Vilja flýtimeðferð í skaðabótamáli

Frá Leifsstöð.
Frá Leifsstöð. mbl.is/Sigurður Bogi

Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum óskar eftir flýtimeðferð á skaðabótamáli gegn ríkinu en samningatilraunir fóru út um þúfur að því er segir í tilkynningu frá sambandinu. Sveitarfélögin krefja ríkið um rúmlega þrjá milljarða króna.

„Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum (S.S.S.) hefur óskað eftir því að skaðabótamál sem sambandið höfðaði á hendur íslenska ríkinu í október 2015 vegna ólögmætrar afturköllunar Vegagerðarinnar á einkaleyfi á áætlunarleiðinni milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og höfuðborgarsvæðisins fái flýtimeðferð fyrir dómstólum. Sambandið hefur jafnframt falið lögmanni sínum að upplýsa dómara um að samningstilraunir milli aðila hafi ekki tekist.

S.S.S. gerði í október 2015 dómkröfu á hendur íslenska ríkinu um að viðurkennd verði með dómi skaðabótaskylda vegna hagnaðar sem sambandið varð af með ólögmætri afturköllun samningsins og vegna kostnaðar við útboð og samningsgerð hans. Samkvæmt mati dómkvaddra matsmanna frá því í ágúst sl. nam áætlaður hagnaður af einkaleyfi á milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og höfuðborgarsvæðisins um 3 milljörðum króna.

Þá hefur Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum einnig gert kröfu um að ríkið leiðrétti þann halla sem verið hefur á rekstri almenningssamgangna á Suðurnesjum frá 2012 og nemur 114 milljónum króna.  

Forsaga málsins er sú að Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum tók við rekstri almenningssamgangna á Suðurnesjum af ríkinu árið 2001. Samkvæmt samningum við Vegagerðina, byggðum á 97. gr. laga nr. 138/2011, öðluðust landshlutasamtök sveitarfélaganna einkaleyfi til að skipuleggja og sjá um almenningssamgöngur með bifreiðum á tilteknu svæði eða tilteknum leiðum. Árið 2012 gerði S.S.S. samning við Vegagerðina um almenningssamgöngur á Suðurnesjum þar á meðal einkaleyfi á áætlunarferðum á milli höfuðborgarsvæðisins og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.

Í desember 2013 rifti Vegagerðin hins vegar samningnum vegna áætlunarferða milli höfuðborgarsvæðisins og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar einhliða og kippti þar með fótunum undan rekstargrundvelli almenningssamgangna á Suðurnesjum. S.S.S. hefur engu að síður reynt að halda úti öðrum almenningssamgöngum á Suðurnesjum síðan samningnum var rift sem, eins og áður segir, er með 114 milljóna króna rekstrarhalla.

Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum sagði upp þeim samningum við Vegagerðina 28. desember 2017 en samningurinn var uppsegjanlegur með árs fyrirvara. Allt frá því í október 2018 hefur S.S.S. fundað reglulega með forstjóra og starfsmönnum Vegagerðarinnar og starfsmanni ríkislögmanns þar sem reynt hefur verið að leita leiða til að tryggja rekstur almenningssamgangna á Suðurnesjum 2019, gera upp uppsafnaðan halla fyrri ára og leysa fyrrnefnt dómsmál.

Á sameiginlegum fundi Vegagerðarinnar og Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 20. nóvember sl. lagði S.S.S. fram tillögu að lausn og var það tilfinning fundarmanna að fram væri kominn grundvöllur að sameiginlegri lausn. Fundur S.S.S., Vegagerðarinnar og Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins sem haldinn var 30. nóvember sl. leiddi hins vegar í ljós að ráðuneytið hefur engan áhuga á að koma að lausn málsins. Aðeins væri áhugi á því að tryggja rekstur næsta árs og að leitað yrði leiða til að greiða upp uppsafnaðan halla á árinu 2019. Þó aðeins gegn því að S.S.S. myndi afturkalla dómsmálið,“ segir í tilkynningu. 

Þar segir enn fremur að stjórn S.S.S. lýsi yfir miklum vonbrigðum með afstöðu ráðuneytisins. Mikill vilji er hjá stjórn sambandsins að leysa málið án aðkomu dómsvaldsins en telur hún að þetta tilboð sé á allan hátt óásættanlegt. Ljóst er, ef þetta er endanlegt tilboð ríkisvaldsins, að Vegagerðin mun taka við rekstri allra leiða sem tilteknar voru í samningi S.S.S. og Vegagerðarinnar næstu áramót.

Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum krefst þess fyrir hönd íbúa sinna á svæðinu að almenningssamgöngur á næstu árum verði ekki verri en hefur verið frá því að sambandið tók við verkefninu af ríkinu með samningi sem gerður var skv. lögum 73/2001. Mun S.S.S. gæta hagsmuna sinna íbúa þó svo að verkefnið sé komið til Vegagerðarinnar.

mbl.is

Innlent »

Frumvarp um barnalífeyri samþykkt

22:39 Frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um breytingar á lögum um almannatryggingar og snýr að barnalífeyri var samþykkt á Alþingi í dag með 55 samhljóða atkvæðum. Meira »

Hljóðupptakan feli í sér refsivert brot

22:32 Hljóðupptakan sem varð gerð á barnum Klaustri 20. nóvember var „njósnaaðgerð“ sem fól í sér refsivert brot. Þetta kemur fram í beiðni Reimars Péturssonar fyrir hönd fjögurra þingmanna Miðflokksins þar sem farið er fram á vitnaleiðslur og öflun sýnilegra sönnunargagna vegna upptökunnar. Meira »

Býðst til að safna fyrir Báru

22:31 Jón Gnarr, grínisti og fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, segist vera tilbúinn til að efna til söfnunar fyrir Báru Halldórsdóttur ef „svo ólíklega vildi til“ að hún yrði dæmt til að „borga eitthvað. Meira »

Vann 30 milljónir í Happdrætti HÍ

22:16 Einn heppinn miðaeigandi fékk þrefaldan vinning í milljónveltu Happdrættis Háskóla Íslands og fær 30 milljónir króna í sinn hlut, en dregið var í kvöld. Meira »

Enn er beðið eftir hvalveiðaskýrslu

21:26 Ný skýrsla um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða, sem sjávarútvegsráðherra óskaði eftir og átti að liggja fyrir í október, hefur ekki skilað sér. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Þórir Hrafnsson, í samtali við mbl.is. Meira »

Ísland aðili að samþykkt SÞ um farendur

20:51 Ísland var eitt þeirra um 160 ríkja sem tóku þátt í afgreiðslu samþykktar Sameinuðu þjóðanna um örugga, skipulagða og reglubundna fólksflutninga (e. Global Compact for Safe, Orderly and Regular Migration) á sérstakri ríkjaráðstefnu í Marakes í Marokkó. Meira »

Twitter í ljósum logum eftir eldingar

19:27 Þrumur og eldingar eru tiltölulega sjaldgæfar á Íslandi, hvað þá í desember, en Twitter-notendur láta ekki sitt eftir liggja í að tjá sig um veðrið nú gengur yfir Suðvesturland. Flestir sjá á þessu spaugilegar hliðar á meðan öðrum er minna skemmt. Meira »

Svefnlyf sem mótvægi við metýlfenídati

19:20 Íslendingar nota fimmfalt meira af amfetamínskylda efninu metylfenídati en Danir og Norðmenn. Gríðarleg aukning hefur verið í notkun svona efna. Meira »

Frumvarp um tjáningarfrelsi lagt fram

18:56 Ríkisstjórnin hefur samþykkt að leggja fyrir Alþingi frumvarp forsætisráðherra um breytingu á stjórnsýslulögum, nr. 37/1993, um tjáningarfrelsi og þagnarskyldu opinberra starfsmanna. Meira »

Þrumur og eldingar á Suðvesturlandi

18:40 Vart hefur orðið við þrumur og eldingar á suðvesturhorni landsins nú síðdegis og samkvæmt veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands mælast eldingarnar nokkuð tíðar. Meira »

Fundi vegna Klaustursmáls frestað

18:37 Opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem átti að halda á morgun vegna ummæla þingmanna Miðflokksins um meinta sendiherrastöðu fyrir Gunnar Braga Sveinsson hefur verið frestað. Meira »

Bruni í bílskúr á Hvammstanga

18:22 Bruni varð í bílskúr við heimahús á Hvammstanga síðdegis í dag. Eldur kviknaði við þurrkara í bílskúrnum og er talið að það hafi gerst út frá rafmagni. Slökkvilið réði niðurlögum eldsins, sem náði ekki að breiða úr sér. Meira »

Bára fer fyrir héraðsdóm á mánudag

18:01 Bára Halldórsdóttir hefur verið boðuð til þinghalds í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna beiðni frá Reimari Péturssyni lögmanni fyrir hönd fjögurra einstaklinga um vitnaleiðslur og öflun sýnilegra sönnunargagna. Meira »

„Fullkomlega óboðleg vinnubrögð“

17:41 Félag íslenskra bifreiðaeigenda leggst gegn öllum hugmyndum þingmanna um auknar álögur á bíla og umferð. Félagið mótmælir „yfirstandandi hraðferð vegtolla í gegnum Alþingi.“ Meira »

Dæmdur fyrir nauðgun á Hressó

17:29 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Hemn Rasul Hamd í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun. Einnig var hann dæmdur til að greiða 1,5 milljónir króna í miskabætur með vöxtum. Meira »

Fáeinir metrar skildu á milli skipa

17:23 Litlu munaði að togari og hvalaskoðunarskip skyllu saman í Reykjavíkurhöfn í nóvember í fyrra. Þegar styst var á milli skipanna tveggja voru ekki nema 3-4 metrar sem skildu á milli. Meira »

Segja afkomutengd veiðigjöld lækkun

17:22 Fulltrúar allra ef ekki flestra flokka hafa talað fyrir því að gjöld endurspegla afkomu og færa álagningu nær tíma, sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. „Hér er verið að gera einmitt þetta að færa álagningu nær í tíma og miða hana af afkomu.“ Meira »

Veggjöld verða að vera sanngjörn

17:00 „Það eru skiptar skoðanir um vegtolla. Maður heyrir það að fólk vill ekki borga meiri skatta, en auðvitað vill fólk að vegakerfið sé í lagi,“ segir Kolbrún Jóna Pétursdóttir, formaður Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Meira »

Toyota innkallar þúsundir bíla

16:51 Toyota á Íslandi þarf að innkalla um 4000 Toyota-bifreiðar. Grunur leikur á um að loftpúðar bílanna séu gallaðir.  Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Til sölu Musso Sport pallbíll árg.2004
Tilboð óskast í bílinn - gangfær en óskoðaður. Upplýsingar: 5531049 Ólafur Heið...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...