Vilja flýtimeðferð í skaðabótamáli

Frá Leifsstöð.
Frá Leifsstöð. mbl.is/Sigurður Bogi

Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum óskar eftir flýtimeðferð á skaðabótamáli gegn ríkinu en samningatilraunir fóru út um þúfur að því er segir í tilkynningu frá sambandinu. Sveitarfélögin krefja ríkið um rúmlega þrjá milljarða króna.

„Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum (S.S.S.) hefur óskað eftir því að skaðabótamál sem sambandið höfðaði á hendur íslenska ríkinu í október 2015 vegna ólögmætrar afturköllunar Vegagerðarinnar á einkaleyfi á áætlunarleiðinni milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og höfuðborgarsvæðisins fái flýtimeðferð fyrir dómstólum. Sambandið hefur jafnframt falið lögmanni sínum að upplýsa dómara um að samningstilraunir milli aðila hafi ekki tekist.

S.S.S. gerði í október 2015 dómkröfu á hendur íslenska ríkinu um að viðurkennd verði með dómi skaðabótaskylda vegna hagnaðar sem sambandið varð af með ólögmætri afturköllun samningsins og vegna kostnaðar við útboð og samningsgerð hans. Samkvæmt mati dómkvaddra matsmanna frá því í ágúst sl. nam áætlaður hagnaður af einkaleyfi á milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og höfuðborgarsvæðisins um 3 milljörðum króna.

Þá hefur Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum einnig gert kröfu um að ríkið leiðrétti þann halla sem verið hefur á rekstri almenningssamgangna á Suðurnesjum frá 2012 og nemur 114 milljónum króna.  

Forsaga málsins er sú að Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum tók við rekstri almenningssamgangna á Suðurnesjum af ríkinu árið 2001. Samkvæmt samningum við Vegagerðina, byggðum á 97. gr. laga nr. 138/2011, öðluðust landshlutasamtök sveitarfélaganna einkaleyfi til að skipuleggja og sjá um almenningssamgöngur með bifreiðum á tilteknu svæði eða tilteknum leiðum. Árið 2012 gerði S.S.S. samning við Vegagerðina um almenningssamgöngur á Suðurnesjum þar á meðal einkaleyfi á áætlunarferðum á milli höfuðborgarsvæðisins og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.

Í desember 2013 rifti Vegagerðin hins vegar samningnum vegna áætlunarferða milli höfuðborgarsvæðisins og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar einhliða og kippti þar með fótunum undan rekstargrundvelli almenningssamgangna á Suðurnesjum. S.S.S. hefur engu að síður reynt að halda úti öðrum almenningssamgöngum á Suðurnesjum síðan samningnum var rift sem, eins og áður segir, er með 114 milljóna króna rekstrarhalla.

Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum sagði upp þeim samningum við Vegagerðina 28. desember 2017 en samningurinn var uppsegjanlegur með árs fyrirvara. Allt frá því í október 2018 hefur S.S.S. fundað reglulega með forstjóra og starfsmönnum Vegagerðarinnar og starfsmanni ríkislögmanns þar sem reynt hefur verið að leita leiða til að tryggja rekstur almenningssamgangna á Suðurnesjum 2019, gera upp uppsafnaðan halla fyrri ára og leysa fyrrnefnt dómsmál.

Á sameiginlegum fundi Vegagerðarinnar og Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 20. nóvember sl. lagði S.S.S. fram tillögu að lausn og var það tilfinning fundarmanna að fram væri kominn grundvöllur að sameiginlegri lausn. Fundur S.S.S., Vegagerðarinnar og Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins sem haldinn var 30. nóvember sl. leiddi hins vegar í ljós að ráðuneytið hefur engan áhuga á að koma að lausn málsins. Aðeins væri áhugi á því að tryggja rekstur næsta árs og að leitað yrði leiða til að greiða upp uppsafnaðan halla á árinu 2019. Þó aðeins gegn því að S.S.S. myndi afturkalla dómsmálið,“ segir í tilkynningu. 

Þar segir enn fremur að stjórn S.S.S. lýsi yfir miklum vonbrigðum með afstöðu ráðuneytisins. Mikill vilji er hjá stjórn sambandsins að leysa málið án aðkomu dómsvaldsins en telur hún að þetta tilboð sé á allan hátt óásættanlegt. Ljóst er, ef þetta er endanlegt tilboð ríkisvaldsins, að Vegagerðin mun taka við rekstri allra leiða sem tilteknar voru í samningi S.S.S. og Vegagerðarinnar næstu áramót.

Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum krefst þess fyrir hönd íbúa sinna á svæðinu að almenningssamgöngur á næstu árum verði ekki verri en hefur verið frá því að sambandið tók við verkefninu af ríkinu með samningi sem gerður var skv. lögum 73/2001. Mun S.S.S. gæta hagsmuna sinna íbúa þó svo að verkefnið sé komið til Vegagerðarinnar.

mbl.is

Innlent »

Krefst viðbótargreiðslu vegna Herjólfs

12:55 Skipasmíðastöðin Crist S.A. sem hefur nánast lokið smíði nýs Herjólfs, gerir kröfu um viðbótargreiðslur sem ekki eru í samræmi við samninginn um smíðina. Kröfunni hefur verið hafnað af Vegagerðinni. Meira »

47 þúsund Íslendingar búa erlendis

12:46 Rúmlega 47 þúsund Íslendingar eru búsettir erlendis og 44 þúsund erlendir ríkisborgarar eru búsettir hér á landi, að því er fram kemur í yfirliti Þjóðskrár yfir skráningu einstaklinga. Þá var fjöldi einstaklinga sem búsettir voru á Íslandi 356.789 þann 1. desember 2018. Meira »

Bátnum náð af strandstað

12:24 Búið er að ná bátnum sem var strandaður á Jökulfjörðum af strandstað. Björgunarskipið Gunnar Friðriksson er með hann í togi á leið til Ísafjarðar og björgunarbáturinn Gísli Hjalta fylgir þeim. Meira »

„Allt annað hljóð í mönnum“

11:20 „Ef það kemur til þess að ástandið haldi áfram, þá verða verkföll fimmtudaginn næsta og þá hefur þetta verið upphitun fyrir það sem koma skal,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í samtali við mbl.is. „Að sjálfsögðu vonast ég til þess að við förum að ná saman við okkar viðsemjendur.“ Meira »

Semja um stofnun nemendagarða

10:58 Ísafjarðarbær og Lýðháskólinn á Flateyri hafa undirritað samkomulag um stofnun sjálfseignarstofnunar til reksturs nemendagarða Lýðháskólans. Meira »

Neyðarkall frá báti í Jökulfjörðum

10:05 Björgunarskip og bátar Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Ísafirði og Bolungarvík hafa verið ræst út vegna báts sem sendi út neyðarkall í Jökulfjörðum. Meira »

„Amma kenndi mér allt“

09:50 Blóðberg, birkitré, reynitré, rifsber, rófur, furutré og Rauði krossinn. Þekking hinnar ellefu ára Þuríðar Yngvadóttur vakti athygli þeirra sem horfðu á fræðsluþáttinn Hvað höfum við gert? sem sýndur var síðasta sunnudag. Þar fór hún létt með að bera kennsl á myndir af öllu þessu og ýmsu öðru til. Meira »

Gæti dregist saman um 2,7%

09:43 Ef WOW air hverfur af flugmarkaði gæti það leitt til þess að landsframleiðsla myndi dragast saman um 0,9 til 2,7 prósent á einu ári. Meira »

Bótadómur ógiltur vegna meðdómenda

09:06 Landsréttur hefur ómerkt dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem tryggingafélaginu Verði var gert að greiða manni rúmar 66 milljónir króna í skaðabætur. Meira »

Brestur í loðnu og blikur á lofti

08:18 Brestur í loðnuveiðum og blikur á lofti eru orð sem oft hafa verið notuð að undanförnu. Loðnan hefur breytt hegðan sinni síðustu ár og mörgum spurningum er ósvarað um umhverfisþætti, útbreiðslu, þróun stofnsins og göngur loðnunnar til hrygningar, sem að stærstum hluta hefur verið í Faxaflóa og Breiðafirði. Meira »

Styttist í útboð byggingar hjúkrunarheimilis

07:57 Selfyssingar, og raunar Sunnlendingar allir eru orðnir nokkuð langeygir eftir nýju hjúkrunarheimili sem fyrirhugað er á bökkum Ölfusár, austan við sjúkrahúsið á Selfossi. Meira »

Dyraverðir áttu í vök að verjast

07:55 Dyraverðir á skemmtistað í miðborginni óskuðu eftir aðstoð lögreglunnar um hálffjögurleytið í nótt, en þá voru þeir með einstakling í tökum. Hann er grunaður um að hafa ráðist á dyraverði og reynt að slá og sparka í lögreglumenn. Í Breiðholtinu var reynt að kýla dyravörð. Meira »

Tugir útkalla vegna veðursins

07:37 Nokkuð bar á því að björgunarsveitir væru kallaðar út vegna óveðursins sem geisaði víða um landið í gær, einkum á Norður- og Austurlandi. Þá skall snarpur bylur á höfuðborgarsvæðinu um eftirmiðdaginn, en minna varð úr en spáð hafði verið. Meira »

Slydda eða snjókoma með köflum

07:11 Spáð er sunnan og suðvestan 5 til 13 metrum á sekúndu á landinu í dag með morgninum og slyddu eða snjókomu með köflum en bjartviðri um landið norðaustanvert síðdegis. Meira »

Aukin áhersla á eldvarnir hjá SHS

05:30 „Stórbrunar sem við lentum í við Miðhraun í Garðabæ og Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði í fyrra ýttu rækilega við okkur varðandi eldvarnir. Þessir eldsvoðar voru af þeirri stærðargráðu að við réðum hreinlega ekki við þá. Ég var orðinn hræddur um öryggi minna manna og það er ískyggilegt.“ Meira »

Þorskur merktur á nýjan leik

05:30 Nú í marsmánuði hóf Hafrannsóknastofnun merkingar á þorski á ný eftir nokkurt hlé. Merktir voru 1800 þorskar fyrir vestan og norðan land um borð í rannsóknaskipunum þegar skipin voru í stofnmælingu botnfiska. Meira »

Tjónið þegar töluvert

05:30 Um 2.300 manns tóku þátt í sólarhringsverkfalli Eflingar og VR sem lauk eina mínútu í miðnætti í gærkvöldi. Verkfallið beindist að hótelum og rútubílstjórum og tóku verkalýðsfélögin sér kröfustöður meðal annars fyrir utan Hús atvinnulífsins og ýmis hótel á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Flugfélögin ræðast við um helgina

05:30 Viðræður um mögulega aðkomu Icelandair að rekstri WOW hófust formlega í gær. Félögin hafa gefið sér fram yfir helgina til að ljúka viðræðunum, en á mánudaginn þarf WOW air að standa skil á 150 milljóna króna vaxtagreiðslu vegna skuldabréfa sem félagið gaf út í september síðastliðnum. Meira »

Hælisleitendum fjölgar verulega

05:30 Útlendingastofnun hefur ritað sveitarfélögum víða um land bréf til að kanna áhuga þeirra á að gera þjónustusamning við stofnunina um húsaskjól og félagslega þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Meira »
Til sölu Færeyingur Haffrúin 6032
Gengur í Strandveiðina, Ný vél, vökvagír, skrúfa og mælaborð, nýtt rafkerfi,raf...
Sænsk sumar- og ferðaþjónustuhús
Vinsælu sænsku sumar- og ferðaþjónustuhúsin Leksand 32 m2 auk 8 m2 verandar eru ...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...