Synd að húsið sé tómt

Búið er að auglýsa húsnæðið til sölu.
Búið er að auglýsa húsnæðið til sölu. mbl.is/Sigurður Bogi

„Þetta er tómt hús og það er bara synd,“ segir María B. Óskarsdóttir, sviðsstjóri menningar og samskipta hjá Seltjarnarnesbæ. Bærinn hefur auglýst til sölu fasteignina Safnatröð 5 þar sem Lækningaminjasafnið átti að vera. Langtímaleiga kemur einnig til greina.

Mikill styr hefur staðið um húsið. Smíði þess fór langt fram úr fjárhagsáætlun. Heildarkostnaður þess var talinn vera um 700 milljónir króna í lok árs 2012 en þá hafði húsnæðið ekki enn verið tekið í notkun og einungis verið uppsteypt, þak komið og það glerjað. Upphaflega var gert ráð fyrir því að heildarkostnaðurinn yrði 345 milljónir þegar samið var um byggingu og rekstur safnhússins árið 2007. Framkvæmdir við húsnæðið sérhannaða hófust haustið 2008 en þeim var hætt fljótlega eftir hrun.

Fasteignin er alls 1.363 fermetrar. Húsið er fokhelt og er að mestu fullklárað að utan. Þar er engin starfsemi, að því er segir í fasteignaauglýsingu. 

Pattstaða í langan tíma

María greinir frá því að pattstaða hafi lengi verið uppi vegna hússins. Þess vegna hafi bærinn ákveðið að setja það á sölu til að koma málum á hreyfingu. Hún segir að íbúar og aðrir hafi kallað eftir því að húsið verði tekið til notkunar enda sé staðsetningin „dásamleg“ og „útsýnið engu líkt“.

Lækningaminjasafn Íslands var stofnað samkvæmt stofnskrá sem byggði á samningi Læknafélags Íslands, menntamálaráðuneytis, Seltjarnarnesbæjar og Þjóðminjasafns Íslands um stofnkostnað, byggingu og rekstur húsnæðisins. Að sögn Maríu setti Seltjarnarnesbær um 100 til 150 milljónir króna í húsnæðið á sínum tíma. Viðræður voru uppi við menntamálaráðuneytið um að það aðstoðaði við að ljúka við húsið eftir hrun en til þess þarf um 300 til 400 milljónir króna. Þær skiluðu ekki árangri. Enn á eftir að setja hita, rafmagn og vatn inn í húsið, auk þess sem önnur grunnvinna er óunnin. „Bærinn hefur ekki 300 til 400 milljónir til að gera það sem til þarf en það hefur verið löng bið eftir því að ríkið myndi taka húsið yfir,“ segir hún.

Hótel ólíklegt

Í auglýsingunni kemur fram að innsend tilboð þurfi að innihalda ítarlega greinargerð um starfsemina. Í deiliskipulagi segir að um safnasvæði sé að ræða. Að sögn Maríu er allt vestursvæðið á Seltjarnarnesi, út að og með Gróttu, friðlýst og verndað. Íbúðahúsnæði verður ekki í húsinu og mikilvægt er að starfsemin passi inn í umhverfið. Aðspurð segir hún ólíklegt að hótel verði þar starfrækt en hugmyndir hafa verið uppi um norðurljósasafn, listasafn og ráðstefnu- eða kaffihús. Ein hugmyndin var sú að Listasafn Íslands myndi sýna þar samtímalist.  

Hjúkrunarheimili við hliðina

Húsið stendur á svæði sem er skilgreint sem samfélagsþjónustusvæði. Þar eru Nesstofa, Lyfjafræðisafnið og Urtagarðurinn einnig staðsett. Verið er að ljúka við byggingu hjúkrunarheimilis við hliðina á húsinu. Skammt frá eru hafnar framkvæmdir á Bygggarðasvæði bæjarins þar sem ný íbúðabyggð mun rísa í stað iðnaðarhúsnæðis, að því er kemur fram í fasteignaauglýsingunni.

mbl.is

Innlent »

„Framtíð tungumálsins á ábyrgð okkar allra“

10:21 „Það er á táknrænt hversu margar aðgerðir í þingsályktunartillögunni tengjast menntamálum," segir menntamálaráðherra um þingsályktunartillögu um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi, sem hún hefur lagt fram á Alþingi. Meira »

Lokaskýrsla um sanngirnisbætur kynnt

10:19 Blaðamannafundur verður haldinn í dómsmálaráðuneytinu klukkan 14.30 í dag þar sem kynnt verður lokaskýrsla um sanngirnisbætur. Meira »

Flest með færri en tíu starfsmenn

10:15 Flest fyrirtæki landsins eru með færri en tíu starfsmenn samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofu Íslands fyrir árið 2017 eða 94% þeirra. Meira »

Bjóða þeim sem eru einir á jólum í mat

09:52 „Þetta var hugmynd hjá pabba mínum,“ segir Viktor Joensen í samtali við mbl.is. Hann og pabbinn, Bergleif Joensen, eru meðal þeirra sem skipuleggja jólamat á aðfangadagskvöld á Orange Café Espresso Bar í Ármúla fyrir þá sem eru einmana um jólin. Meira »

Siðfræðistofnun veitir stjórnvöldum ráðgjöf

09:16 Siðfræðistofnun verður stjórnvöldum til ráðgjafar í siðfræðilegum efnum næstu tvö ár. Samstarfssamningur þess efnis var undirritaður í gær af Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, Jón Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands, og Vilhjálmi Árnasyni, stjórnarformanni Siðfræðistofnunar. Meira »

26 fái ríkisborgararétt

08:41 Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis hefur lagt fram frumvarp þar sem lagt er til að 26 verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Í greinargerð frumvarpsins kemur fram að nefndinni bárust alls 220 umsóknir um ríkisborgararétt á haustþinginu. Meira »

Jólaskraut ekki á borð lögreglu

08:18 Ekki virðist jólaskreytingaæði landans, sem Morgunblaðið greindi frá í gær, hafa gengið það langt að nágrannar sem telja sig hafa orðið fyrir ónæði hafi kært til lögreglu. Meira »

Áhafnir uppsjávarskipanna í jólafrí

07:37 Langt er komið með að veiða kolmunnaheimildir ársins og er búið að landa yfir 275 þúsund tonnum í ár. Alls er Íslendingum heimilt að veiða tæplega 315 þúsund tonn að meðtöldum sérstökum úthlutunum og flutningi á milli ára. Meira »

Lægðin tekur völdin

06:49 Djúp lægð nálgast landið og þegar líður á daginn tekur hún yfir stjórnina á veðrinu á landinu og hún verður einnig við stjórnartaumana á morgun. Það er því von á hvassviðri og rigningu síðar í dag. Meira »

Guðrún tjáir sig ekki

05:57 Guðrún Ögmundsdóttir, sem er formaður trúnaðarnefndar Samfylkingar, segist ekki vilja tjá sig um mál Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingar. Meira »

Þorskurinn fullur af loðnu

05:30 Þorskur sem Akurey AK, togari HB Granda, veiddi í Víkurálnum var stór og góður og fullur af loðnu, að sögn Eiríks Jónssonar skipstjóra. Það þótti honum vita á gott, að því er fram kom í frétt útgerðarinnar. Meira »

Ræktun lyfjahamps fær dræmar viðtökur

05:30 Þingsályktunartillaga Pírata um notkun og ræktun lyfjahamps hefur hlotið neikvæð viðbrögð allra sem sent hafa Alþingi umsögn um hana. Meira »

Fá að ávísa getnaðarvarnarlyfjum

05:30 Hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum, sem hafa sérstakt leyfi landlæknis og starfa þar sem heilsugæslu-, kvenlækninga- eða fæðingarþjónusta er veitt, verður heimilt að ávísa hormónatengdum getnaðarvarnarlyfjum. Meira »

Tækjaeigendur bera ábyrgðina

05:30 Lyfjastofnun hefur lokið formlegri athugun á læknabekkjum Læknavaktarinnar í kjölfar slyss sem varð þar í haust þegar tveggja ára gömul stúlka klemmdist á milli rafknúinna arma á bekk. Meira »

Mikil óvissa í ferðaþjónustu

05:30 Mikil óvissa er um fjölda erlendra ferðamanna á næsta ári. Greinendur hafa almennt spáð áframhaldandi fjölgun ferðamanna næstu ár. Hún verði þó hægari en síðustu ár. Útlit er fyrir rúmlega 2,3 milljónir erlendra ferðamanna í ár, eða rúmlega milljón fleiri en 2015. Meira »

Ákært í færri málum en árið áður

05:30 Alls voru 6.265 brot afgreidd af ákæruvaldinu á síðasta ári. Þar af var ákært í 4.959 málum, eða 79% brotanna.  Meira »

16,8% fjölgun erlendra ríkisborgara

05:30 Alls voru 44.156 erlendir ríkisborgarar búsettir hér á landi 1. desember síðastliðinn og hefur þeim fjölgað um 6.344 manns frá því á sama tíma í fyrra eða um 16,8%, að því er fram kemur á heimasíðu Þjóðskrár Íslands. Meira »

Vindur fyrir tvo milljarða

05:30 Íslenska sjávarútvegstæknifyrirtækið Naust Marine hefur gengið frá samningi um framleiðslu vindubúnaðar fyrir sex nýja rússneska togara. Um er að ræða langstærsta verkefni fyrirtækisins til þessa og hljóðar samningurinn upp á um tvo milljarða króna. Meira »

Fylgjast með fótspori ferðamannsins

Í gær, 22:00 Í ágúst árið 2010 voru um 30.000 ferðamenn staddir á Íslandi samstundis. Á sama tíma árið 2017 voru þeir orðnir 90.000. Út er komin ný skýrsla um vísa til þess að meta fótspor ferðamanna hér á landi. Meira »
3 manna Infrarauður Saunaklefi www.egat.is/infraredsauna.html
Verð: 289.000 Tilboð til 1 des 259.000 - hiti 30-75 C (því 60 - 75 er það sem...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 61...
Togbekkur fyrir bakið á 44.000 .
Togbekkur sem kemur bakinu þínu í lag Togbekkur fyrir hryggjaliðina og bakverki...
Klettar - Heilsárshús - 65fm + 35fm svefnloft
Splunkunýtt! Klettar - Heilsárshús Klettar er heilsárshús sem flestir ættu að...