Eldur í húsi við Vesturgötu

Tilkynnt var um eld í íbúðarhúsi við Vesturgötu í Reykjavík nú á fimmta tímanum. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins voru allar stöðvar sendar á staðinn.

Þegar á staðinn kom reyndist eldurinn í bakhúsi sem er byggt við íbúðarhúsið. Húsið var rýmt sem og nærliggjandi hús til öryggis. Eldurinn hefur verið slökktur og gekk það greiðlega fyrir sig. Slökkviliðsmenn eru þó enn að störfum á staðnum.

Einn var fluttur á sjúkrahús samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu vegna gruns um reykeitrun.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert