„Þeir eru ofbeldismenn“

Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra í Kastljósi í kvöld.
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra í Kastljósi í kvöld. Skjáskot/RÚV

„Mér fannst þetta skelfilegt,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra í Kastljósi vegna um­mæla sem höfð voru um hana á Klaust­ri bar 20. nóv­em­ber. Hún segist hafa upplifað samtal þriggja þingmanna Miðflokksins sem árás.

Ég upplifi þetta sem ofbeldi. Þeir eru ofbeldismenn,“ sagði Lilja en þingmennirnir sem um ræðir eru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson. 

Hún segist ekki hafa hlustað á upptökurnar og treystir sér ekki til þess. Fyrstu viðbrögð þegar hún frétti af þeim voru á þá leið að hún ætlaði ekki að láta þetta á sig fá en í lok síðustu viku sendi hún frá sér yfirlýsingu á Facebook.

Á mánudag þegar frekari upptökur koma fram og það allra grófasta kom fram þá bognaði ég. Ég trúði ekki að menn gætu talað með þessum hætti. Ég vek athygli á því að þetta er algjört ofbeldi,“ sagði Lilja.

Fær mikinn stuðning í þinginu

Hún segist hafa upplifað mikinn stuðning frá samráðherrum í ríkisstjórn og þinginu öllu. „Við ræddum þetta á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag og ég fékk mikinn stuðning. Ég vil líka að það sé alveg skýrt, þetta er óboðlegt, óafsakanlegt og við viljum ekki að íslensku samfélagi sé stýrt af svona fólki.“

Aðspurð sagði Lilja að enginn mannanna hefði hringt í hana. „Bergþór hefur ekki einu sinni reynt að hafa samband við mig. Ég hef auðvitað sagt að þetta sé ósafsakanlegt. Ég hef fengið skilaboð frá Sigmundi og Gunnari Braga. Ekkert af þessu fólki hefur sett sig símleiðis í samband við mig.“

Segir viðbrögðin lýsa virðingarleysi

Hún telur að Sigmundur Davíð hafi reynt að biðjast afsökunar og segir þetta mál erfiðara vegna þess að þau voru vinir og unnu saman að mörgum stórum málum. „Sterkur einstaklingur fer ekki í svona vegferð gegn samborgurum sínum. Hann biður um fyrirgefningu en reynir ekki að dreifa málinu og dreifa ábyrgð. Það á bara að biðjast fyrirgefningar og meina það,“ sagði Lilja.

Ef hann er að kvitta svona fyrir þetta samstarf þá eru það auðvitað vonbrigði. Ég viðurkenni líka að ég bognaði en ég ætla ekki að láta þetta brjóta mig. Ég ætla að halda áfram að sinna mínum störfum og skyldum og þetta fær mig enn frekar til þess að vera mjög ákveðin í því sem ég er að gera.“

Sigmundur Davíð og Anna Kolbrún Árnadóttir ætla að sitja áfram á þingi en Gunnar Bragi og Bergþór hafa tekið sér ótímabundið leyfi frá þingstörfum. Lilju þykir viðbrögð þeirra lýsa virðingarleysi.

„Það er eins þeir átti sig ekki á alvarleika málsins. Sterkur einstaklingur hefði iðrast, borið ábyrgð á því sem hann hefði sagt. Gengið fram af meiri myndugleika. Þetta halda áfram að vera vonbrigði og mér finnst það eiga að vera skýrt að þeir geta ekki haft dagskrárvaldið með því að koma fram og dreifa ábyrgðinni.“

Brá þegar hún sá andlit Bergþórs á Facebook

Lilja sagðist ekki kannast við þessa orðræða í tengslum við sín störf og ef þetta væri venjan væri Alþingi ekki eftirsóknarverður vinnustaður. „Ísland hefur náð góðum árangri í jafnréttismálum, ofboðslega flottum árangri. Það sem þeir eru búnir að gera er að skaða þennan árangur á alþjóðavísu,“ sagði Lilja en Sigmundur Davíð segist oft hafa orðið vitni að verri ummælum í störfum sínum en sett voru fram á Klaustri.

Hún kveðst hafa áttað sig á því hversu mikið málið tók á hana þegar einhver deildi mynd af Bergþóri á Facebook. „Mér brá, það var óþægilegt að sjá andlitið. Ég hef orðið fyrir stórkostlegri árás og sætti mig ekki við það. Ég vil að það sé alveg á hreinu að þetta er óásættanlegt. Við viljum ekki að íslenskt samfélag sé svona.“

mbl.is

Innlent »

Galdurinn að komast á trúnó

20:05 „Það tók langan tíma að fá Ragga til að samþykkja að koma í viðtal. Hann sagðist vera búinn að vera í svo mörgum viðtölum um ævina og að hann væri hættur að fara í fjölmiðla,“ segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir sem á hugmyndina að sjónvarpsþáttunum Trúnó, en myndavélin hefur fylgt henni frá æsku. Meira »

Situr einn að 40 milljónunum

19:42 Einn spil­ari var með all­ar töl­urn­ar rétt­ar í Lottó í kvöld og fær hann rúma 41 milljón króna, en vinningsmiðinn var keyptur í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði. Meira »

Á sama vegheflinum í nær 26 ár

19:20 Vegagerðin heldur úti víðtæku eftirlitskerfi og þar gegna hefilstjórar á 22 vegheflum mikilvægu hlutverki. Einn þeirra er Gunnlaugur Einarsson, flokkstjóri og vélamaður á Vopnafirði. Hann hefur staðið vaktina og heflað vegi í tæplega þrjá áratugi og man tímana tvenna. Meira »

Gluggi inn í störf lögreglu

18:45 „Við höfum náð á síðustu árum og áratugum að einfalda þau verkefni sem við sinnum, en þó eru þau verkefni sem við sinnum gríðarlega fjölþætt og ég held að það sé áhugavert fyrir fólk að sjá hvað starf lögreglunnar er fjölþætt,“ segir Þórir Ingvarsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Vandamálið skortur á viðurlögum

18:43 Lyfjastofnun hafa borist 15 tilkynningar vegna lækningatækja frá árinu 2011 vegna atvika þar sem grunur leikur á um að tækin uppfylli ekki öryggiskröfur. Ekkert atvik hefur þó leitt til heilsutjóns eða dauða að sögn forstjóra Lyfjastofnunar. Meira »

Snýst allt um þessa hvítu húfu

18:30 Breyta þarf viðhorfi samfélagsins gagnvart annarri menntun en þeirri sem felst í bóknámi, segir Rósa Guðmundsdóttir, framleiðslustjóri G.RUN í Grundarfirði. „Við erum ekki öll gerð til að fara í sama farveginn í lífinu og þannig á það ekki að vera,“ útskýrir hún. Meira »

Kitluðu bragðlaukana í Hörpu

18:01 Fjöldi manns tók sér hlé frá jólastressinu í dag og kom við á matarhátíð Búrsins sem haldin er í Hörpu þessa helgina.  Meira »

Var bundinn niður af áhöfn vélarinnar

15:28 Óskað var eftir aðstoð flugstöðvardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum nú í vikunni er flugvél var að koma inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli með flugfarþega sem hafði látið öllum illum látum um borð í vélinni. Sá áhöfnin sér ekki annað fært en að binda manninn niður í sætið. Meira »

Samfylkingin hefur tekið fyrir fimm mál

14:45 Fimm mál hafa verið tekin fyrir hjá trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar frá því að trúnaðarnefndin var sett á fót í febrúar fyrr á þessu ári. Frá því greinir Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar og borgarfulltrúi, í samtali við mbl.is. Meira »

Reykofn í ljósum logum

14:12 Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út á tólfta tímanum í dag eftir að tilkynning hafði borist um að eldur væri laus í einbýlishúsi í Hveragerði. Slökkviliðsmenn frá Hveragerði og Selfossi fóru á staðinn og þá kom í ljós að um minni háttar atvik var að ræða. Meira »

Valt og endaði á vegriði

14:06 Engan sakaði þegar malarflutningabíll endaði á hliðinni í Gatnabrún, rétt vestan við Vík í Mýrdal, um kl. 12:30 í dag. Nokkrar tafir urðu á umferð á meðan viðbragðsaðilar voru að athafna sig og rétta bílinn af. Meira »

Sýndarveruleikasýning til 30 ára

13:42 Sveitarfélag Skagafjarðar hefur samþykkt samstarfssamning um uppbyggingu sýndarveruleikasýningar við Aðalgötu 21 á Sauðárkróki. Um er að ræða stærstu sögutengdu sýndarveruleikasýningu á Norðurlöndum, að því er kemur fram í fundargerð, en viðfangsefnið verður Sturlungaöld. Meira »

Ljóslaust í rúma fimm tíma á dag

12:57 Götuljósin á höfuðborgarsvæðinu loga í kringum átján klukkustundir á hverjum sólarhring nú í svartasta skammdeginu þegar enginn er snjórinn og þungskýjað. Styst loga þau í Reykjavík því þar sem og í Hafnarfirði er stuðst við annað birtustig við stýringuna. Meira »

Árás fyrir framan lögreglu

11:52 Lögregluþjónar landsins höfðu í ýmsu að snúast í nótt, en lögregluembætti landsins greindu frá störfum sínum í rauntíma í árlegu tístmaraþoni lögreglunnar á Twitter undir myllumerkinu #löggutíst. Mörg útkallanna voru vegna ölvunar og óspekta. Meira »

Búin að safna á fjórða hundrað þúsund

10:53 Vel á fjórða hundrað þúsund krónur hafa safnast í söfnun slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna fyrir Frú Ragnheiði. Sjö slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn hófu síðdegis í gær vikulangan róður í verslun Under Armour í Kringlunni og mun hvert þeirra róa klukkustund í senn á sjö klukkustunda fresti. Meira »

Óska upplýsinga um frávik eða galla

10:37 Lyfjastofnun, Embætti landlæknis og Sjúkratryggingar Íslands hafa sent frá sér bréf til aðila sem bæði selja lækningatæki og veita heilbrigðisþjónustu hér á landi. Í bréfinu er vísað til laga um ríka tilkynningaskyldu framleiðenda, seljenda og/eða notenda lækningatækja vegna frávika eða óvirkni þeirra. Meira »

„Hafið ekki skoðað mig að neðan!“

10:20 „Dagarnir liðu án þess að neitt gerðist. Ég man ekki hvað læknirinn sagði við mig á þessum tíma en fljótlega gerði ég mér grein fyrir stöðunni – að sjónin kæmi ekki aftur. Það var mér auðvitað þungbært og allskonar hugsanir bærðust með mér.“ Meira »

Kröfum Atlantsolíu hafnað

10:15 Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur hafnað kröfum Atlantsolíu um að breyta orðalagi í sátt Samkeppniseftirlitsins vegna samruna N1s hf. og Festar hf. að því er kemur fram í úrskurði nefndarinnar sem birtur er á vef Samkeppniseftirlitsins. Meira »

Unnið að mótun menntastefnu

10:01 Um 1.800 þátttakendur tóku þátt í fundaröð um mótun menntastefnu til ársins 2030. Alls voru haldnir 23 fræðslu- og umræðufundir út um allt land. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra sótti marga fundina og þar fór yfir sýn og áherslur er koma að mótun nýrrar menntastefnu. Meira »
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH, NORWEGIAN & DANISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA I, II, III, IV, V, VI: 2019:SPRING/VORÖNN: ...
BÓKHALD
NP Þjónusta Býð fram liðveislu við bókanir, reikn-ingsfærslur o.fl. Hafið samban...
Rafstöðvar DEK 30 KW 400/230 50 HZ Deutz 50 kw
Rafstöðvar varafl , 30 kw og 50 kw ,útvegum allar stærðir.Verð frá 990þ +vsk Vi...