Snjóflóðahætta til fjalla

mbl.is/Kristján

Snjóflóðahætta gæti verið til fjalla þar sem snjór hefur safnast í gil og lægðir, samkvæmt upplýsingum frá ofanflóðaeftirliti Veðurstofu Íslands.

Á vef Veðurstofunnar frá því seint í gærkvöldi kemur fram að talsverður snjór hafi komið um allt norðanvert landið í hvassri norðan- og norðaustan átt í síðustu viku.

„Á Austfjörðum var lengst af rigning eða slydda á láglendi, en annars staðar snjóaði niður í byggð, líklega mest á NA-verðu landinu. Snjóflóðahætta gæti verið til fjalla þar sem snjór hefur safnast í gil og lægðir. Það bætir væntanlega í vindflekana í hvassri A-NA átt á fimmtud. og föstud.,“ segir á vef Veðurstofu Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert