Íslenskt jólakaffihús opnað í Lærdal í Noregi

Árný Rós Gísladóttir, Agnes Ásgeirsdóttir og Snorri G. Bogason sem …
Árný Rós Gísladóttir, Agnes Ásgeirsdóttir og Snorri G. Bogason sem reka Nisse Café í Noregi.

„Við erum þrjú frá Ísafirði sem ákváðum að opna jólakaffihús í Lærdal í Sognafirði í Noregi. Við opnuðum Nisse Café 22. nóvember og erum með leigusamning til áramóta. Það er pressa á okkur frá sveitarfélaginu, sem telur 2.200 manns, og bæjarbúum að halda áfram eftir áramót enda er þetta eina kaffihúsið í sveitarfélaginu.“

Þetta segir Árný Rós Gísladóttir sjúkraliði, sem rekur jólakaffihúsið ásamt Agnesi Ásgeirsdóttur sjúkraliða og eiginmanni hennar, Snorra G. Bogasyni matreiðslumeistara. Öll eru þau frá Ísafirði og líkar vel vistin í Lærdal, sem er sveitarfélag í Sognafirði í Vestur-Noregi þar sem næsta borg er Bergen, í þriggja tíma akstursfjarlægð.

„Við erum öll í fullri vinnu annars staðar og höfum verið með alls konar hugmyndir í gangi. Sveitarfélagið hafði samband við Snorra í sumar þegar kaffihúsi á sama stað var lokað skyndilega og hann hljóp í skarðið. Við fengum svo hugmyndina að jólakaffihúsinu og það var lítið mál að fá húsnæði hjá sveitarfélaginu,“ segir Árný og bætir við að mikil áhersla hafi verið lögð á að opna kaffihúsið fyrir jólamarkað sem haldinn er árlega í Lærdal og allt kapp sé lagt á að gera kaffihúsið sem jólalegast.Sjá viðtal við Árný Rósu í heild á baksíðu Morgunblaðsns í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert