Verðlaunuð af Bresku dansakademíunni

Krakkarnir voru afar ánægðir með heiðursskildina frá Bresku dansakademíunni.
Krakkarnir voru afar ánægðir með heiðursskildina frá Bresku dansakademíunni. mbl.is/​Hari

Íslenskur afrekshópur í dansi, sem æfir undir stjórn breska danshöfundarins Chantelle Carey, náði framúrskarandi árangri í viðurkenndu stöðluðu prófi Bresku dansakademíunnar.

„Nemendurnir náðu frábærum árangri; meira en helmingurinn fékk 90% eða hærra, það sem myndi kallast A-plús, en við köllum það heiðursstjörnu. Svo fékk hinn helmingurinn 75% eða hærra, sem er heiðursviðurkenning hjá okkur,“ segir Carey í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Um er að ræða próf þar sem nemendur þurfa að framkvæma einhvers konar sýningaratriði einir á sviði í tvær mínútur, dans, söng eða leik. Prófdómari frá Bresku dansakademíunni kom hingað til lands til að dæma nemendur en samtökin eru ein af fjórum viðurkenndum í Bretlandi sem mega halda slíkt próf. Um er að ræða viðurkenndan árangur á stöðluðu bresku prófi sem getur nýst nemendum vel í umsókn um dans- eða leiklistarnám erlendis.

Sjá viðtal við Carey í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert