Boðuð viðbót „engin viðbót“

Nýtt hjúkrunarheimili við Sólvang í Hafnafirði.
Nýtt hjúkrunarheimili við Sólvang í Hafnafirði.

Samninganefnd Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) og Sambands íslenskra sveitarfélaga um rammasamning fyrir þjónustu hjúkrunarheimila lýsir miklum vonbrigðum með þá ákvörðun stjórnvalda og meirihluta fjárlaganefndar að halda fast við boðaða skerðingu á rekstrargrunni hjúkrunarheimila.

Segja þau Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa nú staðfest að sú „viðbót“ til hjúkrunarheimila, sem boðuð var í áliti meirihluta fjárlaganefndar við 2. umræðu fjárlaga, sé í raun engin viðbót þegar allt komi til alls.

Í Morgunblaðinu í dag segir að um sé að ræða fjármuni til að mæta samningsbundinni skyldu ríkisins samkvæmt rammasamningi SÍ þess efnis að greiðslur til hjúkrunarheimila taki mið af aukinni hjúkrunarþyngd heimilismanna skv. svonefndum RUG-stuðlum. Um þetta atriði hafi verið samið við gerð rammasamnings hjúkrunarheimila 2016.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert