„Þeir eru ofbeldismenn“

Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra í Kastljósi í kvöld.
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra í Kastljósi í kvöld. Skjáskot/RÚV

„Mér fannst þetta skelfilegt,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra í Kastljósi vegna um­mæla sem höfð voru um hana á Klaust­ri bar 20. nóv­em­ber. Hún segist hafa upplifað samtal þriggja þingmanna Miðflokksins sem árás.

Ég upplifi þetta sem ofbeldi. Þeir eru ofbeldismenn,“ sagði Lilja en þingmennirnir sem um ræðir eru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson. 

Hún segist ekki hafa hlustað á upptökurnar og treystir sér ekki til þess. Fyrstu viðbrögð þegar hún frétti af þeim voru á þá leið að hún ætlaði ekki að láta þetta á sig fá en í lok síðustu viku sendi hún frá sér yfirlýsingu á Facebook.

Á mánudag þegar frekari upptökur koma fram og það allra grófasta kom fram þá bognaði ég. Ég trúði ekki að menn gætu talað með þessum hætti. Ég vek athygli á því að þetta er algjört ofbeldi,“ sagði Lilja.

Fær mikinn stuðning í þinginu

Hún segist hafa upplifað mikinn stuðning frá samráðherrum í ríkisstjórn og þinginu öllu. „Við ræddum þetta á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag og ég fékk mikinn stuðning. Ég vil líka að það sé alveg skýrt, þetta er óboðlegt, óafsakanlegt og við viljum ekki að íslensku samfélagi sé stýrt af svona fólki.“

Aðspurð sagði Lilja að enginn mannanna hefði hringt í hana. „Bergþór hefur ekki einu sinni reynt að hafa samband við mig. Ég hef auðvitað sagt að þetta sé ósafsakanlegt. Ég hef fengið skilaboð frá Sigmundi og Gunnari Braga. Ekkert af þessu fólki hefur sett sig símleiðis í samband við mig.“

Segir viðbrögðin lýsa virðingarleysi

Hún telur að Sigmundur Davíð hafi reynt að biðjast afsökunar og segir þetta mál erfiðara vegna þess að þau voru vinir og unnu saman að mörgum stórum málum. „Sterkur einstaklingur fer ekki í svona vegferð gegn samborgurum sínum. Hann biður um fyrirgefningu en reynir ekki að dreifa málinu og dreifa ábyrgð. Það á bara að biðjast fyrirgefningar og meina það,“ sagði Lilja.

Ef hann er að kvitta svona fyrir þetta samstarf þá eru það auðvitað vonbrigði. Ég viðurkenni líka að ég bognaði en ég ætla ekki að láta þetta brjóta mig. Ég ætla að halda áfram að sinna mínum störfum og skyldum og þetta fær mig enn frekar til þess að vera mjög ákveðin í því sem ég er að gera.“

Sigmundur Davíð og Anna Kolbrún Árnadóttir ætla að sitja áfram á þingi en Gunnar Bragi og Bergþór hafa tekið sér ótímabundið leyfi frá þingstörfum. Lilju þykir viðbrögð þeirra lýsa virðingarleysi.

„Það er eins þeir átti sig ekki á alvarleika málsins. Sterkur einstaklingur hefði iðrast, borið ábyrgð á því sem hann hefði sagt. Gengið fram af meiri myndugleika. Þetta halda áfram að vera vonbrigði og mér finnst það eiga að vera skýrt að þeir geta ekki haft dagskrárvaldið með því að koma fram og dreifa ábyrgðinni.“

Brá þegar hún sá andlit Bergþórs á Facebook

Lilja sagðist ekki kannast við þessa orðræða í tengslum við sín störf og ef þetta væri venjan væri Alþingi ekki eftirsóknarverður vinnustaður. „Ísland hefur náð góðum árangri í jafnréttismálum, ofboðslega flottum árangri. Það sem þeir eru búnir að gera er að skaða þennan árangur á alþjóðavísu,“ sagði Lilja en Sigmundur Davíð segist oft hafa orðið vitni að verri ummælum í störfum sínum en sett voru fram á Klaustri.

Hún kveðst hafa áttað sig á því hversu mikið málið tók á hana þegar einhver deildi mynd af Bergþóri á Facebook. „Mér brá, það var óþægilegt að sjá andlitið. Ég hef orðið fyrir stórkostlegri árás og sætti mig ekki við það. Ég vil að það sé alveg á hreinu að þetta er óásættanlegt. Við viljum ekki að íslenskt samfélag sé svona.“

mbl.is

Innlent »

Bækurnar sem bóksalar völdu

09:20 Ungfrú Ísland var í fyrsta sæti yfir íslensk skáldverk hjá starfsfólki bókaverslana. Allt sundrast eftir Chinua Achebe hafnaði í fyrsta sæti yfir þýdd skáldverk. Meira »

Sífellt fleiri sækja í léttari jólamat

08:18 Íslendingar eru fastheldnir á hefðir þegar kemur að jólamatnum. Í ár verður hamborgarhryggur og hangikjöt víða á borðum en þó virðast æ fleiri tilbúnir að prófa eitthvað nýtt. Meira »

Vilja heimakennslu vegna slæms ástands vegarins

07:57 Sigurður Þór Ágústsson, skólastjóri Grunnskóla Húnaþings vestra, lagði fram erindi, að beiðni foreldra, á fundi byggðaráðs Húnaþings um greiðslu vegna heimakennslu barna. Meira »

Reykhólaleið talin vænlegust

07:37 Niðurstöður valkostagreiningar verkfræðistofu á Vestfjarðavegi um Reykhólahrepp benda til þess að Reykhólaleið R sé vænlegasti leiðarvalskosturinn. Það er leiðin sem norska verkfræðistofan Multiconsult lagði til í júní. Meira »

Lægðirnar koma í röðum

06:57 Útlit er fyrir allhvassa eða hvassa suðaustanátt með rigningu og í kvöld og nótt fer miðja lægðar yfir landið. Á morgun nálgast síðan næsta lægð úr suðri. Um helgina geta landsmenn huggað sig við það að veðrið verður heilt yfir rólegra en það hefur verið í vikunni. Meira »

Loðdýrabúum fækkar hratt

06:47 Fimm minkabændur hafa hætt rekstri frá því í nóvember og eru einungis 13 loðdýrabú eftir á landinu en voru flest 240 talsins á níunda áratugnum, að því er fram kemur í frétt Bændablaðsins í dag. Meira »

Ráðist á hótelstarfsfólk

05:51 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo menn um miðnætti á hóteli í hverfi 105 en báðir höfðu ógnað fólki með hnífum. Um tvö aðskilin atvik er að ræða. Á öðru hóteli beit kona í annarlegu ástandi starfsmann þannig að úr blæddi. Meira »

Ólíklegt að náist fyrir áramót

05:30 Litlar sem engar líkur eru taldar á að takast muni að ljúka gerð kjarasamninga á almenna vinnumarkaðinum fyrir áramót, þegar gildandi samningar renna út. Mikil vinna og fundarhöld eru þó í gangi milli viðsemjenda og í vinnuhópum og undirnefndum um fjölmörg mál. Meira »

Stöðug barátta foreldra Lovísu Lindar

05:30 Lovísa Lind Kristinsdóttir, sem verður þriggja ára í febrúar, er með afar sjaldgæfan litningagalla í geni sem kallast SCN2A. Auk þess er hún með sex aðrar greiningar og er hreyfi- og þroskahömluð. Meira »

Laun hjúkrunarfræðinga of lág

05:30 Bráðalegudeild Landspítalans var á dagskrá velferðarnefndar Alþingis í gær.  Meira »

Fá endurhæfingarúrræði fyrir konur í fíknimeðferð

05:30 „Í þeim meðferðarúrræðum sem SÁÁ býður upp á hallar mjög á konur. Stærsti vandinn felst í því að það vantar endurhæfingarúrræði fyrir þær,“ segir Víðir Sigrúnarson geðæknir sem starfar sem sérfræðilæknir í fíknisjúkdómum á sjúkrahúsinu Vogi. Meira »

Almenningssamgöngur tryggðar næsta árið

05:30 Vegagerðin hefur lokið samningum við öll landshlutasamtök sveitarfélaga um almenningssamgöngur á næsta ári, nema Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS). Þar mun Vegagerðin taka yfir rekstur almenningssamgangna og semja við alla verktaka og Strætó bs. Meira »

Biðja fyrir frekari snjókomu og frosti

05:30 „Um leið og það kemur smá klaki niðri í bæ þá heldur fólk að það sé snjólaust í fjallinu. Svo er ekki og við verðum með opið í dag,“ segir Guðmundur Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli á Akureyri. Meira »

Engar reglur um jólaberserki

05:30 „Fyrr má nú skreyta en ofskreyta. Það má eiginlega segja að menn gangi hreinlega af göflunum þegar verst lætur,“ segir Sigurður H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins, sem telur að bráðsmitandi jólaskreytingaæði breiðist út og magnist með hverju árinu. Meira »

Gul viðvörun fyrir Norðurland eystra

Í gær, 22:17 Gul viðvörun er í gildi vegna veðurs á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi annað kvöld að sögn Veðurstofu Íslands. Meira »

Slasaðist er 500 kg stálbiti féll á hann

Í gær, 21:48 Maður var fluttur alvarlega slasaður með þyrlu Landhelgisgæslunnar á bráðamóttöku Landspítalans eftir að 500 kg stálbiti féll á hann í vinnuslysi í uppsveitum Árnessýslu. Meira »

Vegagerðin kýs leið Þ-H

Í gær, 21:37 Leið Þ-H á Vestfjarðaleið er sá kostur sem helst kemur til greina við uppbyggingu stofnvegakerfis um sunnanverða Vestfirði, að mati Vegagerðarinnar. Leiðin kemur best út við samanburð á öryggi, greiðfærni og styttingu leiða og er hagkvæmari. Valkostagreining Viaplans frá 12. desember breytir ekki þeirri niðurstöðu. Meira »

Fasteignaskattar lækka í Hafnarfirði

Í gær, 21:20 Álagningarstuðull fasteignaskatta lækkar og komið er til móts við barnafjölskyldur í fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2019, sem samþykkt var á bæjarstjórnarfundi í dag. Meira »

Sannar gjafir fara víða um heim

Í gær, 20:47 „Allar gjafirnar eiga það sameiginlegt að bæta líf barna sem þurfa á hjálp okkar að halda. Það er því yndislegt að sjá hvað almenningur og fyrirtæki hér á Íslandi láta sig heilsu og réttindi barna varða og hversu margir kjósa að gefa Sannar gjafir um jólin,“ segir Ingibjörg Magnúsdóttir hjá UNICEF á Íslandi. Meira »
Ný jólaskeið frá ERNU fyrir 2018 komin.
Kíkið á nýju skeiðina á -erna.is-. Hún er hönnuð af Raghildi Sif Reynisdóttur og...
Perlur sem ekki þarf að strauja !!
Nýtt á Íslandi, perlur sem ekki þarf að strauja, einungis sprauta vatni á og þær...
Vöruúrval fyrir fagurkera
Vöruúrval fyrir fagurkera Húsgögn - Gjafavörur, B&G postulín matar- og kaffistel...
Rafstöðvar DEK 30 KW 400/230 50 HZ Deutz 50 kw
Rafstöðvar varafl , 30 kw og 50 kw ,útvegum allar stærðir.Verð frá 990þ +vsk Vi...