Vilja nota Klaustursmálið til að bæta sig

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Anna Kolbrún Arnadóttir, þingmaður ...
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Anna Kolbrún Arnadóttir, þingmaður flokksins, segjast ætla að nota Klaustursmálið til að bæta sig.

„Ég trúi því að menn geti notað mistök til að bæta sig,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun og greip því næst til fótboltasamlíkingar. „Sá sem hefur skorað sjálfsmark hefur mestan hvata til að bæta sig og það er sterkur hvati sem við höfum núna til að bæta okkur,“ sagði hann og kvað þingmenn Miðflokksins hafa einsett sér að láta Klaustursmálið verða til þess að þeir verði til fyrirmyndar í því hvernig þeir tali við fólk. „Vonandi kemur af því eitthvað gott.“

Með Sigmundi Davíð í Bítinu var Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, en bæði voru þau í hópi sex­menn­ing­anna úr hópi þing­manna Miðflokks og Flokks fólks­ins sem fóru óviðeig­andi orðum um sam­starfs­fólk sitt og aðra á barn­um Klaustri þriðju­dags­kvöldið 20. nóv­em­ber síðastliðinn.

Bæði hafa þau greint frá því að þau ætli ekki að segja af sér vegna málsins. Sigmundur Davíð tilkynnti það fyrir nokkru og Anna Kolbrún gerði það sama í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu í dag.

Hún útskýrði þá ákvörðun sína nánar á Bylgjunni. „Það hefði verið auðveldast fyrir sjálfa mig að fara,“ sagði hún og kvaðst telja það réttar að sitja áfram. „Ef ég fer þá er ég að undirstrika að konur fara, en ef ég sit áfram þá þýðir það það í mínum huga að ég sé að takast á við þetta.“  

Anna Kolbrún segist ekki vera að afsaka sig eða draga úr ábyrgð sinni. „Ég er jafnsek, þó ég hafi ekki sett ljótustu orðin fram,“ segir hún og kveðst ímynda sér að þetta sé eins og einelti sem hún hafi verið meðgerandi að.

Hún dragi heldur enga dul á að það verði erfitt að sitja áfram á þingi og sömuleiðis verði mjög erfitt að sitja áfram í velferðarnefnd líkt og hún hafi ákveðið að gera.

Sigmundur Davíð segist nota málið til að líta í eigin barm. „Fyrir mig er þetta eiginlega stærra mál en bara að líta á að maður hafi gert ein mistök,“ sagði hann og kvaðst allt of oft hafa setið við svipaðar aðstæður og fylgst með svipuðum umræðum og haldið þeim gangandi. Hann hafi m.a. rifjað upp með konu sinni samkvæmi hjá sínum gamla flokki Framsóknarflokknum á Hótel Sögu þar sem kona hans hafi endaði á að fara fram í anddyri og sitja þar ein þar sem henni ofbauð svo orðbragðið.

„Við lögum því vonandi ekki bara kúltúrinn hjá okkur, heldur getum orðið öðrum fyrirmynd.“

Spurður hvernig verði að vinna áfram með fólki á Alþingi sem þeir hafi talað svona um, segist hann telja að það muni ganga. „Af því að ég hef langa reynslu af að vinna með fólki sem hefur sagt ljóta hluti um mig.“ Sér hafi verið líkt við einræðisherra og um hann sagðir svartir brandarar og neðanbeltisorðræða látin fylgja bæði á opinberum vettvangi og í rætnum einkasamtölum. „Það er eðli þessa vinnustaðar að þar verður fólk að vinna saman sem er ekki alltaf sammála.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Frumvarp um barnalífeyri samþykkt

22:39 Frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um breytingar á lögum um almannatryggingar og snýr að barnalífeyri var samþykkt á Alþingi í dag með 55 samhljóða atkvæðum. Meira »

Hljóðupptakan feli í sér refsivert brot

22:32 Hljóðupptakan sem varð gerð á barnum Klaustri 20. nóvember var „njósnaaðgerð“ sem fól í sér refsivert brot. Þetta kemur fram í beiðni Reimars Péturssonar fyrir hönd fjögurra þingmanna Miðflokksins þar sem farið er fram á vitnaleiðslur og öflun sýnilegra sönnunargagna vegna upptökunnar. Meira »

Býðst til að safna fyrir Báru

22:31 Jón Gnarr, grínisti og fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, segist vera tilbúinn til að efna til söfnunar fyrir Báru Halldórsdóttur ef „svo ólíklega vildi til“ að hún yrði dæmt til að „borga eitthvað. Meira »

Vann 30 milljónir í Happdrætti HÍ

22:16 Einn heppinn miðaeigandi fékk þrefaldan vinning í milljónveltu Happdrættis Háskóla Íslands og fær 30 milljónir króna í sinn hlut, en dregið var í kvöld. Meira »

Enn er beðið eftir hvalveiðaskýrslu

21:26 Ný skýrsla um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða, sem sjávarútvegsráðherra óskaði eftir og átti að liggja fyrir í október, hefur ekki skilað sér. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Þórir Hrafnsson, í samtali við mbl.is. Meira »

Ísland aðili að samþykkt SÞ um farendur

20:51 Ísland var eitt þeirra um 160 ríkja sem tóku þátt í afgreiðslu samþykktar Sameinuðu þjóðanna um örugga, skipulagða og reglubundna fólksflutninga (e. Global Compact for Safe, Orderly and Regular Migration) á sérstakri ríkjaráðstefnu í Marakes í Marokkó. Meira »

Twitter í ljósum logum eftir eldingar

19:27 Þrumur og eldingar eru tiltölulega sjaldgæfar á Íslandi, hvað þá í desember, en Twitter-notendur láta ekki sitt eftir liggja í að tjá sig um veðrið nú gengur yfir Suðvesturland. Flestir sjá á þessu spaugilegar hliðar á meðan öðrum er minna skemmt. Meira »

Svefnlyf sem mótvægi við metýlfenídati

19:20 Íslendingar nota fimmfalt meira af amfetamínskylda efninu metylfenídati en Danir og Norðmenn. Gríðarleg aukning hefur verið í notkun svona efna. Meira »

Frumvarp um tjáningarfrelsi lagt fram

18:56 Ríkisstjórnin hefur samþykkt að leggja fyrir Alþingi frumvarp forsætisráðherra um breytingu á stjórnsýslulögum, nr. 37/1993, um tjáningarfrelsi og þagnarskyldu opinberra starfsmanna. Meira »

Þrumur og eldingar á Suðvesturlandi

18:40 Vart hefur orðið við þrumur og eldingar á suðvesturhorni landsins nú síðdegis og samkvæmt veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands mælast eldingarnar nokkuð tíðar. Meira »

Fundi vegna Klaustursmáls frestað

18:37 Opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem átti að halda á morgun vegna ummæla þingmanna Miðflokksins um meinta sendiherrastöðu fyrir Gunnar Braga Sveinsson hefur verið frestað. Meira »

Bruni í bílskúr á Hvammstanga

18:22 Bruni varð í bílskúr við heimahús á Hvammstanga síðdegis í dag. Eldur kviknaði við þurrkara í bílskúrnum og er talið að það hafi gerst út frá rafmagni. Slökkvilið réði niðurlögum eldsins, sem náði ekki að breiða úr sér. Meira »

Bára fer fyrir héraðsdóm á mánudag

18:01 Bára Halldórsdóttir hefur verið boðuð til þinghalds í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna beiðni frá Reimari Péturssyni lögmanni fyrir hönd fjögurra einstaklinga um vitnaleiðslur og öflun sýnilegra sönnunargagna. Meira »

„Fullkomlega óboðleg vinnubrögð“

17:41 Félag íslenskra bifreiðaeigenda leggst gegn öllum hugmyndum þingmanna um auknar álögur á bíla og umferð. Félagið mótmælir „yfirstandandi hraðferð vegtolla í gegnum Alþingi.“ Meira »

Dæmdur fyrir nauðgun á Hressó

17:29 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Hemn Rasul Hamd í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun. Einnig var hann dæmdur til að greiða 1,5 milljónir króna í miskabætur með vöxtum. Meira »

Fáeinir metrar skildu á milli skipa

17:23 Litlu munaði að togari og hvalaskoðunarskip skyllu saman í Reykjavíkurhöfn í nóvember í fyrra. Þegar styst var á milli skipanna tveggja voru ekki nema 3-4 metrar sem skildu á milli. Meira »

Segja afkomutengd veiðigjöld lækkun

17:22 Fulltrúar allra ef ekki flestra flokka hafa talað fyrir því að gjöld endurspegla afkomu og færa álagningu nær tíma, sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. „Hér er verið að gera einmitt þetta að færa álagningu nær í tíma og miða hana af afkomu.“ Meira »

Veggjöld verða að vera sanngjörn

17:00 „Það eru skiptar skoðanir um vegtolla. Maður heyrir það að fólk vill ekki borga meiri skatta, en auðvitað vill fólk að vegakerfið sé í lagi,“ segir Kolbrún Jóna Pétursdóttir, formaður Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Meira »

Toyota innkallar þúsundir bíla

16:51 Toyota á Íslandi þarf að innkalla um 4000 Toyota-bifreiðar. Grunur leikur á um að loftpúðar bílanna séu gallaðir.  Meira »
Gefins - áttu klink sem þú mátt missa?
Kattholt þiggur með þökkum smámynt (hvaðan sem er). Þetta fer til að fjármagna...
Hornborð til sölu ódýrt.
Hornborð 65x65 cm. Hæð 45 cm. Vel með farið kr. 900.- Er í Garðabæ s: 8691204...
Til leigu 150-190 m2 nýtt - góð lofthæð
Glænýtt endabil við Lambhagaveg við Bauhaus, með góðri lofthæð, stórri innkeyrsl...
Múrverk
Múrverk...