Ban Ki-Moon og Ólafur Ragnar í Seoul

Ban Ki-moon, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, og Ólafur Ragnar, Grímsson …
Ban Ki-moon, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, og Ólafur Ragnar, Grímsson fyrrverandi forseti Íslands, í Seoul. Ljósmynd/Aðsend

Ban Ki-moon, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands og Einar Gunnarsson sendiherra fluttu ræður á opnunarfundi ráðstefnu Hringborðs Norðurslóða – Arctic Circle sem hófst í Seoul, höfuðborg Suður Kóreu, í morgun. 

Ráðstefnuna er í samvinnu við utanríkisráðuneyti og haf- og sjávarútvegsráðuneyti Kóreu, heimskautastofnun landsins og hafrannsóknarstofnun og hana sækja háttsettir fulltrúar stjórnvalda, vísinda og viðskiptalífs frá Kóreu, Kína, Japan og Singapore auk þátttakenda frá Bandaríkjunum, Kanada, Rússlandi, Evrópusambandinu, Þýskalandi, Póllandi, Ítalíu, Finnlandi, Danmörku, Grænlandi og Íslandi, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Á ráðstefnunni, sem ber heitið „Asia Meets the Arctic”, er fjallað um vísindarannsóknir á norðurslóðum, þróun siglinga og innviða, orkunýtingar og nýsköpunar. Þá gera fulltrúar Asíuríkja grein fyrir sýn þeirra á framtíð norðurslóða og sérstök málstofa verður helguð samræðum þessara fulltrúa við fulltrúa norðurskautsríkja og annarra ríkja sem sækja ráðstefnuna.

Ráðstefnan, sem sótt er af um 250 þátttakendum er hin …
Ráðstefnan, sem sótt er af um 250 þátttakendum er hin áttunda í röð sérhæfðra ráðstefna sem Arctic Circle efnir til í öðrum löndum. Ljósmynd/Aðsend

Ráðstefnunni lýkur á morgun með heimsókn í heimskautastofnun Kóreu þar sem starfa hátt á þriðja hundrað sérfræðingar.

Síðan taka við sérstakir heimskautadagar sem haldnir eru í borginni Busan.

Ráðstefnan, sem sótt er af um 250 þátttakendum er hin áttunda í röð sérhæfðra ráðstefna sem Arctic Circle efnir til í öðrum löndum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert