Gengu út undir ræðu Sigmundar

mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjórir þingmenn gengu út úr þingsal Alþingis í dag þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, tók til máls við afgreiðslu fjárlagafrumvarps ríkisstjórnarinnar.

Fjallað er um málið á fréttavef Ríkisútvarpsins en þingmennirnir eru Þórunn Egilsdóttir og Helga Signý Kristjánsdóttir frá Framsóknarflokknum, Helga Vala Helgadóttir Samfylkingunni og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Þær sneru síðan aftur þegar ræðu Sigmundar lauk.

Fram hefur komið að rætt hafi verið um það í röðum þingmanna að ganga úr þingsalnum þegar þeir þingmenn sem voru viðriðnir Klausturs-málið svokallað stigu í ræðustól þingsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert