hníf á lofti. Meira »

Bongóblíða á sumardaginn fyrsta

Í gær, 22:23 Rjómablíða verður um mest allt landið á morgun, sumardaginn fyrsta, ef spár ganga eftir. Samkvæmt þeim fer hitinn hæst í 17 gráður, á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi. Meira »

Stafræn Sturlungaöld

Í gær, 21:48 „Sturlungaöldin á Íslandi er sveipuð ævintýraljóma þó að hún hafi auðvitað einkennst af miklum átökum, ofbeldi og mannvígum,“ segir Áskell Heiðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri 1238 – Baráttan um Ísland. Meira »

Efling varar við nýrri starfsmannaleigu

Í gær, 21:24 Efling varar við nýstofnaðri starfsmannaleigu, Seiglu, og hvetur fólk til að eiga ekki viðskipti við hana. Þetta kemur fram í færslu á vef Eflingar þar sem fullyrt er að leigan sé á vegum starfsmannaleigunnar Manna í vinnu. Meira »

Sjávarútvegur gæti gert enn betur

Í gær, 20:30 Orkuskipti og notkun umhverfisvænni kælimiðla gætu hjálpað til að draga enn frekar úr losun íslensks sjávarútvegs á gróðurhúsalofttegundum. Meira »

Áhrif gjaldþrotsins ekki komin fram

Í gær, 20:18 Mjög erfitt er að spá fyrir um það hvernig sumarvertíðin verður hjá ferðaþjónustufyrirtækjum landsins. Afleiðingarnar af gjaldþroti WOW air komi ef til vill ekki að fullu fram fyrr en í haust. Þá er ekki hægt að segja að greinin hafi náð jafnvægi eftir þá dýfu sem fylgdi brotthvarfi flugfélagsins. Meira »

Alvarlegt vinnuslys í álveri Fjarðaáls

Í gær, 19:47 Alvarlegt vinnuslys varð í álveri Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði um klukkan tvö í dag þegar karlmaður féll fjóra metra á merktri gönguleið í skautsmiðju álversins. Meira »

Hækkanir ógn við hagsmuni neytenda

Í gær, 18:46 Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir furðu á ákvörðun fyrirtækja sem hafa gefið út að þau hyggist hækka vöruverð í kjölfar nýgerðra kjarasamninga. Neytendur muni ekki sætta sig við óábyrgar verðhækkanir. Meira »

Norðmaður og Dani duttu í lukkupottinn

Í gær, 18:14 Eng­inn var með all­ar töl­urn­ar rétt­ar í Vík­ingalottó­inu í kvöld en í pott­in­um voru rúm­ir 406 milljónir króna. Tveir hlutu ann­an vinn­ing og fengu í sinn hlut 30,9 milljónir króna. Vinningsmiðarnir voru keyptir í Danmörku og Noregi. Meira »

„Þetta er risastór dagur“

Í gær, 18:09 Í dag hefst Lenovo-deildin í rafíþróttum, fyrsta deild sinnar tegundar hér á landi. Mikil spenna er á meðal áhugafólks um tölvuleiki en hægt verður að fylgjast með keppni í beinni útsendingu. „Þetta er risastór dagur,“ segir formaður Rafíþróttasambandsins um tilefnið en mbl.is kom við í stúdíóinu. Meira »

Andlát: Jensína Andrésdóttir

Í gær, 17:53 Jensína Andrésdóttir, sem var elst allra Íslendinga, lést á skírdag, 18. apríl síðastliðinn, 109 ára og 159 daga gömul. Í janúar á þessu ári náði hún þeim áfanga að verða elst allra Íslend­inga sem hafa búið hér á landi. Meira »

Dæmdur fyrir alvarlega líkamsárás

Í gær, 17:38 Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í síðustu viku karlmann á fertugsaldri í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa slegið annan mann með glasi í höfuðið á skemmtistað. Meira »

Bergrún hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur

Í gær, 17:35 Bergrún Íris Sævarsdóttir hlaut Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur, sem afhent voru í fyrsta sinn í dag í Reykjavík, bókmenntaborg UNESCO. Verðlaunin eru veitt fyrir frumsamið handrit að barna- eða ungmennabók og voru veitt samhliða Barnabókaverðlauna Reykjavíkur í Höfða í dag. Meira »

Hildur, Guðni og Rán verðlaunuð

Í gær, 17:25 Hildur Knútsdóttir, Guðni Kolbeinsson og Rán Flygering hlutu Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar sem afhent voru af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. Meira »

„Fólk kemur til að hlusta“

Í gær, 16:17 „Það er mjög skemmtilegt að spila í svona nánu umhverfi, fólk er nálægt og það myndast persónuleg stemning. Fólk kemur líka til að hlusta en ekki til að drekka bjór eða tala í símann,“ segir tónlistarkonan Ragna Kjartansdóttir, betur þekkt undir listmannsnafninu Cell7, sem kemur fram á tónlistarhátíðinni Heima í Hafnarfirði í kvöld. Meira »

Reiknar ekki með frekari breytingum

Í gær, 16:16 Ekki er von á frekari breytingum hjá Airport Associates, sem veit­ir flugaf­greiðsluþjón­ustu á Kefla­vík­ur­flug­velli og m.a. þjón­ustaði WOW air. Meira »

Unnið að nýrri Plánetu-þáttaröð

Í gær, 16:10 Dvöl Sir David Attenborough hér á landi tengist upptökum á nýrri þáttaröð sem mun bera heitið One Planet, Seven Worlds, samkvæmt svari almannatengsladeildar breska ríkisútvarpsins við fyrirspurn mbl.is. Þættirnir verða teknir til sýninga á BBC One og verða sjö talsins. Meira »

Tók myndir af konu í sturtu

Í gær, 15:58 29 ára gamall karlmaður var í gær dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Vestfjarða, fyrir að taka tvær ljósmyndir af konu sem var í sturtu og særa með því blygðunarsemi hennar. Meira »
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Málningar- og viðhaldsvinna
Getum bætt við okkur inni- og útiverkefnum. Vönduð vinnubrögð og góð umgengni. T...
BÍLAKERRUR - STURTUVAGNR - FLATVAGNAR
Vorum að fá sendingu frá ANSSEMS, sjá möppu 83 á Facebook > Mex byggingavörur. E...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...