Segir ummælin ófyrirgefanleg

Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. mbl.is/​Hari

„Ég trúði þessu ekki, að menn gætu talað með þessum hætti. Ég vek athygli á því að þetta er algjört ofbeldi.“ Þetta segir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra í viðtali við Kastljós vegna ummæla sem höfð voru um hana á Klaustri bar 20. nóvember.

Lilja segir að þegar frekari upptökur þar sem talað er um hana komu fram á mánudag hafi hún bognað og tekið þetta mjög nærri sér. „Ég svaf ekkert aðfaranótt þriðjudags,“ segir Lilja.

Hún segir að það sé ekki hægt að fyrirgefa þau ummæli sem heyrðust í upptökum sem gerðar voru opinberar á mánudag. „Ég er svo ofboðslega ósátt við þetta,“ segir Lilja en nánar verður rætt við hana í Kastljósi eftir kvöldfréttir á Rúv.

mbl.is