Fyrsti skíðadagurinn í Hlíðarfjalli

Hópurinn sem fór fyrstu ferðina niður brekkurnar.
Hópurinn sem fór fyrstu ferðina niður brekkurnar. Ljósmynd/Þorgeir Baldursson

Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli var opnað í morgun í fyrsta skipti í vetur. Fjallið tók á móti skíðafólki með fjögurra stiga frosti og logni.

Þeir sem urðu þess heiðurs aðnjótandi að fara fyrstu ferðina niður brekkurnar í morgun voru Sverrir Rúnarsson, Bergur Guðjónsson, Aron Máni Sverrisson og Karen Júlía Arnarsdóttir.

Skíðasvæðið verður opið til klukkan 16 í dag. 

Skíðafólk við skíðaskálann í Hlíðarfjalli.
Skíðafólk við skíðaskálann í Hlíðarfjalli. Ljósmynd/Þorgeir Baldursson
Margir nýttu tækifærið og skelltu sér á skíði í morgun.
Margir nýttu tækifærið og skelltu sér á skíði í morgun. Ljósmynd/Þorgeir Baldursson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert