Óvissustigi vegna snjóflóða aflétt

Óvissustig vegna snjóflóða hefur verið aflétt á Siglufjarðarvegi samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Hálkublettir eru á Reykjanesbraut, Hellisheiði, Þrengslum og víða á Suðvesturlandi. Hálka eða hálkublettir eru á flestum fjallvegum á Vesturlandi en greiðfært að mestu á láglendi. Hálka eða hálkublettir eru að sama skapi á flestum vegum á Vestfjörðum og skafrenningur á fjallvegum. Ófært er á Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði.

Greiðfært er að mestu í Húnavatnssýslum en hálka er á Þverárfjalli og víða í Skagafirði. Snjóþekja og éljagangur eða skafrenningur er í Eyjafirði og á Öxnadalsheiði. Flughálka er á kafla í Vopnafirði annars er hálka eða snjóþekja á vegum og víða skafrenningur.

Flughálka er á Vatnskarði eystra og fyrir norðan Lagafljót. Hálka, hálkublettir eða krapi á vegum en snjóþekja víða á útvegum. Þæfingur og skafrenningur er á Fjarðarheiði. Greiðfært er frá Höfn í Gígjukvísl en eitthvað um hálka eða hálkublettir þar fyrir vestan. Hálkublettir eru á þjóðvegi 1 á milli Selfoss og Víkur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert