Meirihluti kysi bálför fram yfir jarðarför

Yngri svarendur voru líklegri til að velja bálför.
Yngri svarendur voru líklegri til að velja bálför. mbl.is/Hanna

Tæp 60% Íslendinga sögðust kjósa sér líkbrennslu eftir andlát, en 38% kváðust vilja greftrun. Þrjú prósent svarenda vildu annars konar útför.

Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar MMR á því hvers konar útför landsmenn myndu kjósa fyrir sjálfa sig, en heildarfjöldi svarenda var 928 einstaklingar.

Svarendur yngsta aldurshópsins, 18 til 29 ára, voru líklegust allra aldurshópa til að segjast kjósa bálför, 62%, en svarendur 68 ára og eldri voru líklegust til að kjósa jarðarför, eða 44%. Íbúar landsbyggðarinnar voru líklegri til að kjósa sér jarðarför en íbúar höfuðborgarsvæðisins.

Stuðningsfólk Viðreisnar, Pírata og Samfylkingar reyndist líklegast til að kjósa bálför en stuðningsfólks Flokks fólksins og Sjálfstæðisflokksins líklegust til að kjósa jarðarför. Tíu prósent pírata segðust myndu kjósa annars konar útför.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert