Virða ákvörðun Ágústar Ólafs

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Eggert

„Við erum auðvitað mjög leið yfir því að þetta skyldi hafa gerst og við tökum því mjög alvarlega að Ágúst hafi hlotið áminningu,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í samtali við mbl.is vegna áminningar sem trúnaðarnefnd flokksins veitti Ágústi Ólafi Ágústssyni, þingmanni hans, í síðustu viku vegna ósæmilegrar framkomu Ágústs gagnvart konu í miðbæ Reykjavíkur í byrjun síðasta sumars.

Spurður hvort hann telji ástæða sé til þess að vísa máli Ágústar til siðanefndar Alþingis, líkt og þingmenn Samfylkingarinnar kölluðu eftir að yrði gert í Klaustursmálinu, segir Logi að málið hafa verið afgreitt af faglegri siðanefnd innan flokksins. Spurður hvort hann telji ástæðu til þess að Ágúst segi af sér þingmennsku segist virða ákvörðun Ágústar um að óska eftir tímabundnu leyfi frá þingstörfum og leita sér aðstoðar sérfræðinga.

Þurfi ekki að víkja úr trúnaðarstöðum

Ágúst greindi frá málinu á Facebook-síðu sinni í kvöld. Þar kom fram að hann hafi hitt konu á bar í miðbænum sem hann þekkti lítillega og spjallað við hana. Þau hafi síðan farið á vinnustað konunnar og þar hafi hann nálgast hana tvívegis óumbeðinn og spurt hvort þau ættu að kyssast. Hún hafi neitað því og gefið honum skýrt til kynna að það væri ekki í boði. Hann hafi brugðist við skýrri höfnun konunnar með því að láta mjög særandi orð falla um hana. Konan hafði síðan haft samband við Ágúst og greindi honum frá því að framganga hans hefði valdið henni vanlíðan og sært hana. Ekki síst vegna stöðu hans sem þingmanns. Ágúst segist hafa beðið hana afsökunar. Hún hefði í kjölfarið vísað málinu til trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar.

Logi Már segir Samfylkinguna hafa komið sér upp skýrum verklagsreglum þegar mál sem þetta komi upp þar sem fólk geti beint kvörtunum í. Fagfólk skipi trúnaðarnefnd flokksins. Málið hafi farið í það ferli. Niðurstaða þeirra sé að ekki sé ástæða til þess að Ágúst víki úr trúnaðarstöðum flokksins en að hann hafi brotið siðareglur og því veitt honum áminningu. þegar niðurstaðan hafi legið fyrir fyrir viku hafi hann kallað saman þingflokkinn og greint frá því að hann vildi leita sér aðstoðar og fara í launalaust leyfi.

„Ég svara því bara þannig

„Við auðvitað virðum þá ákvörðun hans og teljum mikilvægt að hann taki á þessu og leiti til sérfræðinga,“ segir Logi ennfremur. Spurður hvort hann telji ástæðu til að siðanefnd Alþingis taki mál Ágústar til skoðunar, líkt og þingmenn Samfylkingarinnar töldu ástæðu til vegna Klaustursmálsins svokallaðs, segir Logi:

„Það getur vel verið að einhver óski þess. Við erum búin að fara með þetta í gegnum okkar siðanefnd, sem er vel skipuð sérfróðu fólki um ýmis mál, og þau kváðu upp sinn úrskurð og Ágúst gengur lengra en hún leggur til. Ég svara því bara þannig.“ Spurður hvort ástæða sé til að Ágúst segi af sér þingmennsku vegna málsins segir Logi að hann virði ákvörðun Ágústs. Hann hafi upplýst um áminninguna og óskað eftir að taka sér leyfi frá þingstörfum tímabundið og leita sér aðstoðar. Tíminn verði síðan að leiða annað í ljós.

„Auðvitað verður hann og ég og við öll í okkar verkum að líta í okkar eigin barm. En ég virði þessa ákvörðun hans í ljósi niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar og finnst það býsna ærlegt af honum að stíga skrefinu lengra,“ segir Logi. Spurður hvort hann telji viðbrögð Ágústar sem sagt vera fullnægjandi í ljósi málsins segir hann það verði að koma í ljós. Spurður hvað hann eigi við með því segir hann: „Staðan er svona núna.“

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Vilja að hætt verði við kísilverið

Í gær, 23:55 Arion banki og Thorsil eru í yfirlýsingu frá meirihluta bæjarfulltrúa í Reykjanesbæ hvött til að falla frá öllum áformum um uppbyggingu og rekstur kísilmálmverksmiðja í Helguvík. Hvetja bæjarfulltrúarnir fyrirtækin þess í stað til að taka frekar þátt í annarri atvinnuuppbyggingu Meira »

„Risastórt lífskjaramál“

Í gær, 22:20 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði húsnæðismál risastórt kjaramál í viðtali við Kastljós í kvöld, en átakshópur um fram­boð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á hús­næðismarkaði kynnti í dag tillögur sínar í þeim efnum. Meira »

Hrói höttur í Firðinum

Í gær, 21:50 Bogfimi er kennd víða um land og nýjasta félagið á þeim vettvangi er Bogfimifélagið Hrói höttur í Hafnarfirði. Félagið var stofnað 3. september 2018 og fyrsta námskeiðið hófst í íþróttahúsi Hraunvallaskóla 3. desember síðastliðinn. Meira »

Ráðherra hafi ekki verið hæfur

Í gær, 21:30 Mál Laxinn lifi, Náttúruverndarsamtaka Íslands, Akurholts ehf., Geiteyrar ehf., Ara P. Wendel, Víðis Hólm Guðbjartssonar, Atla Árdal Ólafssonar, Varplands hf. Og Veiðifélags Laxár á Ásum gegn Arctic Sea Farm hf. annars vegar og Fjarðarlaxi ehf. hins vegar, var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Meira »

Skoða tímabundna notkun Sólvangs

Í gær, 21:10 Mikil vinna hefur verið unnin í heilbrigðisráðuneytinu svo fjölga megi hjúkrunarrýmum og finna leiðir til að tryggja mönnum hjúkrunarfræðinga. Þetta kom fram í svörum heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag. 140 ný hjúkrunarrými bætist við í ár og þá sé verið að skoða tímabundna notkun Sólvangs. Meira »

Hafi sætt „ofbeldi, ofsa og yfirgangi“

Í gær, 20:40 Sveitarstjórnarmenn voru ómyrkir í máli í bókunum sínum á fundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps í dag þegar tekin var ákvörðun um að auglýsa aðalskipulagsbreytingu sem gerir ráð fyrir Teigskógarleið á Vestfjarðavegi. Lögðu þeir m.a. til að réttarstaða gegn Vegagerðinni yrði skoðuð. Meira »

Skapað verði aðgengi að Ófeigskirkju

Í gær, 20:20 Gert er ráð fyrir því að gera færslu Ófeigskirkju skil í tengslum við friðlýsingu Gálgahrauns. Sumir telja að söguleg álfakirkja sé í grjótbjarginu, sem var fyrir vikið fært úr götustæðinu við gerð Álftanesvegar árið 2015. Meira »

Spaugstofan var afar mikilvæg

Í gær, 20:05 Fyrir stjórnmálin og samfélagið almennt er nauðsynlegt að fjölmiðlar hafi á dagskrá pósta þar sem sagt er frá atburðum líðandi stundar á gamansaman hátt. Hver sá sem hefur ekki húmor fyrir sjálfum sér er illa settur,“ segir Karl Ágúst Úlfsson og telur Spaugstofuna hafa verið mikilvæga að þessu leyti. Meira »

Loksins almennileg norðurljós

Í gær, 19:40 Leiðsögumenn í ferðaþjónustu hafa kvartað undan lítilli norðurljósavirkni í vetur. Á morgun miðvikudag er þó von á að það verði breyting á því. Allmikilli norðurljósavirkni er spáð en jafnframt góðu skyggni víða um land. Meira »

170 viðburðir á Íslandi á formannsárinu

Í gær, 19:35 170 norrænir og alþjóðlegir fundir og viðburðir fara fram á Íslandi næsta árið í tengslum við formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Þetta var meðal þess sem fram kom á kynningu í Norræna húsinu nú síðdegis, en Ísland tók formlega við formennskunni um síðustu áramót. Meira »

„Samræmist okkar kröfum mjög vel“

Í gær, 18:55 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er ánægð með tillögur átakshóps um fram­boð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á hús­næðismarkaði sem kynntar voru í Hannesarholti í dag. Spurð hvernig tillögurnar horfi við yfirstandandi kjaraviðræðum segir hún þær samræmast kröfum Eflingar vel. Meira »

„Risastórt skref í átt að lausn“

Í gær, 18:15 „Ef það tekst að framkvæma þessar hugmyndir eða bróðurpartinn af þeim þá mun það vera risastórt skref í átt að lausn kjaradeilunnar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um tillögur átakshóps um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta húsnæðismarkaðinn. Meira »

Mögulegur grunnur að lausn kjarasamninga

Í gær, 17:42 „Það er ánægjulegt að sjá að tillögurnar eru komnar fram. Það sem mest er um vert, er að það næst sátt um tillögurnar í þessum stóra hópi og það hlýtur að vera upphaf að einhverju,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Meira »

194 bílar Volvo innkallaðir

Í gær, 17:02 Brimborg kallar inn 194 díselbíla frá Volvo eftir að upp hefur komist galli í eldsneytisröri sem gerir það að verkum að myndast sprungur og getur farið að leka. Þetta staðfestir Brimborg, umboðsaðili Volvo á Íslandi, í svari við fyrirspurn mbl.is. Meira »

Stal úr söluvagni flugfreyju

Í gær, 16:57 Erlendur karlmaður var gripinn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í gær með snjallúr og rakspíra, sem hann var grunaður um að hafa tekið ófrjálsri hendi í fríhöfninni. Fyrst í stað þrætti maðurinn fyrir að hafa stolið mununum, en sá svo að sér og játaði stuldinn. Meira »

Undir áhrifum á flótta frá lögreglu

Í gær, 16:55 Karlmaður á fertugsaldri sem var handtekinn á stolnum bíl á Viðarhöfða síðastliðinn fimmtudag að lokinni eftirför lögreglu er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttinda. Meira »

Lýst eftir Land Rover Discovery

Í gær, 16:44 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir svörtum Land Rover Discovery árgerð 2014 með skráningarnúmerið TL-L94 en honum var stolið í nótt frá Bjarnarstíg í Reykjavík. Meira »

Rútur lentu utan vegar við Vík

Í gær, 16:40 Tvær rútur höfnuðu utan vegar vegna mikillar hálku á sama sólarhring í nágrenni við Vík í Mýrdal. Lítil hætta skapaðist en aðstoð björgunarsveita þurfti til að koma þeim aftur upp á veginn. Meira »

Innkalla sítrónufrómas úr Krónunni

Í gær, 16:01 Krónan, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur innkallað Blomsterbergs citronfromage vegna ómerktra ofnæmis- og óþolsvalda, en í vörunum er að finna möndlur og hnetur. Meira »
Matador Continental vetrardekk
Rýmingarsala Matador Continental vetrardekk til sölu 195/70 R 14 225/70 R 16 225...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri, húsasmíðameistari og leigumiðlari Tek að mér: - ...
Einyrki-Launakerfi.Launaseðlar í Excel
Töflukerfi í MS-Excel fyrir Launaútreikn,Launaseðla, Skilagr RSK og Lífeyrissj. ...
Nudd Nudd Nudd
Relaxing Massage Down Town Reykjavik, S. 7660348, Alina...