Misháar greiðslur vegna kostnaðar

Þingfundur á Alþingi.
Þingfundur á Alþingi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Upplýsingar um laun og kostnaðargreiðslur þingmanna allt frá alþingiskosningunum 2007 eru nú aðgengilegar á vef Alþingis (althingi.is). Þar kemur m.a. fram að fastar kostnaðargreiðslur til þingmanna og greiðslur vegna ferða, símakostnaðar o.fl. eru mjög misháar.

Undanskildir á yfirlitinu eru fyrrverandi þingmenn sem létust fyrir 1. desember 2018. Tekið er fram á vefnum að í þeim tilvikum sem þingmenn kjörnir í alþingiskosningum 2007 áttu einnig sæti á fyrra kjörtímabili (2003-2007) taki upplýsingarnar til alls ársins 2007. Alþingi leitaði álits Persónuverndar um birtingu fjárhagsupplýsinganna aftur í tímann. Jafnframt var öllum þingmönnum sem í hlut eiga gefinn kostur á að gera athugasemdir.

Upplýsingarnar birtast á sömu vefsíðu og upplýsingar um laun núverandi þingmanna og kostnaðargreiðslur til þeirra. Vefsíðan er uppfærð um 25. hvers mánaðar og þá birtar nýjar upplýsingar fyrir undangenginn mánuð. Hægt er að velja hvert almanaksár frá 2007 sem menn vilja skoða og hægt er að skoða upplýsingar fyrir hvern mánuð ársins 2018.

Þegar skoðaðar eru upplýsingar fyrir október 2018 fékk Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG, mest greitt undir liðnum „annar kostnaður“ eða 1.263.050 kr. Bjarkey sagði að megnið af þessum kostnaði, 746 þúsund krónur, væri vegna ferða til útlanda. Hún sat á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og fór í vinnuheimsókn til Washington 14.-26. október, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert