Vegum lokað vegna ófærðar

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Veginum um Fjarðarheiði á Austurlandi hefur verið lokað vegna ófærðar samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Sama á við um vegina um Breiðdalsheiði og Öxi. Ennfremur er ófært um Vatnsskarð eystra. Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er annars á vegum. 

Dettifossvegur á Norðausturlandi er einnig lokaður. Hálka eða snjóþekja er annars á vegum og skafrenningur víðast hvar og blint. Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er á vegum á Norðurlandi. Skafrenningur er á Öxnadalsheiði og éljagangur í Eyjafirði.

Hálka eða hálkublettir eru á flestum vegum á Vestfjörðum og skafrenningur. Dynjandisheiði er ófær. Hálka eða snjóþekja á flestum fjallvegum á Vesturlandi og skafrenningur.

Víðast hvar er greiðfært á Suðurlandi en nokkuð hvasst og sama að segja um Suðausturland.

Búið er að opna þjóðveg 1 milli Núpsstaða og Jökulsárslóns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert