Ekkert ákveðið um flugvöllinn

Starfshópur vill efla Reykjavíkurflugvöll sem varaflugvöll.
Starfshópur vill efla Reykjavíkurflugvöll sem varaflugvöll. mbl.is/RAX

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri telur ótímabært að ræða um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Haft var eftir Njáli Trausta Friðbertssyni, formanni starfshóps um framtíð innanlandsflugs, í Morgunblaðinu í gær að nýjar tillögur hópsins fælu í sér að áfram yrði flugvöllur í Vatnsmýri næstu 15-20 ár. Byggja ætti upp Reykjavíkurflugvöll sem varaflugvöll fyrir innanlandsflug.

Dagur segir ótímabært að bregðast við skoðunum Njáls Trausta. „Þannig háttar til að ég á sæti í nefnd um flugvallarmálin sem samgönguráðherra skipaði. Nefndin er undir forystu Eyjólfs Árna Rafnssonar og í henni eiga sæti fulltrúar stóru flugfélaganna tveggja, Isavia og fleiri aðilar. Meðan því starfi er ólokið tel ég ekki rétt að blanda mér í umræður um niðurstöður annarra hópa eða um þessi mál í heild sinni,“ segir Dagur. Niðurstöðu hópsins sé að vænta á fyrri hluta næsta árs.

„Að öðru leyti fagna ég því að varaflugvallarmálin séu komin á dagskrá og flugöryggi í því samhengi. Það er ljóst í mínum huga að það þarf að taka þau mál mjög föstum tökum,“ segir Dagur. Spurður hvort það stefni því ekki í að Reykjavíkurflugvöllur verði byggður upp sem varaflugvöllur segist Dagur telja að „ekkert sé hægt að fullyrða um það á þessu stigi.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert