Lögbannið ekki í nafni íbúa í Norðlingaholti

Tæplega 50 íbúar í Norðlingaholti hvetja Barnaverndarstofu til að finna ...
Tæplega 50 íbúar í Norðlingaholti hvetja Barnaverndarstofu til að finna vistheimili fyr­ir ung­menni í vanda annan stað í hverfinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íbúasamtök Norðlingaholts, sem hafa mótmælt rekstri vistheimilis fyr­ir ung­menni í vanda í hverfinu og fengu lögbann á starf­sem­ina áður en nokk­urt barn náði að flytja inn, tala ekki í nafni allra íbúa í Norðlingaholti. Þetta kemur fram í tilkynningu sem tæplega 50 íbúar í Norðlingaholti hafa sent frá sér.

„Úrræði sem þessi eru mikilvægur þáttur í því að styðja við börn sem þurfa á aðstoð að halda til að komast aftur á beinu brautina. Samfélag sem vill hjálpa þeim sem hafa misstigið sig þarf að sýna það í verki, en ekki skilyrða samúðina við að hjálpin fari fram fjarri þeim sjálfum,“ segir í tilkynningunni. 

Þá taka íbúarnir undir með Barnaverndarstofu að slík viðhorf lýsi sorglegri þröngsýni og þykir þeim leiðinlegt að orðspor Norðlingaholts hafi beðið hnekki vegna málsins. 

„Verst er að börnin sem þurfa nauðsynlega á hjálp að halda þurfa nú að bíða enn lengur vegna þessara harkalegu aðgerða. Við vonum að viðkomandi íbúar sjái að sér og afturkalli lögbannskröfuna,“ segir jafnframt í tilkynningunni og hvetja íbúarnir Barnaverndarstofu til að finna úrræðinu annan stað í hverfinu. 

Fréttailkynninguna frá íbúum í Norðlingahloti í heild sinni má lesa hér að neðan: 

Við undirrituð erum vonsvikin og sorgmædd yfir fréttum um að lögbann hafi verið sett á fyrirhugað vistheimili fyrir ungmenni með fíknivanda í Þingvaði í Norðlingaholti. Íbúasamtök Norðlingaholts, sem hafa mótmælt rekstri vistheimilisins, og þeir nágrannar sem kröfðust lögbanns á starfsemina tala ekki í okkar nafni.

Úrræði sem þessi eru mikilvægur þáttur í því að styðja við börn sem þurfa á aðstoð að halda til að komast aftur á beinu brautina. Samfélag sem vill hjálpa þeim sem hafa misstigið sig þarf að sýna það í verki, en ekki skilyrða samúðina við að hjálpin fari fram fjarri þeim sjálfum. Við tökum undir með Barnaverndarstofu að slík viðhorf lýsi sorglegri þröngsýni, og okkur þykir leiðinlegt að orðspor Norðlingaholts hafi beðið hnekki vegna frétta af þessu máli.

Verst er að börnin sem þurfa nauðsynlega á hjálp að halda þurfa nú að bíða enn lengur vegna þessara harkalegu aðgerða. Við vonum að viðkomandi íbúar sjái að sér og afturkalli lögbannskröfuna, og hvetjum Barnaverndarstofu til að finna úrræðinu annan stað í hverfinu, því við viljum geta boðið skjólstæðinga vistheimilisins velkomna í fallega og friðsæla Norðlingaholtið okkar.

Salvar Þór Sigurðarson, Rauðavaði

Hulda Gísladóttir, Rauðavaði

Kolbrún Sara Aðalsteinsdóttir, Bjallavaði 1

Vala Ragna Ingólfsdóttir, Sandavaði 3

Berglind Ósk B. Filippíudóttir, Lindarvaði

Arnþór Kristjánsson, Lindarvaði

Steinunn Arnórsdóttir, Hestavaði 3

Marta Ruth Guðlaugsdóttir, Bjallavaði

Guðný Maja Riba, Selvaði 3

Óskar Barkarsson, Selvaði 3

Guðlaug Pálsdóttir, Ferjuvaði

Sigrún Ásta Magnúsdóttir, Hólmvaði 2

Jóhanna Birna Hrólfsdóttir, Selvaði 1

Aníta Lára Ólafsdóttir, Helluvaði 1

Dóra Sveinsdóttir, Selvaði

Berglind Fanndal Káradóttir, Helluvaði 1

Berglind Karlsdóttir, Selvaði 1

Helena Guðlaugsdóttir, Þingvaði 57

Finnur Dellsén, Rauðavaði

Ásrún Björg, Bjallavaði 15

Sigurður Hákon, Bjallavaði 15

Rakel Jana Arnfjörð, Hestavaði 5

Ósk Elísdóttir, Hólmvaði 8

Unnur Sigurþórsdóttir, Sandavaði 9

Hinrik Carl Ellertsson, Bjallavaði 7

Hlín Ólafsdóttir, Kambavaði 1

Ásdís Thelma Fanndal Torfadóttir, Ferjuvaði 1

Trausti Sigurbjörnsson, Ferjuvaði 1

Jóhanna Guðrún Gunnarsdóttir, Selvaði 3

Anna G. Ingvarsdóttir, Hólavaði 5

Stella Kristín Hallgrímsdóttir, Hestavaði

Katrín Klara Þorleifsdóttir, Krókavaði

Sigríður Eyjólfsdóttir, Rauðavaði

Guðrún Matthildur Arnardóttir, Hólavaði

Hjörtur Logi Dungal, Hestavaði

Stefanía Reynisdóttir, Lækjarvaði

Dagný Guðjónsdóttir, Hólavaði 51

Ásgerður Friðbjarnardóttir, Bjallavaði 7

Matthildur Þ. Gunnarsdóttir, Árvaði 1

Björgvin Freyr, Bjallavaði

Harpa F. Johansen, Bjallavaði 7

Þórður Friðbjarnarson, Rauðavaði 9

Hafdís Bárudóttir, Rauðavaði 25

Helena Drífa Þorleifsdóttir, Hólavaði

Grétar Örn Jóhannsson, Krókavaði

Haraldur Theodórsson, Selvaði 1

Klara Hansdóttir, Selvaði

mbl.is

Innlent »

Klæddist þýfinu í seinna innbrotinu

06:14 Tilkynnt var um innbrot í tvær íbúðir í Vesturbænum á ellefta tímanum í gærkvöldi. Farið hafði verið inn í íbúðirnar, rótað þar og stolið munum. Þá bárust lögreglu einnig tilkynningar um innbrot í tvo bíla í miðbænum og virðist sami einstaklingur hafa verið að verki í bæði skipti. Meira »

Reynt að ná samkomulagi um frestun

05:30 Hluti stjórnarandstöðunnar á Alþingi er afar ósáttur við áform stjórnarflokkanna um að afgreiða samgönguáætlun fyrir jól. Hótuðu sumir þeirra málþófi þegar þeir tóku málið tvisvar upp í gær undir liðnum umræða um fundarstjórn forseta. Meira »

Mönnun nýrra hjúkrunarrýma í óvissu

05:30 Óvíst er að áform heilbrigðisráðherra um að taka í notkun 550 hjúkrunarrými til ársins 2023 nái fram að ganga sem og þau áform að taka 200 af þeim í gagnið á næstu tveimur árum. Meira »

Vegleg bókagjöf

05:30 Pétur M. Jónasson, 98 ára, prófessor emeritus við Kaupmannahafnarháskóla, og dætur hans, Margrét og Kristín, hafa fært Náttúruminjasafni Íslands einkar veglega bókagjöf. Meira »

Verður Ísland áfangastaður ársins?

05:30 Samtökin Cruise Iceland hafa verið tilnefnd til alþjóðlegra verðlauna innan geira skemmtiferðaskipa. Tilnefningin er í flokknum „Besti áfangastaðurinn 2019“. Þetta er í fyrsta skipti sem Ísland er tilnefnt. Meira »

Tugir milljarða í ný hótelherbergi

05:30 Áformað er að taka um 1.500 hótelherbergi í notkun í Reykjavík á næstu tveimur árum. Það jafnast á við 15 meðalstór borgarhótel. Miðað við að hvert hótelherbergi kosti að meðaltali 35 milljónir í byggingu er þetta fjárfesting upp á tæplega 53 milljarða króna. Meira »

Benedikt freistaði Foster

05:30 „Þetta er bara búið að vera í ferli, hófst með herferð okkar eftir að Ísland tilnefndi kvikmyndina sem framlag til Óskarsverðlauna, þá sýndum við akademíumeðlimum hana og m.a. Jodie Foster. Það eru líka ákveðin persónuleg tengsl milli Jodie og fólks í mínu teymi. Þannig að Jodie kom á fyrstu sýninguna sem ég var viðstaddur og við töluðum saman þá strax.“ Meira »

Fangaði eldinguna á myndband

Í gær, 23:28 Gísla Reynissyni, ritstjóra Aflafretta.is, tókst að fanga á myndband eina af eldingunum sem laust niður á suðvesturhorninu í kvöld er hann var staddur í Grafarvogi. Myndbandið var ekki nema tveggja sekúndna langt í rauntíma en Gísli klippti það til og hægði á myndinni þannig að eldingin sæist betur. Meira »

Frumvarp um barnalífeyri samþykkt

Í gær, 22:39 Frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um breytingar á lögum um almannatryggingar sem snýr að barnalífeyri var samþykkt á Alþingi í dag með 55 samhljóða atkvæðum. Meira »

Hljóðupptakan feli í sér refsivert brot

Í gær, 22:32 Hljóðupptakan sem var gerð á barnum Klaustri 20. nóvember var „njósnaaðgerð“ sem fól í sér refsivert brot. Þetta kemur fram í beiðni Reimars Péturssonar fyrir hönd fjögurra þingmanna Miðflokksins þar sem farið er fram á vitnaleiðslur og öflun sýnilegra sönnunargagna vegna upptökunnar. Meira »

Býðst til að safna fyrir Báru

Í gær, 22:31 Jón Gnarr, grínisti og fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, segist vera tilbúinn til að efna til söfnunar fyrir Báru Halldórsdóttur ef „svo ólíklega vildi til“ að hún yrði dæmt til að „borga eitthvað. Meira »

Vann 30 milljónir í Happdrætti HÍ

Í gær, 22:16 Einn heppinn miðaeigandi fékk þrefaldan vinning í milljónaveltu Happdrættis Háskóla Íslands og fær 30 milljónir króna í sinn hlut, en dregið var í kvöld. Meira »

Enn er beðið eftir hvalveiðaskýrslu

Í gær, 21:26 Ný skýrsla um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða, sem sjávarútvegsráðherra óskaði eftir og átti að liggja fyrir í október, hefur ekki skilað sér. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Þórir Hrafnsson, í samtali við mbl.is. Meira »

Ísland aðili að samþykkt SÞ um farendur

Í gær, 20:51 Ísland var eitt þeirra um 160 ríkja sem tóku þátt í afgreiðslu samþykktar Sameinuðu þjóðanna um örugga, skipulagða og reglubundna fólksflutninga (e. Global Compact for Safe, Orderly and Regular Migration) á sérstakri ríkjaráðstefnu í Marakes í Marokkó. Meira »

Twitter í ljósum logum eftir eldingar

Í gær, 19:27 Þrumur og eldingar eru tiltölulega sjaldgæfar á Íslandi, hvað þá í desember, en Twitter-notendur láta ekki sitt eftir liggja í að tjá sig um veðrið sem nú gengur yfir Suðvesturland. Flestir sjá á þessu spaugilegar hliðar á meðan öðrum er minna skemmt. Meira »

Svefnlyf sem mótvægi við metýlfenídati

Í gær, 19:20 Íslendingar nota fimmfalt meira af amfetamínskylda efninu metylfenídati en Danir og Norðmenn. Gríðarleg aukning hefur verið í notkun svona efna. Meira »

Frumvarp um tjáningarfrelsi lagt fram

Í gær, 18:56 Ríkisstjórnin hefur samþykkt að leggja fyrir Alþingi frumvarp forsætisráðherra um breytingu á stjórnsýslulögum um tjáningarfrelsi og þagnarskyldu opinberra starfsmanna. Meira »

Þrumur og eldingar á Suðvesturlandi

Í gær, 18:40 Vart hefur orðið við þrumur og eldingar á suðvesturhorni landsins nú síðdegis og samkvæmt veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands mælast eldingarnar nokkuð tíðar. Meira »

Fundi vegna Klaustursmáls frestað

Í gær, 18:37 Opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem átti að halda á morgun vegna ummæla þingmanna Miðflokksins um meinta sendiherrastöðu fyrir Gunnar Braga Sveinsson hefur verið frestað. Meira »