Klaustursmálið: Atburðarásin frá upphafi

Frá því að Klaustursmálið svokallaða kom upp hafa tveir þingmenn ...
Frá því að Klaustursmálið svokallaða kom upp hafa tveir þingmenn verið reknir úr þingflokki sínum, tveir eru farnir í leyfi og tveir sitja sem fastast. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rúm vika er síðan íslenskt samfélag fór nánast á hliðina vegna barfarar sex þingmanna á Klaustur síðla í nóvember sem náðist á upptöku.

Á þeim níu dögum sem liðnir eru frá því að fyrstu fréttir um Klaustursmálið svokallaða birtust hafa sjaldan eins mörg niðrandi ummæli fallið á jafn stuttum tíma. Tveir þingmenn hafa verið reknir úr þingflokki, tveir eru farnir í leyfi en tveir sitja sem fastast. En hvernig hefur málið þróast frá því það kom fyrst fram til dagsins í dag? Hér verður farið yfir það helsta sem drifið hefur á daga þeirra sem tengjast Klaustursmálinu, með einum eða öðrum hætti, síðustu daga. 

Hljóðupptaka eða hleranir?

Miðvikudagskvöldið 28. nóvember birtu Stundin og DV fréttir sem unnar eru upp úr hljóðupptöku af samtali fjögurra þingmannanna Miðflokksins; Sigmundar Davíðs Guðlaugssonar, Gunnars Braga Sveinssonar, Bergþórs Ólasonar og Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, og tveggja þingmanna Flokks fólksins; Karls Gauta Hjaltasonar og Ólafs Ísleifssonar. Sigmundur Davíð brást fyrstur við og sagði að um hleranir væri að ræða. 

Daginn eftir, fimmtudaginn 29. nóvember, biðjast þingmennirnir allir afsökunar á ummælum sínum, hver með sínum hætti. Konurnar sem talað er um á upptökunni eru nafngreindar, hver af annarri og samfélagið bregst við og margir virðast sammála um að ummæli þingmannanna sýni skammarleg viðhorf til kvenna. Konur á Alþingi hittust og ræddu ummælin. Um kvöldið var árleg þingmannaveisla á Bessastöðum og var stemningin einkar dauf eins og gefur að skilja. 

Grafík/mbl.is

Brottrekstur og launalaust leyfi

Freyja Haraldsdóttir, fyrrverandi þingmaður og baráttukona fyrir réttindum fatlaðra, er ein þeirra kvenna sem kemur fyrir á upptökunum en talað var um hana með mjög niðrandi hætti, hún meðal annars uppnefnd „Freyja eyja“ og umdeilt hljóð heyrðist á upptökunni þar sem heyra má líkja eftir hljóði úr sel. Freyja tjáði sig um upptökuna föstudaginn 30. nóvember þar sem hún sagði meðal annars að ummælin séu skýrt dæmi um birt­ing­ar­mynd kven­fyr­ir­litn­ing­ar og fötl­un­ar­fyr­ir­litn­ing­ar.

Sama dag voru Karl Gauti og Ólafur reknir úr Flokki fólksins en stjórn flokksins hafði skorað á þá daginn áður að segja af sér. Þeir ætla að sitja áfram á Alþingi sem óháðir þingmenn. Skömmu síðar barst tilkynning frá Miðflokknum þar sem greint var frá því að Gunnar Bragi og Bergþór hafi tekið sér leyfi frá þingstörfum. 

Grafík/mbl.is

Krefjast afsagnar sexmenninganna

Laugardaginn 1. desember, á 100 ára afmæli fullveldis Íslands, var boðað til mótmæla á Austurvelli þar sem krafist var afsagnar þingmannanna sex. Mót­mæl­in voru friðsam­leg og fjöl­menn – Aust­ur­völl­ur var þétt skipaður mest all­an tím­ann.

Stóll að hreyfast eða reiðhjól að bremsa? 

Sigmundur Davíð hringdi í Freyju sunnudaginn 2. desember og bað hana afsökunar. Hún segir hins vegar að ekki sé um afsökunarbeiðni að ræða þar sem Sigmundur hafi samtímis „reynt að hrút­skýra, efti­r­á­skýra og hrein­lega ljúga til um það sem átti sér stað.“ Þá útskýrði hann fyrir henni að selahljóðið umtalaða væri líklega stóll að hreyfast. 

Andrúmsloftið var spennuþrungið á Alþingi mánudaginn 3. desember og fundaði forsætisnefnd þingsins um málið um morguninn. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, greindi frá því við upphaf þingfundar að málinu hefði verið vísað siðanefndar Alþingis sem hefur því verið virkjuð í fyrsta sinn og er málið rannsakað sem mögulegt siðabrotamál.

Um kvöldið fór leikhópur úr Borgarleikhúsinu með leiklestur á samtali þingmannanna. Sama kvöld var Sigmundur Davíð í viðtali í fréttum Stöðvar 2 þar sem hann sagði að selahljóðið gæti verið „reiðhjól að bremsa fyrir utan gluggann.“

Grafík/mbl.is

„Ekki á mína ábyrgð að stoppa það þegar drukknir menn tala“

Anna Kolbrún Árnadóttir, eina konan sem tók í samræðunum á barnum 20. nóvember, greindi frá því í viðtali við Morgunblaðið og mbl.is þriðjudaginn 4. desember að hún muni ekki segja af sér. „Ég geri mér grein fyr­ir því að ég lét þetta viðgang­ast. En á sama tíma geri ég mér fulla grein fyr­ir því að það er ekki á mína ábyrgð að stoppa það þegar drukkn­ir menn tala,“ sagði Anna Kolbrún meðal annars í viðtalinu. 

Miðvikudaginn 5. desember var Lilja Dögg Alfreðsdóttir í viðtali í Kastljósi þar sem hún sagði ummæli þingmannanna óafsakanleg, en hljóðupptökur sem heyra mennina tala með afar niðrandi hætti um Lilju birtust eins af annarri í vikunni. Ég upp­lifi þetta sem of­beldi. Þeir eru of­beld­is­menn,“ sagði Lilja meðal annars. 

Uppljóstrarinn stígur fram

Í gær, fimmtudaginn 6. desember, fór ekki á milli mála að málið er farið að hafa áhrif á þá vinnu sem fram fer á Alþingi en þá var geint frá því að formenn annarra stjórn­ar­and­stöðuflokka boðuðu ekki Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son, formann Miðflokks­ins, á sam­ráðsfund flokk­anna á þriðju­dag­inn, en for­menn­irn­ir funda reglu­lega til þess að bera sam­an bæk­ur sín­ar. 

Í dag, föstudaginn 7. desember, dró svo til tíðinda þegar konan sem tók upp samtalið steig  fram undir nafni í viðtali við Stundina. Hún heitir Bára Halldórsdóttir og er fötluð hinsegin öryrki. 

Grafík/mbl.is

Stórt pólitískt hneyksli og þjóðin í áfalli

Erlendir miðlar hafa fylgt málinu eftir frá upphafi og tala þeir flestir um stærðarinnar pólitískt hneykslismál og segir breska ríkisútvarpið íslensku þjóðina vera í áfalli vegna „gróflegs karlrembuspjalls þingmanna.“ BBC fjallar einnig um mótmælin sem fram fóru á laugardag.

BBC talar um hneyksli vegna gróflegs karlrembuspjalls þingmanna.
BBC talar um hneyksli vegna gróflegs karlrembuspjalls þingmanna. Skjáskot/BBC

Norska rík­is­út­varpið var fyrst erlendra miðla til að flytja fregnir af málinu og kallaði það „þriðja kollrakið í ís­lensk­um stjórn­mál­um á inn­an við þrem­ur árum“ og vís­ar til Wintris-máls Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar 2016 og hluta­bréfaviðskipta Bjarna Bene­dikts­son­ar rétt fyr­ir hrun sem í há­mæli komust í fyrra.

New York Times hefur einnig fjallað um málið og segir uppnám ríkja vegna „leynilegrar upptöku um niðrandi ummæla sem einkennast af karlrembu.“ Í greininni gætir þó misskilnings þar sem Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, er titluð sem ráðherra.

Erlendir miðlar hafa fjallað um Klaustursmálið og segir The New ...
Erlendir miðlar hafa fjallað um Klaustursmálið og segir The New York Times upplausnarástand ríkja í þjóðfélaginu. Skjáskot/New York Times

Flestir erlendu miðlanna benda einnig á að Ísland hafi lengst af verið í far­ar­broddi þegar kem­ur að jafnréttismálum og greinir New York Times frá stolti Íslendinga yfir að prýða efsta sæti lista World Economic Forum´s gender gap index í fyrra yfir jafnréttismál.

TV2 í Danmörku hefur líklega fjallað einna mest um málið, en Danadrottning og forsætisráðherra Danmerkur, voru einmitt nýkomin til landsins þegar Klausturmálið skall á.

Málinu er hvergi nærri lokið en hver þróunin verður á eftir að koma í ljós. Siðanefnd Alþingis mun gefa sér tíma til að fara yfir málið sem verður rannsakað sem siðabrotamál. Hversu lengi Karl Gauti og Ólafur verða óháðir þingmenn og hvenær Gunnar Bragi og Bergþór koma til baka úr leyfi mun einnig koma í ljós og þá verður áhugavert að fylgjast með störfum þingsins. Fullvíst er hins vegar að fjölmiðlar, innlendir sem erlendir, munu halda áfram að fylgjast með. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Átta ofurhlauparar í Hong Kong

08:47 Átta Íslendingar, fimm karlar og þrjár konur, taka þátt í Hong Kong ultra hlaupinu sem hófst í nótt en það er 103 km fjallahlaup með um 5.400 m hækkun. Meira »

Auka öryggi í Fljótavík

08:18 Umhverfisstofnun hefur gefið leyfi til að komið verði upp lendingaraðstöðu í Fljótavík innan Hornstrandafriðlandsins.  Meira »

Huga að gerð varnargarðs við Vík

07:57 Varnargarður við Víkurklett austan við Vík í Mýrdal, vegna hugsanlegs Kötluhlaups, var á dagskrá ríkisstjórnarinnar í gær. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra kynnti málið. Meira »

Mikil hálka á Akureyri

07:43 Lögreglan á Norðurlandi eystra vill vara fólk við mikilli hálku á gangstígum og götum á Akureyri en þar er hitastigið komið upp fyrir frostmark. Vegagerðin varar einnig við hálku víða á landinu. Meira »

Mikið leitað um Ísland á Google

07:37 Áhugi á Íslandi fer stöðugt vaxandi, ef marka má fjölda leita á vefsvæðinu Google. Alls var þar leitað 27 milljón sinnum að hótelum og gistingu á Íslandi á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Meira »

Kalt loft þvingar sér yfir landið

07:19 Nú í morgunsárið nálgast kuldaskil landið úr vestri. Þessi skil eru afskaplega skörp og um miðjan morgun kemur mun kaldara loft til okkar, fyrst á vestanverðu landinu. Þetta kalda loft þvingar sér yfir landið til austurs og mun því hlýna alls staðar áður en kólnar aftur. Meira »

Segir sögurnar hreinan uppspuna

06:42 Jón Baldvin Hannibalsson segir sögur um hann eiga það meðal annars sameiginlegt að vera ýmist hreinn uppspuni eða þvílík skrumskæling á veruleikanum, að sannleikurinn er óþekkjanlegur. Sannleikurinn er því nú þegar fyrsta fórnarlambið í þessu leikriti, segir hann í yfirlýsingu. Meira »

Ágreiningur um vinnutíma

05:30 Efling hafnaði í gær tillögum Samtaka atvinnulífsins (SA) um breytingar á vinnutíma og útreikningi launa. Þær ganga út á að víkka ramma dagvinnutímans og geta stytt vinnutíma með því að taka kaffitíma úr launuðum vinnutíma. Meira »

Ekki ástæða fyrir frekari veikingu

05:30 Engin sérstök ástæða er til að búast við meiri veikingu íslensku krónunnar, að mati Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka. Meira »

Fleiri duftker jarðsett en kistur

05:30 Þeim fjölgar sífellt sem kjósa bálför í stað hefðbundinnar útfarar. Í fyrra voru í fyrsta sinn fleiri duftker jarðsett hjá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma en hefðbundnar kistur. Meira »

Of víðtæk friðlýsing

05:30 Orkustofnun telur að útmörk á fyrirhuguðu friðlýstu svæði á Reykjatorfunni fyrir ofan Hveragerði séu algerlega óraunhæf og svæðið of víðtækt í og kringum Reykjadal, að teknu tilliti til varmaorkuhagsmuna íbúa í Hveragerði og Ölfusi, nema að ætlunin sé að setja því sérstaka friðlýsingarskilmála er leyfðu orkurannsóknir og sjálfbæra orkuvinnslu innan þess svæðis. Meira »

Slökkti á símanum

05:30 „Ég æfi mikið íþróttir, crossfit og handbolta, og þar af leiðandi skiptir svefn mig miklu máli. Ég var áður að fá of lítinn svefn og tengi það við að ég var í símanum á kvöldin.“ Meira »

Hrafnaþing — Þriðji þáttur

Í gær, 22:06 Þriðji þáttur Hrafnaþings er nú aðgengilegur í Sjónvarpi mbl.is. Smávægilegir tæknilegir örðugleikar urðu til þess að þátturinn fór ekki loftið á tilskildum tíma, það er klukkan 20. Meira »

Vann tvær milljónir í Jókernum

Í gær, 21:57 Enginn var með fyrsta vinning í útdrætti kvöldsins í EuroJackpot. Rúmlega 3,8 milljarðar voru í pottinum og flyst upphæðin yfir í næstu viku. Einn var með allar tölurnar réttar og í réttri röð í Jóker og fær hann tvær milljónir í vinning. Miðinn var keyptur í Olís við Gullinbrú í Reykjavík. Meira »

Kerfi loks sniðið að þörfum starfsmanna

Í gær, 20:52 Miðstöðin tók í dag í notkun nýtt samskiptakerfi sem starfsmenn með skerta sjón geta notað. Kerfið var formlega tekið í notkun af Eyþóri Þrastarsyni, blindum starfsmanni Miðstöðvarinnar, en Miðstöðin er þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Meira »

Gillette á hvers manns vörum

Í gær, 20:50 Sérfræðingar í auglýsinga- og markaðsmálum virðast almennt ánægðir með nýja auglýsingu rakvélaframleiðandans Gillette sem vakið hefur mikla athygli í vikunni. Meira »

Harmar ákvörðun ráðuneytisins

Í gær, 20:10 Fjölskylduráð Hafnarfjarðar harmar ákvörðun heilbrigðisráðuneytisins um að hafna því að greiða fyrir viðbótarrými í Drafnarhúsi fyrir fólk með heilabilunarsjúkdóma. Það er fram á að ákvörðunin verði endurskoðuð. Meira »

Katrín Júl og Margeir gestir

Í gær, 19:13 Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi ráðherra og margt annað eins og hún segir sjálf og Margeir Vihjálmsson voru gestir síðdegis á K100. Þau munu seint þykja skoðanalaus og var reifað á málefnum vikunnar. Meira »

Boðar lækkun tekjuskatts

Í gær, 17:53 Unnið hefur verið að því um langt skeið að útfæra leiðir til þess að aðstoða aðila vinnumarkaðarins að ná saman í yfirstandandi kjaraviðræðum. Þegar hefur verið gripið til ráðstafana. Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í samtali við mbl.is um mögulega aðkomu ríkisins að kjaraviðræðum. Meira »
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfsk., disel, 7 manna
Til sölu LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfskiptur, dísel, 7 manna ekinn 204.000 km...