Þúsundir snjókorna prýða Ráðhúsið

Ráðhúsi Reykjavíkur hefur verið breytt að hluta í jólaskóg.
Ráðhúsi Reykjavíkur hefur verið breytt að hluta í jólaskóg. mbl.isKristinn Magnússon

Það var mikið um dýrðir í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í dag þegar jólaskógurinn var opnaður. Leikskólabörn voru viðstödd opnunina og mættu Grýla og Leppalúði á svæðið og sögðu börnunum sögur af jólasveinunum sem koma brátt til byggða.

Þetta er í sjöunda sinn sem Tjarnarsalnum er breytt í jólaskóg og að þessu sinni er hönnun og framkvæmd verkefnisins í höndum Fléttu hönnunarstofu  // Haugfjár.

Í tilkynningu frá borginni segir að rúmlega 3.500 nemendur 28 grunnskóla í Reykjavík lögðust á eitt við að búa til snjókorn sem prýða skóginn í Ráðhúsinu yfir hátíðirnar. Snjókornin eru búin til úr blaðsíðum úr bókum frá Forlaginu, sem senda þurfti til endurvinnslu vegna galla, og eru þau eins fjölbreytt og nemendurnir eru margir.

Jólaskógurinn verður opinn öllum yfir hátíðirnar.

Leppalúði lét sig ekki vanta þegar jólaskógurinn var opnaður.
Leppalúði lét sig ekki vanta þegar jólaskógurinn var opnaður. mbl.is/Kristinn Magnússon
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi Viðreisnar, tók þátt í opnun jólaskógarins.
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi Viðreisnar, tók þátt í opnun jólaskógarins. mbl.is/Kristinn Magnússon
Leikskólabörn hlustuðu á sögur af jólasveinunum og sungu jólalög við …
Leikskólabörn hlustuðu á sögur af jólasveinunum og sungu jólalög við opnunina. mbl.is/Kristinn Magnússon
Upp á stól, stendur mín kanna?
Upp á stól, stendur mín kanna? mbl.is/Kristinn Magnússon
Rúmlega 3.500 nemendur 28 grunnskóla í Reykjavík lögðust á eitt …
Rúmlega 3.500 nemendur 28 grunnskóla í Reykjavík lögðust á eitt við að búa til snjókorn sem prýða skóginn í Ráðhúsinu yfir hátíðirnar. Kristinn Magnússon
Grýla og Leppalúði brugðu á leik í Ráðhúsinu.
Grýla og Leppalúði brugðu á leik í Ráðhúsinu. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert