Vöxtur og viska

Lionsforsetinn á frímerki í Sri Lanka sem var að koma …
Lionsforsetinn á frímerki í Sri Lanka sem var að koma út.

Guðrún Björt Yngvadóttir fer um allar álfur sem heimsforseti Lions, fyrst kvenna. Baráttan gegn sykursýki er áherslumál hreyfingarinnar sem sinnir lærdómsríku þjónustustarfi í 210 löndum.

„Lionsstarf í heiminum stendur á traustum fótum og hreyfingin er ein fárra sjálfboðaliðasamtaka í heiminum þar sem þátttakendum fjölgar. Ég hef á síðustu misserum farið víða um heim og kynnst því hvað starf okkar skiptir miklu máli. Í sumum löndum til dæmis í Afríku, þar sem innviðir og velferðarkerfi er tæpast til hefur framlag Lions skipt sköpum,“ segir Guðrún Björt sem í júlí sl. tók við embætti alþjóðaforseta Lions.

Lionshreyfingin starfar nú í alls 210 þjóðlöndum og á undanförnum árum, fyrst sem varaforseti, hefur Guðrún komið til margra þeirra. Slíkt er raunar skylda heimsforseta; það er að kynna sér Lionsstarfið í hverju landi og funda með forystumönnum þjóða. Alls eru Lionsklúbbar í heiminum í dag 46 þúsund og félagsmenn um 1,4 milljónir.

Sjá viðtal við Guðrúnu Björt í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert