Um 40 metrar í hviðum

Búið er að loka veginum á milli Hvolsvallar og Víkur.
Búið er að loka veginum á milli Hvolsvallar og Víkur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Enn er að bæta í vind með suðurströndinni og nær hann hámarki með morgninum og undir hádegi. Undir Eyjafjöllum er meðalvindur allt að 25 m/s og í hviðum 40 m/s. Svipað í Öræfum við Sandfell og lægir ekki að gagni fyrr en eftir 15-16 í dag, samkvæmt upplýsingum frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar.

Þjóðvegi 1 hefur verið lokað milli Hvolsvallar og Víkur annarsvegar og í Öræfum hinsvegar, milli Núpsstaðar og Jökulsárlóns.

Færð og aðstæður 

Suðvesturland: Hálkublettir og skafrenningur eru á Hellisheiði en annars er að mestu greiðfært.

Vesturland: Hálka, hálkublettir eða snjóþekja á flestum leiðum. Flughált er á Útnesvegi.

Vestfirðir: Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er á flestum vegum. Þæfingur er á Steingrímsfjarðarheiði og þungfært er yfir Klettsháls. Skafrenningur víða. Dynjandisheiði er orðin ófær.

Norðurland: Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er á öllum leiðum. Skafrenningur er á Öxnadalsheiði.

Norðausturland: Hálka eða snjóþekja er á vegum og skafrenningur víðast hvar. Dettifossvegur er lokaður. 

Austurland: Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er á vegum. Snjóþekja og skafrenningur á Fjarðarheiði og Fagradal. Lokað er um Breiðdalsheiði og Öxi.

Suðausturland: Hálka eða hálkublettir og mikill vindur á flestum leiðum. Þjóðvegi 1 í Öræfum hefur verið lokað milli Núpsstaða og Jökulsárlóns.

Suðurland: Hálka eða hálkublettir eru á flestum leiðum. Þjóðvegur 1 er lokaður milli Hvolsvallar og Víkur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert