Lögbannið ekki í nafni íbúa í Norðlingaholti

Tæplega 50 íbúar í Norðlingaholti hvetja Barnaverndarstofu til að finna ...
Tæplega 50 íbúar í Norðlingaholti hvetja Barnaverndarstofu til að finna vistheimili fyr­ir ung­menni í vanda annan stað í hverfinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íbúasamtök Norðlingaholts, sem hafa mótmælt rekstri vistheimilis fyr­ir ung­menni í vanda í hverfinu og fengu lögbann á starf­sem­ina áður en nokk­urt barn náði að flytja inn, tala ekki í nafni allra íbúa í Norðlingaholti. Þetta kemur fram í tilkynningu sem tæplega 50 íbúar í Norðlingaholti hafa sent frá sér.

„Úrræði sem þessi eru mikilvægur þáttur í því að styðja við börn sem þurfa á aðstoð að halda til að komast aftur á beinu brautina. Samfélag sem vill hjálpa þeim sem hafa misstigið sig þarf að sýna það í verki, en ekki skilyrða samúðina við að hjálpin fari fram fjarri þeim sjálfum,“ segir í tilkynningunni. 

Þá taka íbúarnir undir með Barnaverndarstofu að slík viðhorf lýsi sorglegri þröngsýni og þykir þeim leiðinlegt að orðspor Norðlingaholts hafi beðið hnekki vegna málsins. 

„Verst er að börnin sem þurfa nauðsynlega á hjálp að halda þurfa nú að bíða enn lengur vegna þessara harkalegu aðgerða. Við vonum að viðkomandi íbúar sjái að sér og afturkalli lögbannskröfuna,“ segir jafnframt í tilkynningunni og hvetja íbúarnir Barnaverndarstofu til að finna úrræðinu annan stað í hverfinu. 

Fréttailkynninguna frá íbúum í Norðlingahloti í heild sinni má lesa hér að neðan: 

Við undirrituð erum vonsvikin og sorgmædd yfir fréttum um að lögbann hafi verið sett á fyrirhugað vistheimili fyrir ungmenni með fíknivanda í Þingvaði í Norðlingaholti. Íbúasamtök Norðlingaholts, sem hafa mótmælt rekstri vistheimilisins, og þeir nágrannar sem kröfðust lögbanns á starfsemina tala ekki í okkar nafni.

Úrræði sem þessi eru mikilvægur þáttur í því að styðja við börn sem þurfa á aðstoð að halda til að komast aftur á beinu brautina. Samfélag sem vill hjálpa þeim sem hafa misstigið sig þarf að sýna það í verki, en ekki skilyrða samúðina við að hjálpin fari fram fjarri þeim sjálfum. Við tökum undir með Barnaverndarstofu að slík viðhorf lýsi sorglegri þröngsýni, og okkur þykir leiðinlegt að orðspor Norðlingaholts hafi beðið hnekki vegna frétta af þessu máli.

Verst er að börnin sem þurfa nauðsynlega á hjálp að halda þurfa nú að bíða enn lengur vegna þessara harkalegu aðgerða. Við vonum að viðkomandi íbúar sjái að sér og afturkalli lögbannskröfuna, og hvetjum Barnaverndarstofu til að finna úrræðinu annan stað í hverfinu, því við viljum geta boðið skjólstæðinga vistheimilisins velkomna í fallega og friðsæla Norðlingaholtið okkar.

Salvar Þór Sigurðarson, Rauðavaði

Hulda Gísladóttir, Rauðavaði

Kolbrún Sara Aðalsteinsdóttir, Bjallavaði 1

Vala Ragna Ingólfsdóttir, Sandavaði 3

Berglind Ósk B. Filippíudóttir, Lindarvaði

Arnþór Kristjánsson, Lindarvaði

Steinunn Arnórsdóttir, Hestavaði 3

Marta Ruth Guðlaugsdóttir, Bjallavaði

Guðný Maja Riba, Selvaði 3

Óskar Barkarsson, Selvaði 3

Guðlaug Pálsdóttir, Ferjuvaði

Sigrún Ásta Magnúsdóttir, Hólmvaði 2

Jóhanna Birna Hrólfsdóttir, Selvaði 1

Aníta Lára Ólafsdóttir, Helluvaði 1

Dóra Sveinsdóttir, Selvaði

Berglind Fanndal Káradóttir, Helluvaði 1

Berglind Karlsdóttir, Selvaði 1

Helena Guðlaugsdóttir, Þingvaði 57

Finnur Dellsén, Rauðavaði

Ásrún Björg, Bjallavaði 15

Sigurður Hákon, Bjallavaði 15

Rakel Jana Arnfjörð, Hestavaði 5

Ósk Elísdóttir, Hólmvaði 8

Unnur Sigurþórsdóttir, Sandavaði 9

Hinrik Carl Ellertsson, Bjallavaði 7

Hlín Ólafsdóttir, Kambavaði 1

Ásdís Thelma Fanndal Torfadóttir, Ferjuvaði 1

Trausti Sigurbjörnsson, Ferjuvaði 1

Jóhanna Guðrún Gunnarsdóttir, Selvaði 3

Anna G. Ingvarsdóttir, Hólavaði 5

Stella Kristín Hallgrímsdóttir, Hestavaði

Katrín Klara Þorleifsdóttir, Krókavaði

Sigríður Eyjólfsdóttir, Rauðavaði

Guðrún Matthildur Arnardóttir, Hólavaði

Hjörtur Logi Dungal, Hestavaði

Stefanía Reynisdóttir, Lækjarvaði

Dagný Guðjónsdóttir, Hólavaði 51

Ásgerður Friðbjarnardóttir, Bjallavaði 7

Matthildur Þ. Gunnarsdóttir, Árvaði 1

Björgvin Freyr, Bjallavaði

Harpa F. Johansen, Bjallavaði 7

Þórður Friðbjarnarson, Rauðavaði 9

Hafdís Bárudóttir, Rauðavaði 25

Helena Drífa Þorleifsdóttir, Hólavaði

Grétar Örn Jóhannsson, Krókavaði

Haraldur Theodórsson, Selvaði 1

Klara Hansdóttir, Selvaði

mbl.is

Innlent »

Góð stemning á Heima í Hafnarfirði

Í gær, 23:39 Góð og skemmtileg stemning myndaðist á tónlistarhátíðinni Heima en hún markar upphaf bæjarhátíðarinnar Bjartra daga í Hafnarfirði. Fjölskyldur opnuðu heimili sín í miðbæ Hafnarfjarðar en auk þess opnuðu Fríkirkjan og Bæjarbíó dyr sínar. Meira »

Með hníf á lofti og lét sig hverfa

Í gær, 23:28 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að heimili í Árbæ á áttunda tímanum í kvöld. Að sögn lögreglu var ósætti meðal heimilisfólks og eiginmaðurinn með hníf á lofti. Meira »

Bongóblíða á sumardaginn fyrsta

Í gær, 22:23 Rjómablíða verður um mest allt landið á morgun, sumardaginn fyrsta, ef spár ganga eftir. Samkvæmt þeim fer hitinn hæst í 17 gráður, á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi. Meira »

Stafræn Sturlungaöld

Í gær, 21:48 „Sturlungaöldin á Íslandi er sveipuð ævintýraljóma þó að hún hafi auðvitað einkennst af miklum átökum, ofbeldi og mannvígum,“ segir Áskell Heiðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri 1238 – Baráttan um Ísland. Meira »

Efling varar við nýrri starfsmannaleigu

Í gær, 21:24 Efling varar við nýstofnaðri starfsmannaleigu, Seiglu, og hvetur fólk til að eiga ekki viðskipti við hana. Þetta kemur fram í færslu á vef Eflingar þar sem fullyrt er að leigan sé á vegum starfsmannaleigunnar Manna í vinnu. Meira »

Sjávarútvegur gæti gert enn betur

Í gær, 20:30 Orkuskipti og notkun umhverfisvænni kælimiðla gætu hjálpað til að draga enn frekar úr losun íslensks sjávarútvegs á gróðurhúsalofttegundum. Meira »

Áhrif gjaldþrotsins ekki komin fram

Í gær, 20:18 Mjög erfitt er að spá fyrir um það hvernig sumarvertíðin verður hjá ferðaþjónustufyrirtækjum landsins. Afleiðingarnar af gjaldþroti WOW air komi ef til vill ekki að fullu fram fyrr en í haust. Þá er ekki hægt að segja að greinin hafi náð jafnvægi eftir þá dýfu sem fylgdi brotthvarfi flugfélagsins. Meira »

Alvarlegt vinnuslys í álveri Fjarðaáls

Í gær, 19:47 Alvarlegt vinnuslys varð í álveri Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði um klukkan tvö í dag þegar karlmaður féll fjóra metra á merktri gönguleið í skautsmiðju álversins. Meira »

Hækkanir ógn við hagsmuni neytenda

Í gær, 18:46 Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir furðu á ákvörðun fyrirtækja sem hafa gefið út að þau hyggist hækka vöruverð í kjölfar nýgerðra kjarasamninga. Neytendur muni ekki sætta sig við óábyrgar verðhækkanir. Meira »

Norðmaður og Dani duttu í lukkupottinn

Í gær, 18:14 Eng­inn var með all­ar töl­urn­ar rétt­ar í Vík­ingalottó­inu í kvöld en í pott­in­um voru rúm­ir 406 milljónir króna. Tveir hlutu ann­an vinn­ing og fengu í sinn hlut 30,9 milljónir króna. Vinningsmiðarnir voru keyptir í Danmörku og Noregi. Meira »

„Þetta er risastór dagur“

Í gær, 18:09 Í dag hefst Lenovo-deildin í rafíþróttum, fyrsta deild sinnar tegundar hér á landi. Mikil spenna er á meðal áhugafólks um tölvuleiki en hægt verður að fylgjast með keppni í beinni útsendingu. „Þetta er risastór dagur,“ segir formaður Rafíþróttasambandsins um tilefnið en mbl.is kom við í stúdíóinu. Meira »

Andlát: Jensína Andrésdóttir

Í gær, 17:53 Jensína Andrésdóttir, sem var elst allra Íslendinga, lést á skírdag, 18. apríl síðastliðinn, 109 ára og 159 daga gömul. Í janúar á þessu ári náði hún þeim áfanga að verða elst allra Íslend­inga sem hafa búið hér á landi. Meira »

Dæmdur fyrir alvarlega líkamsárás

Í gær, 17:38 Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í síðustu viku karlmann á fertugsaldri í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa slegið annan mann með glasi í höfuðið á skemmtistað. Meira »

Bergrún hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur

Í gær, 17:35 Bergrún Íris Sævarsdóttir hlaut Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur, sem afhent voru í fyrsta sinn í dag í Reykjavík, bókmenntaborg UNESCO. Verðlaunin eru veitt fyrir frumsamið handrit að barna- eða ungmennabók og voru veitt samhliða Barnabókaverðlauna Reykjavíkur í Höfða í dag. Meira »

Hildur, Guðni og Rán verðlaunuð

Í gær, 17:25 Hildur Knútsdóttir, Guðni Kolbeinsson og Rán Flygering hlutu Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar sem afhent voru af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. Meira »

„Fólk kemur til að hlusta“

Í gær, 16:17 „Það er mjög skemmtilegt að spila í svona nánu umhverfi, fólk er nálægt og það myndast persónuleg stemning. Fólk kemur líka til að hlusta en ekki til að drekka bjór eða tala í símann,“ segir tónlistarkonan Ragna Kjartansdóttir, betur þekkt undir listmannsnafninu Cell7, sem kemur fram á tónlistarhátíðinni Heima í Hafnarfirði í kvöld. Meira »

Reiknar ekki með frekari breytingum

Í gær, 16:16 Ekki er von á frekari breytingum hjá Airport Associates, sem veit­ir flugaf­greiðsluþjón­ustu á Kefla­vík­ur­flug­velli og m.a. þjón­ustaði WOW air. Meira »

Unnið að nýrri Plánetu-þáttaröð

Í gær, 16:10 Dvöl Sir David Attenborough hér á landi tengist upptökum á nýrri þáttaröð sem mun bera heitið One Planet, Seven Worlds, samkvæmt svari almannatengsladeildar breska ríkisútvarpsins við fyrirspurn mbl.is. Þættirnir verða teknir til sýninga á BBC One og verða sjö talsins. Meira »

Tók myndir af konu í sturtu

Í gær, 15:58 29 ára gamall karlmaður var í gær dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Vestfjarða, fyrir að taka tvær ljósmyndir af konu sem var í sturtu og særa með því blygðunarsemi hennar. Meira »
Bensínhjólbörur
Eigum til bensínhjólbörur með 7.5hp Briggs & Stratton, Drif á öllum, 4 gírar á...
KERRUR _ KERRUR _ KERRUR
Þessar sterku Þýsku frá ANSSEMS & HULCO, til afgreiðslu strax, sjá myndir m.a. í...
Byggingarstjóri
Allar byggingarleyfisskyldar framkvæmdir krefjast löggilds byggingarstjóra. ...
Varstu í bústað, ólykt eftir vetur, viltu eyða
Varstu í bústaðnum, var ólykt / fúkkalykt eftir veturinn, viltu eyða, hér er lau...