Synd að húsið sé tómt

Búið er að auglýsa húsnæðið til sölu.
Búið er að auglýsa húsnæðið til sölu. mbl.is/Sigurður Bogi

„Þetta er tómt hús og það er bara synd,“ segir María B. Óskarsdóttir, sviðsstjóri menningar og samskipta hjá Seltjarnarnesbæ. Bærinn hefur auglýst til sölu fasteignina Safnatröð 5 þar sem Lækningaminjasafnið átti að vera. Langtímaleiga kemur einnig til greina.

Mikill styr hefur staðið um húsið. Smíði þess fór langt fram úr fjárhagsáætlun. Heildarkostnaður þess var talinn vera um 700 milljónir króna í lok árs 2012 en þá hafði húsnæðið ekki enn verið tekið í notkun og einungis verið uppsteypt, þak komið og það glerjað. Upphaflega var gert ráð fyrir því að heildarkostnaðurinn yrði 345 milljónir þegar samið var um byggingu og rekstur safnhússins árið 2007. Framkvæmdir við húsnæðið sérhannaða hófust haustið 2008 en þeim var hætt fljótlega eftir hrun.

Fasteignin er alls 1.363 fermetrar. Húsið er fokhelt og er að mestu fullklárað að utan. Þar er engin starfsemi, að því er segir í fasteignaauglýsingu. 

Pattstaða í langan tíma

María greinir frá því að pattstaða hafi lengi verið uppi vegna hússins. Þess vegna hafi bærinn ákveðið að setja það á sölu til að koma málum á hreyfingu. Hún segir að íbúar og aðrir hafi kallað eftir því að húsið verði tekið til notkunar enda sé staðsetningin „dásamleg“ og „útsýnið engu líkt“.

Lækningaminjasafn Íslands var stofnað samkvæmt stofnskrá sem byggði á samningi Læknafélags Íslands, menntamálaráðuneytis, Seltjarnarnesbæjar og Þjóðminjasafns Íslands um stofnkostnað, byggingu og rekstur húsnæðisins. Að sögn Maríu setti Seltjarnarnesbær um 100 til 150 milljónir króna í húsnæðið á sínum tíma. Viðræður voru uppi við menntamálaráðuneytið um að það aðstoðaði við að ljúka við húsið eftir hrun en til þess þarf um 300 til 400 milljónir króna. Þær skiluðu ekki árangri. Enn á eftir að setja hita, rafmagn og vatn inn í húsið, auk þess sem önnur grunnvinna er óunnin. „Bærinn hefur ekki 300 til 400 milljónir til að gera það sem til þarf en það hefur verið löng bið eftir því að ríkið myndi taka húsið yfir,“ segir hún.

Hótel ólíklegt

Í auglýsingunni kemur fram að innsend tilboð þurfi að innihalda ítarlega greinargerð um starfsemina. Í deiliskipulagi segir að um safnasvæði sé að ræða. Að sögn Maríu er allt vestursvæðið á Seltjarnarnesi, út að og með Gróttu, friðlýst og verndað. Íbúðahúsnæði verður ekki í húsinu og mikilvægt er að starfsemin passi inn í umhverfið. Aðspurð segir hún ólíklegt að hótel verði þar starfrækt en hugmyndir hafa verið uppi um norðurljósasafn, listasafn og ráðstefnu- eða kaffihús. Ein hugmyndin var sú að Listasafn Íslands myndi sýna þar samtímalist.  

Hjúkrunarheimili við hliðina

Húsið stendur á svæði sem er skilgreint sem samfélagsþjónustusvæði. Þar eru Nesstofa, Lyfjafræðisafnið og Urtagarðurinn einnig staðsett. Verið er að ljúka við byggingu hjúkrunarheimilis við hliðina á húsinu. Skammt frá eru hafnar framkvæmdir á Bygggarðasvæði bæjarins þar sem ný íbúðabyggð mun rísa í stað iðnaðarhúsnæðis, að því er kemur fram í fasteignaauglýsingunni.

mbl.is

Innlent »

Icelandair slítur viðræðum við WOW air

17:35 Icelandair hefur slitið viðræðum um mögulega aðkomu að rekstri WOW air. Þetta var tilkynnt í gegnum Kauphöll rétt í þessu.  Meira »

Árvökull og brást hratt við aðstæðum

17:31 „Það sem skiptir máli er að það urðu engin slys á fólki og ekkert umhverfisslys,“ segir Hendrik Egholm, forstjóri Skeljungs, í samtali við mbl.is um flutningabíl fyrirtækisins sem lenti utan vegar á Hellisheiði í morgun. Meira »

Mótmæltu hvalveiðum

16:01 Hvalaverndunarsinnar efndu til mótmæla fyrir framan Alþingishúsið í hádeginu í dag.  Meira »

Hafðist að ná olíuflutningabílnum aftur upp á veg

14:31 Aðgerðum á Hellisheiði, þar sem olíuflutningabifreið fór út af veginum í morgun, er lokið og er búið að opna aftur fyrir umferð. „Þetta gekk bara vel, það voru svolítil átök að ná honum upp á veginn,“ segir Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, í samtali við mbl.is. Meira »

„Okkur er öllum brugðið“

13:50 „Þetta er eitthvað sem allir sem koma að þessum málum á Norður-Atlantshafi hafa haft áhyggjur af og Norðmenn fá þetta kannski fyrstir og ég held að okkur sé öllum brugðið sem höfum með þessa hluti að gera,“ segir Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar. Meira »

Skiptast á að leika Matthildi

12:15 Erna Tómasdóttir, Salka Ýr Ómarsdóttir og Ísabel Dís Sheehan bregða sér í hlutverk Matthildar í nýjum söngleik í Borgarleikhúsinu. Vinkonurnar þrjár eru allar 10 ára gamlar og ætla sér stóra hluti í leiklistinni. Barnablað Morgunblaðsins hitti þær í leikhúsinu sem er þeirra annað heimili. Meira »

Kom í veg fyrir slys með snarræði

11:51 Aðgerðir standa enn yfir á Hellisheiði þar sem olíuflutningabifreið fór út af veginum um kl. 9 í morgun. Vegagerðin ákvað að loka Hellisheiði til austurs á meðan slökkvilið og aðrir vibragðsaðilar athafna sig á vettvangi. Ökumaður flutningabílsins kom í veg fyrir slys með því að bregðast hratt við. Meira »

Tillögur greiði fyrir kjarasamningum

11:24 „Við höfum áfram haft í óformlegum samræðum við verkalýðshreyfinguna og atvinnurekendur og viljum, og það auðvitað birtist í fjármálaáætluninni, skýrar fyrirætlanir okkar um aðgerðir sem við hugsum til þess að greiða fyrir kjarasamningum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í morgun. Meira »

Olíuflutningarbíll út af á Hellisheiði

09:53 Olíuflutningarbíll á vegum Skeljungs fór út af á Hellisheiði í rétt fyrir klukkan 9 í morgun. Engin slys urðu á fólki né leki frá bílnum en um borð eru 40.000 lítrar af olíu sem ætlað var til dreifingar á Suðurlandi. Meira »

Eldvarnir teknar fastari tökum

09:44 „Stórbrunar sem við lentum í við Miðhraun í Garðabæ og Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði í fyrra ýttu rækilega við okkur varðandi eldvarnir. Þessir eldsvoðar voru af þeirri stærðargráðu að við réðum hreinlega ekki við þá. Ég var orðinn hræddur um öryggi minna manna og það er ískyggilegt,“ sagði slökkviliðsstjóri SHS. Meira »

Íbúðir á Kirkjusandi í sölu í vor

08:55 Fyrstu íbúðirnar í nýju hverfi á Kirkjusandi fara í sölu í vor. Stefnt er að afhendingu fyrstu íbúða um næstu áramót.   Meira »

Allskörp hlýnun í vændum

08:15 Það verður vestlæg átt á landinu í dag og allvíða dálítil él en bjartviðri suðaustanlands. Hiti verður nálægt frostmarki að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Meira »

Katrín gestur Þingvalla

08:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra verður gestur í þjóðmálaþættinum Þingvöllum en þátturinn er í beinni útsendingu kl. 10 á K100 og hér á mbl.is. Meira »

Nokkrir í haldi lögreglu

07:28 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast á næturvaktinni. Nokkrir hafa verið handteknir og vistaðir í fangageymslum lögreglu. Þar á meðal maður sem er grunaður um að hafa beitt opinberan starfsmann ofbeldi á heilbrigðisstofnun í gærkvöldi. Meira »

Sigurjón Bragi Kokkur ársins

06:30 Sigurjón Bragi Geirsson, matreiðslumaður hjá Garra heildverslun og þjálfari íslenska Kokkalandsliðsins, sigraði í keppninni Kokkur ársins 2019, sem fór fram í Hörpu í gærkvöldi. Meira »

Ókeypis og án aukaverkana

Í gær, 20:35 Laufey Steindórsdóttir var í krefjandi starfi sem gjörgæsluhjúkrunarfræðingur þegar hún örmagnaðist á líkama og sál. Lífið gjörbreyttist eftir að hún kynntist jóga og hugleiðslu. Nú vinnur hún hörðum höndum að því að breiða út boðskapinn. Meira »

Kokkur ársins í beinni útsendingu

Í gær, 19:56 Nýr kokkur ársins verður krýndur í kvöld í Hörpu þar sem keppnin Kokkur ársins fer nú fram. Hægt er að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu hér á mbl.is. Meira »

Tveir með annan vinning í Lottó

Í gær, 19:37 Tveir spilarar voru með annan vinning í lottóútdrætti kvöldsins og hlýtur hvor um sig 159 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir í Prinsinum í Hraunbæ og á Lotto.is. Meira »

Þórdís vill taka á kennitöluflakki

Í gær, 18:36 Atvinnuvegaráðherra hefur lagt fram lagafrumvarp sem ætlað er að stemma stigu við misnotkun á hlutafélagaforminu og er þar kennitöluflakk í atvinnurekstri fyrst og fremst undir. Í því er að finna tillögur um að hægt verði að úrskurða einstaklinga í atvinnurekstrarbann í allt að þrjú ár með dómi. Meira »
Mynd eftir Ásgrím Jónsson
Til sölu olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, Húsafell, Uppl. í s. 772-2990 eða á ...
JEMA Bílalyftur í bílskúrinn
Frábærar skæralyftur sem henta í bílskúrinn,lyfta 1,2 m og 2,8T, glussadrifnar...
Giftingar- og trúlofunarhringar frá ERNU
Mikið úrval. Á mynd er silfurpar með alexandrite-steini sem gefur mikið litaflóð...
4949 skart hálfesti og armband
Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu hægt að skoða inná...