Myndbandið rakinn atvinnurógur

Plastpoki eða fjölnota innkaupapoki? Sorpa hefur gefið á milli 30-40.000 ...
Plastpoki eða fjölnota innkaupapoki? Sorpa hefur gefið á milli 30-40.000 eintök af fjölnota innkaupapokum og hvetur fólk til að nota ekki meira af plastpokum en þarf. mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

„Þetta myndband er rakinn atvinnurógur og ekkert annað,“ segir Björn Halldórsson framkvæmdastjóri Sorpu um myndband sem Íslenska gámafélagið birti á síðu sinni undir heitinu „Bönn­um plastið!“ Þar eru tal­in upp nokk­ur rök fyr­ir skaðsem­inni sem fylgi einnota plast­umbúðum og Sorpa gagnrýnd fyrir að segja í um­sögn sinni við til­lög­um sam­ráðsvett­vangs um fyr­ir­hugað plast­pokabann að Sorpa sjái „ekki rök­in fyr­ir banni við notk­un einnota halda­poka úr plasti“.

„Það er alveg undarlegt að mönnum skuli detta í hug að upphefja sjálfa sig með því að mála einhverja aðra svörtum litum,“ segir Björn. „Við höfum enga hagmuni af því hvort plastpokinn sé bannaður eða ekki.“  

Ábendingar Sorpu um plastáætlunina, sem ekki snúist bara um plastpokana, sé að lagt er til plastpokabann án þess að gerð sé nein tilraun til útreikninga á því hvort að þetta sé samfélagslega, umhverfislega eða efnahagslega ásættanlegt. Hjá Sorpu vilji menn að slíkar ákvarðanir byggi á málefnalegum forsendum, en „ekki bara því að Evrópusambandið segi það eða af því að einhverjum detti það í hug.“

Umhverfisáhrifin mest við framleiðslu

Hann bendir á að Sorpa hafi árið 2011 byrjað að gefa margnota innkaupapoka. „Ég held að við séum búin að gefa á milli 30-40.000 eintök. Þannig að við hvetjum íbúa og erum búin að gera í mörg ár að vera ekki að nota meira af plastpokum heldur en þarf.“

Framsetningin í myndbandinu sé því alveg rakalaus og dæmi sig sjálf.

Árið 2017 fóru um 27 kíló af óflokkuðu plasti frá ...
Árið 2017 fóru um 27 kíló af óflokkuðu plasti frá hverjum íbúa á höfuðborgarsvæðinu í sorptunnuna. Mynd úr safni. mbl.is/Sorpa

Spurður út í þá fullyrðingu Gámafélagsins að erlendu rannsóknirnar sem Sorpa vísar til í umsögn sinni til samráðsvettvangsins eigi við erlendis en ekki hér á landi, segir Björn allar þrjár rannsóknirnar sem vísað var til segja umhverfisáhrifin vera langmest við framleiðslu. Mun minna máli skipti hver endanotkunin sé. „Hafi menn athugasemdir við rannsóknirnar verða þeir að beina þeim gegn höfundum þeirra. Það þýðir ekki að ráðast á Sorpu,“ segir hann og kveður skýrslurnar unnar af virtum háskóla í Danmörku fyrir dönsk umhverfisyfirvöld.

Ekki nema 1% af fljúgandi rusli

Í myndbandinu er fullyrt að hér endi plastpokarnir annaðhvort í urðun eða úti í náttúrunni. Björn segir rétt að þeir pokar sem geyma almennt rusl endi í urðun. Þeir sem settir séu í endurvinnslufarveginn fari hins vegar í endurvinnslu. „Það er þess vegna sérstakt að halda því fram að þeir endi bara á tveimur stöðum úti í náttúrunni eða á urðunarstað,“ segir hann og bendir á að samkvæmt kanadískri könnun á magni plastpoka af því rusli sem fjúki um í náttúrunni hafi þeir ekki verið nema 1%. Plastpokinn kunni að vera fyrirferðamikill í sjón en mun meira sé þó af margvíslegu minna rusli s.s. sælgætisbréfum, plasti utan af grænmeti og öðru slíku.

Björn er engu að síður sammála því að plastnotkun sé eitthvað sem taka verði á og nefnir umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks í gærkvöldi í því sambandi. Þar hafi plastburðapokarnir til að mynda ekki verið stærsta vandamálið sem hafnfirska fjölskyldan í þættinum var að fást við til að minnka plastnotkun sína.

„Þetta er orðið ansi nærri okkur, en er þá hægt að ná mestum árangri með því að banna plastpoka? Ég er ekki sannfærður,“ segir hann og kveður menn þá verða að sýna fram á það með einhverju móti. „Í plastáætlun ríkisins er fullt af ágætishugmyndum, t.d. að banna einnota drykkjarmál, einnota sogrör og eyrnapinna úr plasti sem skilar alveg örugglega árangri.“ Þá hafi Sorpa einnig gagnrýnt að í áætluninni sé ekkert minnst á samsettar umbúðir sem séu óendurvinnanlegar. „Það er alveg ástæða til að skoða það,“ segir Björn.

mbl.is

Innlent »

Sendi erindi til Persónuverndar

19:51 Lögmaður fjögurra þingmanna Miðflokksins sem hljóðritaðir voru á Klaustri Bar 20. nóvember sendi Persónuvernd erindi í síðustu viku þar sem þess var krafist að rannsakað yrði hver tók þingmennina upp. Meira »

Leggja til að veggjöld verði tekin upp

19:21 Meirihluti samgöngunefndar Alþingis mun leggja til að veggjöld verði tekin upp um allt landið til að fjármagna vegagerð. Þar með taldar eru allar stofnbrautir inn og út úr höfuðborginni. Meira »

Foster endurgerir Kona fer í stríð

19:18 Jodie Foster mun leikstýra, framleiða og leika í bandarískri endurgerð íslensku kvikmyndarinnar Kona fer í stríð.  Meira »

Vonaði að þeir væru í tjaldinu

18:25 Skoskur fjallgöngumaður, sem var með þeim Kristni Rúnarssyni og Þorsteini Guðjónssyni í för þegar þeir hugðust ganga á Pumori í Nepal, en þurfti frá að hverfa vegna veikinda, segist hafa fengið sálarró þegar lík íslensku félaganna fundust í síðasta mánuði. Meira »

Græðgi, spilling, okur og hrun

17:58 Fjármálakerfið er samfélagslega mikilvægt, en það er útbreitt vandamál hversu mikið vantraust ríkir í garð kerfisins, að því er kom fram í kynningu hvítbókar um fjármálakerfið í dag. Einnig kom fram að yfir helmingur veit ekki hvert á að leita til þess að leysa úr ágreiningi eða kvarta vegna banka. Meira »

„Fer mér ekki að vera í felum“

17:55 Bára Hall­dórs­dótt­ir, sem tók upp sam­ræður sex þing­manna á barn­um Klaustri í miðbæ Reykja­vík­ur í síðasta mánuði, segist hafa fundið fyrir miklum létti eftir að hún steig fram sem uppljóstrarinn Marvin. „Það fer mér ekki að vera í felum,“ segir Bára í samtali við mbl.is. Meira »

Spurði ráðherra um hæfi vegna tengsla

17:31 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður og varaformaður Viðreisnar, spurði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hvort hann teldi viðeigandi að meta hæfi sitt við athugun á gildandi lögum og reglugerðum í kjölfar dóma Hæstaréttar sem féllu á fimmtudag í málum sem vörðuðu úthlutanir aflaheimilda í makríl. Meira »

Ný stjórnarskrá mikilvæg meirihlutanum

17:30 Meirihluta landsmanna, eða 52%, þykir mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili. Hlutfall þeirra sem kváðu nýja stjórnarskrá mikilvæga lækkaði um fjögur prósentustig frá könnun MMR sem framkvæmd var í september 2017. Meira »

TR skili búsetuskerðingum

17:05 Velferðarráðuneytið þrýstir á Tryggingastofnun ríkisins að skila búsetuskerðingum og tekur þar með undir álit umboðsmanns Alþingis. Þetta kemur fram í minnisblaði frá velferðarráðuneytinu. Meira »

Líklega milljarða tjón fyrir þjóðina

17:00 „Íslenska þjóðin situr líklega uppi með milljarða tjón og tilfinning þjóðarinnar getur verið að eignarhald á sjávarauðlindinni sé óljósara en áður.“ Þetta sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og þingmaður í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Meira »

Lán lífeyrissjóða opin öllum

16:50 Lagt er til í hvítbók um fjármálakerfið að skoðað verði að gera þá kröfu til lífeyrissjóðanna að bein íbúðalán verði opin öllum sem taldir eru lánshæfir óháð því hvort um sé að ræða sjóðsfélaga eða ekki. Meira »

Vandinn leysist ekki í bráð

16:20 Læknaráð Landspítalans segir að því miður séu engin teikn á lofti um að vandi bráðamóttökunnar leysist í bráð. Hinn svokallaði innlagnarvandi sé ekki nýr af nálinni og stafi að stórum hluta af því að skortur sé á úrræðum fyrir eldri borgara sem geti ekki útskrifast beint til síns heima án aðstoðar. Meira »

Leggja til lækkun skatta og sölu banka

16:04 Lækkun skatta á fjármálafyrirtæki, sala Íslandsbanka til erlendra aðila og stofnun gagnagrunns með upplýsingar um skuldir einstaklinga og lögaðila eru meðal helstu tillagna í hvítbók um framtíðarsýn og stefnu fyrir fjármálakerfið. Hvítbókin var kynnt á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í dag. Meira »

Jöklamyndir RAX í NY Times

15:45 Viðtal við Ragnar Axelsson, RAX, er í New York Times í dag um sýninguna Jökull sem lauk nýverið í Ásmundarsal.   Meira »

Aðeins einn staðfest komu sína

14:41 Til stendur að ummæli um meinta sendiherrastöðu fyrir Gunnar Braga Sveinsson verði rædd á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á miðvikudag. Það veltur þó á því hvort þingmennirnir fjórir staðfesti komu sína á fundinn. Meira »

Foreldrar sæki börn vegna veðurs

14:36 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetja foreldra og forráðamenn yngri barna til að sækja börn i frístunda- og/eða íþróttastarf eftir klukkan 16 í dag sökum veðurs. Meira »

Fundur um ummæli Gunnars verður opinn

13:18 Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur samþykkt beiðni Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um að fundur, eða fundir, nefndarinnar þar sem ræða á ummæli þingmanna Miðflokksins um meinta sendi­herra­stöðu fyr­ir Gunn­ar Braga Sveinsson, verði opnir. Meira »

Spá stormi á höfuðborgarsvæðinu

12:25 Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Þá hefur Veðurstofan hvatt fólk til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón. Meira »

Ellert B. Schram á þing í stað Ágústs

12:01 Ellert B. Schram tekur sæti á Alþingi í dag sem varamaður fyrir Ágúst Ólaf Ágústsson, þingmann Samfylkingarinnar.   Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Til sölu Musso Sport pallbíll árg.2004
Tilboð óskast í bílinn - gangfær en óskoðaður. Upplýsingar: 5531049 Ólafur Heið...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
Til leigu 150-190 m2 nýtt - góð lofthæð
Glænýtt endabil við Lambhagaveg við Bauhaus, með góðri lofthæð, stórri innkeyrsl...