Annríki vegna ófærðar í Víkurskarði

Ófært er um Víkurskarð.
Ófært er um Víkurskarð. Skjáskot/Vegagerðin

Töluvert annríki var hjá lögreglunni á Akureyri í gærkvöldi vegna ófærðar í Víkurskarði og þurftu bæði björgunarsveitir og stórvirkar vinnuvélar að koma til aðstoðar. Lokað var svo fyrir umferð um skarðið rétt fyrir miðnætti, en töluvert mikil ofankoma var fyrir norðan í gær og nótt.

Fyrsta útkallið barst á áttunda tímanum í gærkvöldi og komu björgunarsveitir þá ökumönnum sem lentu í vandræðum í Víkurskarðinu til aðstoðar. Síðar um kvöldið sátu svo flutningabílar þar fastir og þurfti þá að kalla út stórvirkar vinnuvélar til að losa þá.

Það var svo á tólfta tímanum sem ekið var aftan á bíl sem lögregla var að fylgja niður úr skarðinu. Sá bílstjóri reyndist vera undir áhrifum áfengis og var hann sviptur ökuréttinum. Nokkrar skemmdir urðu á bílunum, en engin meiðsl urðu á fólki.

Víkurskarðinu var svo lokað fyrir umferð vegna ófærðar rétt fyrir miðnætti og var enn lokað nú í morgun að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. 

Að sögn lögreglunnar á Akureyri er færðin innanbæjar hins vegar í lagi. Hált er þó og háir snjóruðningar byrgja útsýni, þannig að lögregla hvetur menn til að fara varlega.

Færð á vegum er annars sem segir:

Siglufjarðarvegur: Óvissustig vegna sjófljóðahættu.

Suðurland: Hálkublettir eru á milli Selfoss og Hvolsvallar og á Biskupstungnabraut eins eru hálkublettir á Reynisfjalli og í Mýrdal.

Suðvesturland: Hálkublettir eru á Hellisheiði, Sandskeiði og í Þrengslum en annars er víðast greiðfært.

Vesturland: Hálka eða snjóþekja á flestum fjallvegum og á láglendi.

Vestfirðir: Hálka eða hálkublettir eru á flestum vegum og skafrenningur á fjallvegum. Ófært er á Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði.

Norðurland: Ófært er á Öxnadalsheiði og lokað á Víkurskarði. Þungfært er í Öxnadal. Hálka er á Þverárfjalli og hálka eða hálkublettir eru á vegum í Skagafirði en snjóþekja og éljagangur í Eyjafirði. Óveður er í Héðinsfirði og á Siglufjarðarvegi. 

Norðausturland: Lokað er á Hófaskarði og Hálsum. Flughálka er norðan við Bakkafjörð annars er hálka eða snjóþekja á Norðausturvegi (85) og Aðaldalsvegi. Víða er snjókoma en stórhríð er á Sandvíkurheiði.

Austurland: Þæfingur er frá Fellabæ og upp á Heiðarenda. Hálka eða snjóþekja er á vegum. Ófært er á Vatnsskarði eystra og Fjarðarheiði.

Suðausturland: Greiðfært er frá Höfn í Gígjukvísl en hálka þar fyrir vestan.

mbl.is

Innlent »

Dópaðir og drukknir ökumenn á ferðinni

06:27 Flest málanna sem rötuðu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær og í nótt tengjast akstri undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Einn ökumaður er vistaður í fangageymslum lögreglunnar en hann var stöðvaður í miðborginni í nótt.   Meira »

Geymsla dekkja í fjölbýli varasöm

05:30 Talið er að eldsvoði í fjölbýli við Sléttuveg 7 hafi átt upptök sín í dekkjum eða rusli. Slökkviliðið segir varasamt að geyma mikið af dekkjum saman þar sem þau séu mikill eldsmatur. Slökkviliðið fær reglulega útköll þar sem kviknað hefur í dekkjum. Meira »

Í 17. sæti þeirra launahæstu

05:30 Katrín Jakobsdóttir er í 17. sæti lista bandaríska dagblaðsins USA Today yfir tuttugu launahæstu þjóðarleiðtoga heimsins.  Meira »

Mikið eftir í kjaraviðræðum

05:30 „Þeir albjartsýnustu segja að við semjum í byrjun júní en ég er hræddur um að við gefum þessu tíma fram í júní. Það er mikið eftir,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður stéttarfélagsins Sameykis. Meira »

Aukningin mest frá Þeistareykjum

05:30 Þeistareykjavirkjun framleiddi 671 GWh af raforku á árinu 2018 en virkjunin komst í fullan rekstur á því ári. Fyrri vélasamstæðan var tekin í notkun í nóvember 2017 og samkvæmt upplýsingum Orkustofnunar framleiddi virkjunin um 71 GWh á því ári. Meira »

Hætta á árekstrum

05:30 Kauphöllin, Nasdaq Iceland hf., leggst gegn því að eftirlit með hegðun á fjármálamarkaði verði fært undir Seðlabankann.  Meira »

Árásirnar á Srí Lanka ráðgáta

Í gær, 22:31 Jón Óskar Sólnes, sjónvarpsmaður og fyrrverandi yfirmaður norrænu friðargæslunnar á Srí Lanka, segir í samtali við mbl.is að hryðjuverkin í landinu koma sér mjög á óvart, sérstaklega vegna þess hversu mikið skipulag þarf að vera að baki slíkra samstilltra árása eins og á Srí Lanka í gær. Meira »

Tvö ár á leiðinni til Þorbjargar

Í gær, 21:12 „Við fórum í göngutúr í fjörunni á Mýrum í Borgarfirði fyrir neðan Akra. Við vorum þarna í sumarbústað,“ segir Þorbjörg Erla Jensdóttir. Í göngutúrnum fannst flöskupóstur frá sex ára stúlku og var hann ritaður á norsku. Sendandinn er fundinn, en skeytið var sent fyrir tveimur árum. Meira »

Sex vikna leysingar á tíu dögum

Í gær, 21:10 „Þetta er óvenjulega snemmt, það er óhætt að segja það. Yfirleitt er ennþá verið að ganga á snjó,“ segir Guðmundur Ögmundsson, þjóðgarðsvörður í Ásbyrgi, í samtali við mbl.is um snöggan leysing í Jökulsárgljúfri nálægt Dettifossi. Meira »

Töluverðar reykskemmdir í sumarhúsi

Í gær, 18:59 Búið er að slökkva eld sem kom upp í sumarhúsi við Tjarn­ar­götu, Grafn­ings­meg­in við Þing­valla­vatn á fimmta tím­an­um. Húsið verður vaktað fram eftir kvöldi til að tryggja að engar glæður lifi þar enn. Meira »

Páskahátíð í afskekktasta bæ Grænlands

Í gær, 17:49 Þrettándu páskahátíð Hróksins í Ittoqqortoormiit, afskekktasta bæ Grænlands, lauk á mánudag með Air Iceland Connect-hátíðinni ,,Dagur vináttu Íslands og Grænlands". Meira »

Eldur í sumarhúsi á Þingvöllum

Í gær, 17:26 Tilkynnt var um eld í sumarhúsi við Tjarnargötu, Grafningsmegin við Þingvallavatn á fimmta tímanum og eru slökkviliðsmenn frá Selfossi og Laugarvatni á vettvangi. Meira »

Sungu af gleði í hádeginu

Í gær, 17:09 Heimilislausum var boðið til hádegisverðar í dag og mættu um 40. „Þetta var algjör páskaveisla og þvílík gleði í mannskapnum,“ segir Guðrún Hauksdóttir Schmidt, skipuleggjandi viðburðarins. „Þetta var alveg stórkostlegur matur. Þetta var lamb og svínakjöt með öllu tilheyrandi.“ Meira »

Kveðst hafa haft samráð við AFL

Í gær, 17:03 Guðmundur Gíslason, stjórnarformaður Fiskeldis Austfjarða ehf., segist hafa haft gott samráð við stéttarfélagið AFL í öllum þeim breytingum sem voru gerðar á samningum starfsmanna í síðustu viku. Meira »

Umferðin inn í Reykjavík þyngist

Í gær, 16:30 Umferðin ætti að þyngjast inn í Reykjavík núna síðdegis og með kvöldinu. Veður var gott í dag þannig að ætla má að fólk hafi staldrað lengur við en ella í sumarbústöðum til að njóta sólarinnar. Meira »

Dísa farin til dýpkunar

Í gær, 15:47 Dýpkunarskipið Dísa er á leið í Landeyjahöfn til að dýpka höfnina en eins og kom fram fyrr í dag er dýpið í höfninni minnst um 3,7 metr­ar en Herjólf­ur rist­ir 4,2 metra. Meira »

„Vatnar út umsamdar launahækkanir“

Í gær, 14:54 Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs starfsgreinafélags, telur fréttirnar af breytingum á samningum starfsmanna hjá Fiskeldi Austfjarða ehf. setja kjarasamningana í uppnám. Meira »

Launakerfi breytt í aðdraganda samninga

Í gær, 14:23 Samningar starfsmanna Fiskeldis Austfjarða ehf. voru endurskoðaðir í vikunni sem leið, nokkrum dögum áður en lífskjarasamningar koma til samþykkta. Nokkrir voru óánægðir. Meira »

Sendir íbúum Srí Lanka samúðarkveðju

Í gær, 13:57 Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson sendi í dag samúðarkveðju til Maithripala Sirisena, forseta Srí Lanka, og annarra íbúa þar vegna hryðjuverkanna sem framin voru þar í landi í gær. Meira »
110 fm sumarhús á Suðurlandi..
Sumarhús í Biskupstungum til sölu. Eru 2 hús, annað fullbúið og hitt með þrjú sé...
Til sölu 16" álfelgur og snjódekk
Felgurnar eru original Mitsubishi 16", gatadeiling 108x5. Dekkin eru Firestone ...
Greinakurlari
Greinakurlari sem drifinn er með bensínmótor. Öflugur og meðfærilegur kurlari w...
Skurðarskífur
Eigum til góðar skurðarskífur 125mm*1mm, gott verð 120 kr stk með vsk. Uppl 77...