Allt að 100% verðmunur á spilum

Mesti verðmunur í krónum talið er 9.500 krónur en Lego …
Mesti verðmunur í krónum talið er 9.500 krónur en Lego City lögreglustöð.

Mikill verðmunur er á leikföngum og spilum á milli verslana og hleypur á nokkur þúsund krónum. Mesti verðmunur í krónum talið er 9.500 krónur en Lego City lögreglustöð, sem kostar 19.500 kr. í Hagkaup en 9.999 kr. í Toys'R' Us.

Samkvæmt nýrri verðkönnun verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands sem framkvæmd var í gær, 6. desember, er verðmunur á leikföngum allt að 98% og verðmunur á spilum allt að 100%.

Mesti verðmunur á spilum var 100% verðmunur á Sequence, en verðið var lægt í Nexus, 3.495 kr., en hæst í Toys'R' Us, 6.999 kr. Þá var Toys'R' Us oftast með lægsta verðið á leikföngum en Heimkaup oftast með hæsta verðið,  bæði á leikföngum og spilum.

Mesti verðmunur á leikföngum var 98% á Lego dublo hesthúsi, sem kostar 5.490 kr. í Toys'R' Us en 10.868 hjá Heimkaupum.

Mikill verðmunur var á litlum Hvolpasveitarböngsum, 83% eða 1.991 kr. en hæsta verðið var hjá Heimkaup, 7.390 kr. en það lægsta hjá Hagkaup, 2.399 kr.

Könnunin var framkvæmd á sama tíma í verslunum Heimkaupa, Toys'R' Us , Hagkaupa, Elko, Spilavinum, Nexus og A4 og var afsláttur tekinn til greina.

mbl.is