Svívirðilegir fordómar koma ekki á óvart

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. mbl.is/Hari

Kvennahreyfingu ÖBÍ þykir miður að hafa fengið staðfestingu á þeim svívirðilegum fordómum í garð fatlaðs fólks sem ríkja meðal margra alþingismanna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Kvennahreyfingar Öryrkjabandalagsins sem send hefur verið alþingismönnum.

Þar segir að fordómarnir komi ekki á óvart, því það sé löngu ljóst að stjórnvöld líti ekki á öryrkja sem manneskjur. Nægi þar að nefna að örorkulífeyristekjur dugi ekki til framfærslu.

Hvorki löggjafarvaldið né dómsvaldið hafa séð ástæðu til að framfylgja þeim mannréttindasáttmálum sem íslenska ríkið er aðili að þegar kemur að ákvörðunum er varða okkar líf,“ kemur fram í tilkynningunni.

Við mótmælum því að á Alþingi sitji fólk sem haldið er botnlausri kvenfyrirlitningu og taki ákvarðanir sem hafa bein áhrif á líf okkar,“ kemur einnig fram. Alþingismenn hafi gullið tækifæri við afgreiðslu fjárlaga til að sýna í verki að þeir líti ekki á fatlað fólk sem skynlausar skepnur og geti tryggt öryrkjum mannsæmandi lífskjör.

mbl.is

Bloggað um fréttina