Tafir í umferðinni kosta 15 milljarða

Umferðaröngþveiti á Miklubraut.
Umferðaröngþveiti á Miklubraut. mbl.is/Ómar Óskarsson

Umferðartafir á höfuðborgarsvæðinu kostuðu samfélagið 15 milljarða í fyrra. Spáð er enn meiri töfum.

Samtök iðnaðarins (SI) hafa áætlað þennan kostnað í tilefni af nýrri samgönguáætlun til ársins 2033. Þar er gert ráð fyrir 42 milljörðum til uppbyggingar borgarlínu til 2033.

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, segir að ef spár um auknar tafir rætist sé ljóst að árlegur kostnaður vegna umferðartafa á höfuðborgarsvæðinu verði samanlagt ekki undir 225 milljörðum á tímabilinu til ársins 2033. „Á sama tíma er allt að 90 milljörðum varið í framkvæmdir,“ segir Sigurður.

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) hafa undirbúið uppbyggingu borgarlínu.

Hrafnkell Proppé, svæðisskipulagsstjóri SSH, segir áætlað að umferðartafir á höfuðborgarsvæðinu muni aukast um fjórðung til 2030, með óbreyttum ferðavenjum. Óvíst sé hvenær borgarlína verði farin að draga úr töfunum. Fyrsti hluti 1. áfanga fari af stað innan fárra ára.

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokks í Reykjavík, segir fjármögnun borgarlínu með innviðagjöldum munu gera íbúðir dýrari.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert