Óvissustig vegna snjóflóðahættu

Siglufjarðarvegur nú á öðrum tímanum í dag.
Siglufjarðarvegur nú á öðrum tímanum í dag. Ljósmynd/Vegagerðin

Búið er að lýsa yfir óvissustigi á Siglufjarðarvegi vegna snjóflóðahættu að sögn Vegagerðarinnar. 

Þá segir Vegagerðin að það sé hálka eða hálkublettir á vegum víða um land. 

Á Norðausturlandi er flughálka norðan við Bakkafjörð, á kafla í Vopnafirði og á Mývatnsheiði um Aðaldal að Húsavík. Annars er hálka eða snjóþekja á vegum. Víða er snjókoma en stórhríð er á Mývatns- og Möðrudalsöræfum.

Svona er umhorfs á Mývatnsheiði þessa stundina.
Svona er umhorfs á Mývatnsheiði þessa stundina. Ljósmynd/Vegagerðin

Nánar á vef Vegagerðarinnar.

mbl.is