Grunur um gasleka í H&M

Slökkvilið og lögregla voru kölluð til vegna gruns um gasleka …
Slökkvilið og lögregla voru kölluð til vegna gruns um gasleka á Hafnartorgi. Ljósmynd/Aðsend

Slökkviliðið og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð að verslun H&M við Hafnartorg nú um hádegið, eftir að tilkynnt var um grun um gasleka í versluninni.

Ekkert gas kom hins vegar fram á mælum slökkviliðsins, sem segir lyktina væntanlega mega rekja til vinnu iðnaðarmanna í kjallara hússins.

mbl.is