Mikil vinna fer í undirbúninginn

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

„Það þarf að leggja meiri vinnu í undirbúning málsins en ég taldi í fyrstu,“ segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, formaður siðanefndar Alþingis, um gagnasöfnun sem hafin er í tengslum við mál sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins sem viðhöfðu gróft og niðrandi orðalag um samþingmenn sína og minnihlutahópa í samfélaginu.

Ummælin féllu 20. nóvember á Klaustur bar í miðborg Reykjavíkur og náðust upptökur af þeim. Er málið kannað sem mögulegt siðabrotamál. Auk hennar skipa þau Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, og Salvör Nordal, doktor í heimspeki og umboðsmaður barna, siðanefnd Alþingis.

Ásta Ragnheiður segir nefndina hafa komið saman til fundar vegna málsins. „Við erum búin að hittast einu sinni til þess að fara yfir næstu skref. En áður en nefndin tekur formlega til starfa þarf að safna öllum nauðsynlegum gögnum og svo eiga þessir þingmenn sem hlut eiga að máli andmælarétt. Og það þarf að fá þær athugasemdir áður en vinna siðanefndar hefst“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert