Lilja Rannveig tók sæti á Alþingi

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir.
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, annar varamaður á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, tók í fyrsta sinn sæti á Alþingi í morgun í fjarveru Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og jafnréttismálaráðherra, sem getur ekki sinnt þingstörfum á næstunni.

Fyrsti varamaður fyrir Ásmund Einar boðaði forföll og því tók Lilja Rannveig sætið. Í tilefni þess undirritaði hún drengskaparheit að stjórnarskránni.

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir á Alþingi í morgun.
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir á Alþingi í morgun. Mynd/Skjáskot af vef Alþingis
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert