Sögðu virðingu Alþingis vera misboðið

Íslendingar sýndu Finnum mikinn stuðning 1. des. 1939.
Íslendingar sýndu Finnum mikinn stuðning 1. des. 1939.

Aðeins einu sinni í sögu Alþingis hefur það gerst að þorri þingmanna hefur tekið sig saman um að sniðganga ákveðna þingmenn vegna þess að þeim blöskraði framkoma þeirra og viðhorf.

Þetta var veturinn 1939 til 1940 þegar stuðningur þriggja þingmanna Sósíalistaflokksins við árás Sovétríkjanna á Finnland í lok nóvember 1939 gekk fram af öllum almenningi hér á landi, að því er fram kemur í upprifjun þessa máls i Morgunblaðinu í dag.

Hvort þetta muni endurtaka sig gagnvart þingmönnunum sem ollu hneyksli á Klaustri bar á dögunum er eftir að koma í ljós, en það hefur komið til tals. Litið var á Finna sem bræðraþjóð Íslendinga og breyttust fullveldishátíðarhöldin í Reykjavík 1. desember þetta ár í fjölmenna samkomu til stuðnings Finnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert