Virða ákvörðun Ágústar Ólafs

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Eggert

„Við erum auðvitað mjög leið yfir því að þetta skyldi hafa gerst og við tökum því mjög alvarlega að Ágúst hafi hlotið áminningu,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í samtali við mbl.is vegna áminningar sem trúnaðarnefnd flokksins veitti Ágústi Ólafi Ágústssyni, þingmanni hans, í síðustu viku vegna ósæmilegrar framkomu Ágústs gagnvart konu í miðbæ Reykjavíkur í byrjun síðasta sumars.

Spurður hvort hann telji ástæða sé til þess að vísa máli Ágústar til siðanefndar Alþingis, líkt og þingmenn Samfylkingarinnar kölluðu eftir að yrði gert í Klaustursmálinu, segir Logi að málið hafa verið afgreitt af faglegri siðanefnd innan flokksins. Spurður hvort hann telji ástæðu til þess að Ágúst segi af sér þingmennsku segist virða ákvörðun Ágústar um að óska eftir tímabundnu leyfi frá þingstörfum og leita sér aðstoðar sérfræðinga.

Þurfi ekki að víkja úr trúnaðarstöðum

Ágúst greindi frá málinu á Facebook-síðu sinni í kvöld. Þar kom fram að hann hafi hitt konu á bar í miðbænum sem hann þekkti lítillega og spjallað við hana. Þau hafi síðan farið á vinnustað konunnar og þar hafi hann nálgast hana tvívegis óumbeðinn og spurt hvort þau ættu að kyssast. Hún hafi neitað því og gefið honum skýrt til kynna að það væri ekki í boði. Hann hafi brugðist við skýrri höfnun konunnar með því að láta mjög særandi orð falla um hana. Konan hafði síðan haft samband við Ágúst og greindi honum frá því að framganga hans hefði valdið henni vanlíðan og sært hana. Ekki síst vegna stöðu hans sem þingmanns. Ágúst segist hafa beðið hana afsökunar. Hún hefði í kjölfarið vísað málinu til trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar.

Logi Már segir Samfylkinguna hafa komið sér upp skýrum verklagsreglum þegar mál sem þetta komi upp þar sem fólk geti beint kvörtunum í. Fagfólk skipi trúnaðarnefnd flokksins. Málið hafi farið í það ferli. Niðurstaða þeirra sé að ekki sé ástæða til þess að Ágúst víki úr trúnaðarstöðum flokksins en að hann hafi brotið siðareglur og því veitt honum áminningu. þegar niðurstaðan hafi legið fyrir fyrir viku hafi hann kallað saman þingflokkinn og greint frá því að hann vildi leita sér aðstoðar og fara í launalaust leyfi.

„Ég svara því bara þannig

„Við auðvitað virðum þá ákvörðun hans og teljum mikilvægt að hann taki á þessu og leiti til sérfræðinga,“ segir Logi ennfremur. Spurður hvort hann telji ástæðu til að siðanefnd Alþingis taki mál Ágústar til skoðunar, líkt og þingmenn Samfylkingarinnar töldu ástæðu til vegna Klaustursmálsins svokallaðs, segir Logi:

„Það getur vel verið að einhver óski þess. Við erum búin að fara með þetta í gegnum okkar siðanefnd, sem er vel skipuð sérfróðu fólki um ýmis mál, og þau kváðu upp sinn úrskurð og Ágúst gengur lengra en hún leggur til. Ég svara því bara þannig.“ Spurður hvort ástæða sé til að Ágúst segi af sér þingmennsku vegna málsins segir Logi að hann virði ákvörðun Ágústs. Hann hafi upplýst um áminninguna og óskað eftir að taka sér leyfi frá þingstörfum tímabundið og leita sér aðstoðar. Tíminn verði síðan að leiða annað í ljós.

„Auðvitað verður hann og ég og við öll í okkar verkum að líta í okkar eigin barm. En ég virði þessa ákvörðun hans í ljósi niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar og finnst það býsna ærlegt af honum að stíga skrefinu lengra,“ segir Logi. Spurður hvort hann telji viðbrögð Ágústar sem sagt vera fullnægjandi í ljósi málsins segir hann það verði að koma í ljós. Spurður hvað hann eigi við með því segir hann: „Staðan er svona núna.“

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fimm fá rúmar 43 milljónir

20:54 Fimm heppn­ir miðaeig­end­ur eru rúm­lega 43 millj­ón­um króna bet­ur stadd­ir eft­ir að dregið var í Eurojackpot-lottó­inu í kvöld en þeir skiptu með sér öðrum vinn­ing­n­um. Meira »

„Þorskurinn nánast uppi í fjöru“

20:30 Skipverjar á Grindavíkurbátnum Sighvati GK 57 sem Vísir hf. gerir út hafa rótfiskað að undanförnu og slegið met. „Sjórinn er fullur af fiski og nú bregður svo við að mikið veiðist af þorski hér austur með suðurströndinni. Það nær alveg frá Vestmannaeyjum og austur að Ingólfshöfða og jafnvel lengra. Þar er þorskurinn nánast uppi í fjöru,“ segir Ólafur Óskarsson skipstjóri. Meira »

„Það er allt lagt í þetta“

20:29 „Það er allt lagt í þetta,“ segja krakkarnir í 10. bekk í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði en þar hefur myndast hefð fyrir því að setja upp metnaðarfullar sýningar á síðustu önninni í skólanum. Síðustu vikur hafa farið í stífar æfingar en í ár er það „eitís“ sýningin Fútlúz sem krakkarnir setja upp. Meira »

Sakfelld fyrir að beita stjúpson ofbeldi

19:58 Landsréttur staðfesti í dag sex mánaða skilorðsbundið fangelsi yfir konu fyrir líkamsárás og brot á barnaverndarlögum. Konan var ákærð fyrir að hafa beitt stjúpson sinn ofbeldi, líkamlegum refsingum, ógnunum og sýnt yfirgang og ruddalegt athæfi. Meira »

Verkefni tengd ungmennum fengu hæstu styrkina

19:44 Ár hvert veitir velferðarráð hagsmuna- og félagasamtökum styrki til verkefna á sviði velferðarmála. Styrkþegar, sem hlotið hafa styrk fyrir árið 2019, veittu þeim viðtöku í Iðnó í gær. Veittir voru styrkir fyrir einstök verkefni og starf félaga- og hagsmunasamtaka var styrkt til eins eða þriggja ára. Meira »

„Betri án þín“ með Töru áfram?

19:40 Seinna undanúrslitakvöldið í Söngvakeppni Sjónvarpsins fer fram á morgun laugardag. Álitsgjafar síðdegisþáttar K100 spá því að lagið Betri án þín í flutningi Töru Mobee, fari áfram á seinni undanúrslitakvöldi Söngvakeppninnar. Áður höfðu þeir spá Hatari og Heru Björk áfram í úrslitin. Meira »

Karen og Þorsteinn í Föstudagskaffinu

19:37 Þorsteinn Guðmundsson, leikari og verkefnastjóri hjá Bataskóla Íslands og Karen Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar kíktu í föstudagskaffi til Huldu og Loga í síðdegisþættinum á K100. Meira »

„Boðið er búið og mér var ekki boðið“

19:31 Mannleg mistök urðu til þess að boð á fund borgarstjórnar og þingmanna Reykjavíkur í Höfða í dag barst ekki Ingu Sæland, formanni Flokks Fólksins og þingmanni Reykjavíkur. Meira »

Þurfi að vernda íslenska náttúru

18:44 Forsætisráðherra hefur gefið út og birt á vefsvæði ráðuneytisins stefnu um samþykki fyrir nýtingu lands og landsréttinda innan þjóðlendna en alls eru 217 þjóðlendur á landinu og þekja þær um 86% af miðhálendinu- Meira »

Mótmæltu mannréttindabrotum gegn börnum

18:37 Fimm ungliðahreyf­ing­ar stjórn­mála­flokka stóðu fyrir mót­mælum við ráðherrabústaðinn í dag í tengsl­um við komu Mike Pom­peo, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, hingað til lands. Meira »

Sammæltumst um að vera ósammála

18:28 „Ég lagði áherslu á tvö mál á fundinum.“ Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við mbl.is um fund hennar með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík. Meira »

Gert að greiða miskabætur vegna fréttar

18:24 Sigmundur Ernir Rúnarsson, fréttastjóri Hringbrautar, var í dag dæmdur til að greiða tveimur karlmönnum 250 þúsund krónur hvorum í miskabætur vegna fréttar sem birtist á vef Hringbrautar í tengslum við Hlíðamálið svokallaða. Meira »

„Frikki Meló“ kveður Melabúðina

17:54 Kaupmaðurinn Friðrik Ármann Guðmundsson, eða Frikki í Melabúðinni, sem hefur undanfarin ár séð um rekstur Melabúðarinnar ásamt bróður sínum, Pétri Alan Guðmundssyni, er að hætta í búðinni. Meira »

Sagafilm kaupir sjónvarpsrétt á Hilmu

17:32 Sagafilm hefur tryggt sér rétt til að þróa leikna sjónvarpsþáttaröð byggða á skáldsögunni Hilmu eftir Óskar Guðmundsson. Pétur Már Ólafsson hjá Bjarti & Veröld og Hilmar Sigurðsson, forstjóri Sagafilm undirrituðu í dag samning þess efnis að Sagafilm getur þróað og framleitt sjónvarpsþáttaröð byggða á skáldsögunni. Meira »

Þyngja dóm vegna manndráps af gáleysi

17:22 Landsréttur þyngdi í dag dóm yfir karlmanni á fimmtugsaldri sem var dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir ári síðan fyrir mann­dráp af gá­leysi. Framlengdi Landsréttur dóminn um einn mánuð. Meira »

Magnús Óli endurkjörinn formaður FA

17:16 Magnús Óli Ólafsson, forstjóri heildverslunarinnar Innness, var endurkjörinn formaður Félags atvinnurekenda á aðalfundi félagsins í gær. Magnús hefur verið formaður frá 2017 og byrjar nú seinna kjörtímabil sitt sem formaður, en því lýkur 2021. Meira »

Aflinn dregst saman um 57 prósent

17:01 Fiskafli íslenskra skipa í janúar var 46,6 þúsund tonn, eða 57% minni en í janúar á síðasta ári. Samdráttur aflans skýrist af skorti á loðnu, en engin loðna veiddist í janúar samanborið við 68 þúsund tonn í janúar á síðasta ári. Meira »

Móttökuskóli ekki ákveðinn

16:46 Starfshópur á vegum Reykjavíkurborgar hefur skilað tillögum um bætta móttöku og aðlögun barna innflytjenda, flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd í grunnskólum Reykjavíkur. Tillögur hópsins byggja m.a. á reynslu Norðmanna og annarra Norðurlandaþjóða. Meira »

„Boltinn er bara alls staðar“

16:16 „Við höfum verið í óformlegum samtölum bæði við atvinnurekendur og verkalýðshreyfinguna undanfarnar vikur,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við mbl.is vegna gagntilboðs Eflingar til Samtaka atvinnulífsins sem sett var fram í dag Meira »