„Þeir eru ofbeldismenn“

Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra í Kastljósi í kvöld.
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra í Kastljósi í kvöld. Skjáskot/RÚV

„Mér fannst þetta skelfilegt,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra í Kastljósi vegna um­mæla sem höfð voru um hana á Klaust­ri bar 20. nóv­em­ber. Hún segist hafa upplifað samtal þriggja þingmanna Miðflokksins sem árás.

Ég upplifi þetta sem ofbeldi. Þeir eru ofbeldismenn,“ sagði Lilja en þingmennirnir sem um ræðir eru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson. 

Hún segist ekki hafa hlustað á upptökurnar og treystir sér ekki til þess. Fyrstu viðbrögð þegar hún frétti af þeim voru á þá leið að hún ætlaði ekki að láta þetta á sig fá en í lok síðustu viku sendi hún frá sér yfirlýsingu á Facebook.

Á mánudag þegar frekari upptökur koma fram og það allra grófasta kom fram þá bognaði ég. Ég trúði ekki að menn gætu talað með þessum hætti. Ég vek athygli á því að þetta er algjört ofbeldi,“ sagði Lilja.

Fær mikinn stuðning í þinginu

Hún segist hafa upplifað mikinn stuðning frá samráðherrum í ríkisstjórn og þinginu öllu. „Við ræddum þetta á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag og ég fékk mikinn stuðning. Ég vil líka að það sé alveg skýrt, þetta er óboðlegt, óafsakanlegt og við viljum ekki að íslensku samfélagi sé stýrt af svona fólki.“

Aðspurð sagði Lilja að enginn mannanna hefði hringt í hana. „Bergþór hefur ekki einu sinni reynt að hafa samband við mig. Ég hef auðvitað sagt að þetta sé ósafsakanlegt. Ég hef fengið skilaboð frá Sigmundi og Gunnari Braga. Ekkert af þessu fólki hefur sett sig símleiðis í samband við mig.“

Segir viðbrögðin lýsa virðingarleysi

Hún telur að Sigmundur Davíð hafi reynt að biðjast afsökunar og segir þetta mál erfiðara vegna þess að þau voru vinir og unnu saman að mörgum stórum málum. „Sterkur einstaklingur fer ekki í svona vegferð gegn samborgurum sínum. Hann biður um fyrirgefningu en reynir ekki að dreifa málinu og dreifa ábyrgð. Það á bara að biðjast fyrirgefningar og meina það,“ sagði Lilja.

Ef hann er að kvitta svona fyrir þetta samstarf þá eru það auðvitað vonbrigði. Ég viðurkenni líka að ég bognaði en ég ætla ekki að láta þetta brjóta mig. Ég ætla að halda áfram að sinna mínum störfum og skyldum og þetta fær mig enn frekar til þess að vera mjög ákveðin í því sem ég er að gera.“

Sigmundur Davíð og Anna Kolbrún Árnadóttir ætla að sitja áfram á þingi en Gunnar Bragi og Bergþór hafa tekið sér ótímabundið leyfi frá þingstörfum. Lilju þykir viðbrögð þeirra lýsa virðingarleysi.

„Það er eins þeir átti sig ekki á alvarleika málsins. Sterkur einstaklingur hefði iðrast, borið ábyrgð á því sem hann hefði sagt. Gengið fram af meiri myndugleika. Þetta halda áfram að vera vonbrigði og mér finnst það eiga að vera skýrt að þeir geta ekki haft dagskrárvaldið með því að koma fram og dreifa ábyrgðinni.“

Brá þegar hún sá andlit Bergþórs á Facebook

Lilja sagðist ekki kannast við þessa orðræða í tengslum við sín störf og ef þetta væri venjan væri Alþingi ekki eftirsóknarverður vinnustaður. „Ísland hefur náð góðum árangri í jafnréttismálum, ofboðslega flottum árangri. Það sem þeir eru búnir að gera er að skaða þennan árangur á alþjóðavísu,“ sagði Lilja en Sigmundur Davíð segist oft hafa orðið vitni að verri ummælum í störfum sínum en sett voru fram á Klaustri.

Hún kveðst hafa áttað sig á því hversu mikið málið tók á hana þegar einhver deildi mynd af Bergþóri á Facebook. „Mér brá, það var óþægilegt að sjá andlitið. Ég hef orðið fyrir stórkostlegri árás og sætti mig ekki við það. Ég vil að það sé alveg á hreinu að þetta er óásættanlegt. Við viljum ekki að íslenskt samfélag sé svona.“

mbl.is

Innlent »

Fundu gró og sveppahluti í Vörðuskóla

21:55 „Það var farið í skoðun á húsnæðinu í janúar/febrúar til þess að kanna raka og mögulega myglu, þetta er gamalt hús. Fyrstu niðurstöður gáfu fullt tilefni til þess skoða húsnæðið nánar og ákveðin rými betur,“ segir Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans, í samtali við mbl.is. Meira »

Kom Blikum fyrir

21:30 Blikinn Guðmundur Þórðarson, sem setið hefur sem varamaður eða aðalmaður í knattspyrnudómstóli KSÍ í 45 ár, tengist íslenskri knattspyrnu á margan hátt og hefur víða látið að sér kveða í íþróttinni. Meira »

Ekkert til að kippa sér upp við 2019

21:09 „Það er svolítið sérstakt að fólk sé að kippa sér upp við þetta árið 2019, sérstaklega þar sem kvennafótboltinn var orðinn sterkur langt á undan karlafótboltanum,“ segir Guðrún Bergsteinsdóttir lögmaður, eini kvenkyns umboðsmaðurinn sem skráður er hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Meira »

Smíða nýja göngubrú eftir hrun

20:00 Vegagerðin stefnir á að ljúka við smíði nýrrar göngubrúar yfir Jökulsá í Lóni við Kollumúla í júní. Gert er ráð fyrir því að verkið kosti nokkuð yfir tuttugu milljónir króna. Meira »

Konum í iðngreinum þarf að fjölga

19:45 „Við þurfum fleira fólk í iðngreinarnar, þar sem duglegu og hæfileikaríku fólki bjóðast mörg frábær tækifæri til náms og starfa. Vissulega er iðnnemum að fjölga en slíkt mun ekki gerast að neinu marki fyrr en konur koma þarna inn til jafns við karlana,“ segir Þóra Björk Samúelsdóttir, formaður Félags fagkvenna. Meira »

Grásleppuvertíðin hafin

19:30 Hugur er í smábátasjómönnum við upphaf grásleppuvertíðar, sem byrjaði klukkan sjö í morgun. Það verð sem gefið hefur verið út er hærra en það sem sást á sama tíma í fyrra að sögn Arnar Pálssonar, framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda. Meira »

Sýrlenskri flóttakonu vísað úr landi

19:20 Leikskólinn Vinagarður varð í síðustu viku einum starfsmanni fátækari. Sá var sýrlensk kona á flótta sem hefur nú verið vísað frá Íslandi og til Grikklands. Á flóttanum og í Grikklandi hafði hún lent í miklum hremmingum og verið hótað lífláti. Meira »

Von á orkupakkanum innan 10 daga

18:50 „Það er auðvitað markmiðið að fara með þau mál og þeim tengd fyrir þann frest,“ svarar Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, þegar mbl.is spyr hvort ríkisstjórnin hyggist leggja fram frumvarp um þriðja orkupakka Evrópusambandsins áður en frestur til slíks rennur út 30. mars. Meira »

„Fimm verkefni upp á milljarð“

18:30 „Eigum við eitthvað að ræða skýrslu innri endurskoðanda sem var birt í borgarráði síðastliðinn fimmtudag þar sem fjögur verkefni voru framúr sem nemur heilum bragga. Fimm verkefni upp á milljarð,“ sagði Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, í borgarstjórn í gærkvöldi. Meira »

Vekja athygli á nýrri gerð netglæpa

18:08 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vekur á Facebook-síðu sinni athygli á því að henni hafi undanfarið borist tilkynningar um nýja gerð netglæpa. Að þessu sinni er í póstinum látið líta út fyrir að viðtakandi póstsins tengist rannsókn CIA á barnaklámi „og er pósturinn að því leiti frekar ógeðfelldur,“ segir í færslunni. Meira »

Sund eða svefn?

17:50 Ungt íslenskt sundfólk, á aldrinum 10 til 24 ára, sefur að meðaltali í sex og hálfa klukkustund á sólarhring, nokkuð minna en minna en jafnaldrar þeirra. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn á svefnvenjum ungra íslenskra sundmanna. Meira »

Segja málflutning Ásmundar villandi

17:30 Málflutningur Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag var bæði rangur og villandi, segir í yfirlýsingu Öryrkjabandalags Íslands sem segir sorglegt að hlýða á fullyrðingar um að ÖBÍ leggist gegn afnámi krónu-á-móti krónu skerðingarinnar. Meira »

Hvatti þingmenn til að líta í eigin barm

16:58 „Ég hef velt því fyrir mér þar sem ég hef fylgst með umræðunni hvort sumum þeirra sem hafa haft hvað hæst um þann meinta sóðaskap og fleira í þá veru og talað um virðingu í því samhengi sé meira annt um virðingu líflausrar styttu en lifandi fólks.“ Meira »

Stjórnvöld leysi úr réttaróvissu

16:56 Stjórn Lögmannafélags Íslands vill að stjórnvöld leysi úr þeirri réttaróvissu sem er uppi vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu varðandi skipan dómara í Landsrétt. Meira »

Skaðabótaábyrgð ráðherra ekki útilokuð

16:35 Ekki er lögfræðilega útilokað að Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, beri einhverja fjárhagslega skaðabótaábyrgð á skipunum sínum í embætti dómara við Landsrétt. Meira »

Siðferðisgáttin og sálfræðistofa í samstarf

16:34 Hagvangur mun hér eftir vísa þeim málum sem koma í gegnum Siðferðisgáttina til sálfræðistofunnar Lífs og sálar ehf., séu málin þess eðlis að það þurfi að fara fram formleg athugun á einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundnu ofbeldi eða annarskonar ofbeldi, óski viðkomandi fyrirtæki með Siðferðisgátt starfrækta eftir tilvísun. Meira »

Ætla sér að slá í gegn

16:30 Dömurnar í The Post Performance Blues Band ætla að gefa sér eitt ár til að slá í gegn. Ekki aðeins á Íslandi heldur á heimsvísu. Fyrst er meiningin að koma sér á kortið í London. „Ef fyrirætlunin gengur ekki eftir leggjum við árar í bát og hættum,“ segir Álfrún Helga Örnólfsdóttir. Meira »

Gætu verið byrjuð að afnema skerðinguna

16:28 „Ég vek athygli á því að á sama tíma og Öryrkjabandalagið ætlar að fara í mál við ríkið vegna þessara ömurlegu skerðinga þá hafnaði Öryrkjabandalagið og þingmaðurinn þessari tillögu,“ sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag í umræðum um störf þingsins. Meira »

Segja verkföll bara ná til félagsmanna

16:19 Verkfall Eflingar nær einungis til félagsmanna verkalýðsfélagsins. Þetta segja Samtök atvinnulífsins á vef sínum og ítreka að boðuð verkföll nái einungis til þeirra starfsmanna sem eiga aðild að þeim stéttarfélögum sem hafa boðað verkföll. Meira »
4949 skart hálfesti og armband
Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu hægt að skoða inná...
Skrifstofuhúsnæði til leigu.
Óskað er eftir leigjendum fyrir skrifstofuhúsnæði að Hverfisgötu 76, 101 Reykja...
Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
Nudd Nudd Nudd
Whole body massage Downtown Reykjavik S. 6947881...