Virða ákvörðun Ágústar Ólafs

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Eggert

„Við erum auðvitað mjög leið yfir því að þetta skyldi hafa gerst og við tökum því mjög alvarlega að Ágúst hafi hlotið áminningu,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í samtali við mbl.is vegna áminningar sem trúnaðarnefnd flokksins veitti Ágústi Ólafi Ágústssyni, þingmanni hans, í síðustu viku vegna ósæmilegrar framkomu Ágústs gagnvart konu í miðbæ Reykjavíkur í byrjun síðasta sumars.

Spurður hvort hann telji ástæða sé til þess að vísa máli Ágústar til siðanefndar Alþingis, líkt og þingmenn Samfylkingarinnar kölluðu eftir að yrði gert í Klaustursmálinu, segir Logi að málið hafa verið afgreitt af faglegri siðanefnd innan flokksins. Spurður hvort hann telji ástæðu til þess að Ágúst segi af sér þingmennsku segist virða ákvörðun Ágústar um að óska eftir tímabundnu leyfi frá þingstörfum og leita sér aðstoðar sérfræðinga.

Þurfi ekki að víkja úr trúnaðarstöðum

Ágúst greindi frá málinu á Facebook-síðu sinni í kvöld. Þar kom fram að hann hafi hitt konu á bar í miðbænum sem hann þekkti lítillega og spjallað við hana. Þau hafi síðan farið á vinnustað konunnar og þar hafi hann nálgast hana tvívegis óumbeðinn og spurt hvort þau ættu að kyssast. Hún hafi neitað því og gefið honum skýrt til kynna að það væri ekki í boði. Hann hafi brugðist við skýrri höfnun konunnar með því að láta mjög særandi orð falla um hana. Konan hafði síðan haft samband við Ágúst og greindi honum frá því að framganga hans hefði valdið henni vanlíðan og sært hana. Ekki síst vegna stöðu hans sem þingmanns. Ágúst segist hafa beðið hana afsökunar. Hún hefði í kjölfarið vísað málinu til trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar.

Logi Már segir Samfylkinguna hafa komið sér upp skýrum verklagsreglum þegar mál sem þetta komi upp þar sem fólk geti beint kvörtunum í. Fagfólk skipi trúnaðarnefnd flokksins. Málið hafi farið í það ferli. Niðurstaða þeirra sé að ekki sé ástæða til þess að Ágúst víki úr trúnaðarstöðum flokksins en að hann hafi brotið siðareglur og því veitt honum áminningu. þegar niðurstaðan hafi legið fyrir fyrir viku hafi hann kallað saman þingflokkinn og greint frá því að hann vildi leita sér aðstoðar og fara í launalaust leyfi.

„Ég svara því bara þannig

„Við auðvitað virðum þá ákvörðun hans og teljum mikilvægt að hann taki á þessu og leiti til sérfræðinga,“ segir Logi ennfremur. Spurður hvort hann telji ástæðu til að siðanefnd Alþingis taki mál Ágústar til skoðunar, líkt og þingmenn Samfylkingarinnar töldu ástæðu til vegna Klaustursmálsins svokallaðs, segir Logi:

„Það getur vel verið að einhver óski þess. Við erum búin að fara með þetta í gegnum okkar siðanefnd, sem er vel skipuð sérfróðu fólki um ýmis mál, og þau kváðu upp sinn úrskurð og Ágúst gengur lengra en hún leggur til. Ég svara því bara þannig.“ Spurður hvort ástæða sé til að Ágúst segi af sér þingmennsku vegna málsins segir Logi að hann virði ákvörðun Ágústs. Hann hafi upplýst um áminninguna og óskað eftir að taka sér leyfi frá þingstörfum tímabundið og leita sér aðstoðar. Tíminn verði síðan að leiða annað í ljós.

„Auðvitað verður hann og ég og við öll í okkar verkum að líta í okkar eigin barm. En ég virði þessa ákvörðun hans í ljósi niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar og finnst það býsna ærlegt af honum að stíga skrefinu lengra,“ segir Logi. Spurður hvort hann telji viðbrögð Ágústar sem sagt vera fullnægjandi í ljósi málsins segir hann það verði að koma í ljós. Spurður hvað hann eigi við með því segir hann: „Staðan er svona núna.“

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hlýnar um helgina

06:59 Veðrinu í dag og á morgun svipar til þess sem hefur verði síðustu daga, þó eilítið hægari vindur. Hlýjast er á Suðurlandi en kaldast á Norðausturlandi. Um helgina er spáð allt að 18 stiga hita. Meira »

Tveir fluttir á Landspítalann

06:50 Tveir voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi um miðnætti eftir alvarlegt umferðarslys í Norðurárdal. Meira »

Rólegt yfir höfuðborgarsvæðinu

05:57 Mjög rólegt var á höfuðborgarsvæðinu frá miðnætti. Átján mál bókuð í kerfum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að því er segir í dagbók lögreglunnar. Meira »

Samdráttur í sölu á stálbitum

05:30 Samdráttur hefur orðið í sölu á stálbitum sem notaðir eru sem burðarbitar í hús, þar sem mikið hefur dregið úr byggingu einbýlishúsa. Meira »

37% hækkun skatts hjá Reykjavíkurborg

05:30 Tekjur Reykjavíkurborgar af fasteignasköttum íbúða og atvinnuhúsnæðis hafa aukist um tæplega 40 þúsund, reiknað á hvern íbúa borgarinnar, á fjórum árum, frá 2014 til 2018. Samsvarar þetta 37,4% hækkun á tímabilinu. Meira »

Lundavarp fyrr á ferðinni í ár

05:30 Almennt hefur aukning verið á ábúð lunda á landinu þó með einhverjum undantekningum. Þetta segir Erpur Snær Hansen, forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands, sem hefur séð um hið árlega lundarall, sem nú stendur yfir, frá 2010. Meira »

Búnaðarstofa á faraldsfæti

05:30 Starfsmenn búnaðarstofu Matvælastofnunar hafa verið á faraldsfæti í stjórnkerfinu og enn ein vistaskiptin verða um áramót. Þá renna þeir inn í atvinnuvegaráðuneytið. Meira »

Búist við farþegaleyfi fyrir vikulok

05:30 Búist er við að prófunum á nýrri ferju Eyjamanna, Herjólfi VI, verði lokið í lok vikunnar og ferjan geti þá fengið skráð farþegaleyfi. Meira »

61,3% vilja undanþágu

05:30 Samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Maskína lét vinna fyrir samtökin Heimssýn dagana 12.-18. júní eru um 61,3% þeirra sem afstöðu tóku fylgjandi því að Ísland fái undanþágu frá orkulöggjöf Evrópusambandsins en um 38,7% eru andvíg. Meira »

Fá 60 aura fyrir hverja spilun

05:30 Íslenskir tónlistarmenn hafa komið efni sínu í talsverða dreifingu gegnum tónlistarveituna Spotify.  Meira »

Erilsöm helgi en lögreglan „sæmilega sátt“

Í gær, 23:33 Helgin var nokkuð erilsöm hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra en Bíladagar fóru þá fram á Akureyri. 305 verkefni voru skráð í umdæmi lögreglunnar frá hádeginu á fimmtudag og til hádegis í gær. Meira »

Jarðskjálfti í Bárðarbungu

Í gær, 23:13 Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 mældist í Bárðarbunguöskjunni klukkan 22:30 í kvöld. Tveir smáskjálftar hafa mælst í kjölfarið, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. Meira »

Mun „sakna blessaðs stríðsins“

Í gær, 22:23 Sigmundur Davíð telur málþóf þeirra Miðflokksmanna hafa skilað heilmiklum árangri, án þess þó að segja að „þetta hafi þannig séð endilega verið málþóf“. Hann vonast til að ríkisstjórnin endurskoði afstöðu sína í sumar. Meira »

Sólin sendir orku en getur verið skaðleg

Í gær, 22:19 Sólin er það fyrirbæri sem gerir okkur mögulegt að lifa hér á jörðinni. Hún yljar okkur, sendir okkur orku, birtu og þegar hún skín á húðina framleiðir húðin D-vítamín sem er okkur nauðsynlegt. En sólin getur líka brennt. Meira »

Sakar Samfylkingu um nýfrjálshyggju

Í gær, 22:03 „Það vekur […] undrun að þingmenn Samfylkingarinnar skuli skrifa undir það að sósíalísk barátta tuttugustu aldarinnar hafi ekki verið annað en þjónkun við Sovétríkin og það klíkuræði sem rændi þar völdum,“ segir Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, við mbl.is. Meira »

Sektaðar fyrir mismæli

Í gær, 21:59 „Kvæðakonan góða“, hópur ellefu kvæðakvenna, kvað rímur og flutti stemmur á torgum og götuhornum í Berlín í Þýskalandi undanfarna daga. „Þetta er byrjunin á yfirferð hópsins um útlönd,“ segir Ingibjörg Hjartardóttir. Meira »

Vill að öryrkjar fái vernd

Í gær, 21:32 „Ég hef gríðarlegar áhyggjur af þessari fjármálaáætlun stjórnvalda og hef sent þeim opin bréf, tölvupósta og skilaboð um það að stíga ekki það vonda skref að draga úr því fjármagni sem átti að fara í þennan fjársvelta málaflokk,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. Meira »

Segir ekki fót fyrir ásökunum um einræði

Í gær, 21:28 „Það er ekki fótur fyrir þessu,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, innt eftir viðbrögðum við bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks á bæjarráðsfundi vegna skipunar stjórnar í Herjólfi ohf. þar sem hún er sökuð um að stunda stjórnsýslu sem telst til „einræðis“. Meira »

Lending hjá Flugakademíunni

Í gær, 20:48 Eftir fund í morgun þar sem breytingar á kjörum flugkennara hjá Flugakademíu Keilis voru kynntar nánar virðist ríkja almenn sátt um ráðstafanir sem gerðar voru fyrir helgi. Beðist var afsökunar á lakri upplýsingagjöf. Meira »
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Nudd Nudd Nudd
Relaxing whole body massage downtown Reykjavik, S. 7660348 , Alena...
Heimili í borginni- www.eyjasolibudir.is
Til leigu 2-3ja herb.íbúðir fyrir fjölskyldur og erlenda ferðamenn. ALLT til ALL...
Volvo XC V70 til sölu Volvo V70 station
Volvo XC V70 til sölu Volvo V70 station. Árg. 2000. Mjög góður bíll. Vel viðhald...