„Alls engin“ viðbrögð við neyðarkalli

Á flugi í átt að flugvellinum að Gjögri í Árneshreppi.
Á flugi í átt að flugvellinum að Gjögri í Árneshreppi. mbl.is/Árni Sæberg

Oddviti Árneshrepps hefur sent fjölmörg bréf til ráðamanna í gegnum tíðina með áskorun um samgöngubætur í þessu minnsta sveitarfélagi landsins. Fyrir slíkum bótum hafa oddvitar sem á undan gengu einnig barist. Yfirleitt hafa viðbrögðin verið lítil sem engin og aldrei jákvæð.

Þannig er því einnig farið með nýjasta bréf oddvitans sem hann sendi þingmönnum Norðvesturkjördæmis og samgöngunefnd Alþingis. Í því lýsir hann örvæntingu margra sveitunga sinna og segir að ef ekkert verði að gert á næstu misserum gæti það hreinlega orðið of seint. Byggðin gæti lagst af. „Það eina sem getur veitt okkur vonir um bjartari og betri framtíð er að samgöngur muni batna á allra næstu árum,“ skrifar oddvitinn Eva Sigurbjörnsdóttir. Hún segist í samtali við mbl.is vilja trúa því og treysta að þeir sem fengu bréfið séu enn að reyna að finna leiðir til að gera eitthvað í málunum og að það skýri þögnina. Annað bréf hafði hún sent í haust til sömu aðila með ósk um aukinn snjómokstur. Við því hefur hún heldur engin viðbrögð fengið, „alls engin“.

Raunverulegt hætta á ferðum

Eva segir raunverulega hættu á því að sveitarfélagið fari í eyði verði ekki af úrbótum í samgöngumálum. Á síðustu mánuðum hafi sex manns flutt úr sveitarfélaginu, m.a. þeir sem ráku búðina. Í vetur sé því hvorki rekin búð né skóli því eina barnið í Árneshreppi stundar nú nám á Drangsnesi. Aðeins sautján manns hafa nú vetursetu í sveitarfélaginu og hafa aldrei verið jafnfáir.

Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps.
Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps. mbl.is/Golli

Íbúar Árneshrepps hafa árum og áratugum saman krafist vegabóta yfir Veiðileysuháls, einn mesta farartálmann að vetrarlagi í hreppnum. Nýr vegur var kominn á samgönguáætlun fyrir hrun en af gerð hans varð ekki á þeim tíma. Síðan þá hefur framkvæmdunum ítrekað verið slegið á frest. Og þannig er það enn, engra úrbóta er að vænta á næstu árum.

Að auki er vegurinn um hreppinn aðeins mokaður einu sinni í viku fram að áramótum. Eftir það er hann ekkert mokaður til 20. mars ár hvert, þrátt fyrir að það væri vel gerlegt. Ráðamenn hafa sagt að hægt sé að moka en aðeins ef sveitarfélagið greiði helming kostnaðarins. Það er of stór biti fyrir hið fámenna sveitarfélag á Ströndum.

Flugið ekki raunverulegur valkostur

Á hinu moksturslausa tímabili er flogið milli Reykjavíkur og Gjögurs tvisvar í viku og á það benda ráðamenn gjarnan þegar farið er fram á tíðari mokstur. En fargjöldin eru dýr. Kostnaðurinn er á bilinu 30-50 þúsund báðar leiðir. Því er það að mati Evu ekki raunverulegur og ásættanlegur valkostur fyrir alla. „Ef hjón þurfa að fljúga suður er kostnaðurinn jafnvel um 80 þúsund,“ bendir hún á.

Þar sem búðin sé lokuð þurfi íbúarnir auk þess að aka til nágrannasveitarfélags til að kaupa í matinn eða fá matinn sendan með flugi. Hver tuttugu kíló sem flutt eru kosta hins vegar að sögn Evu yfir 5.000 krónur. „Þetta kostar allt of mikið að mati þeirra sem þurfa að nýta sér þetta,“ segir Eva. Því hafi matarreikningurinn hækkað hjá fólki og eigi enn eftir að gera það eftir áramót þegar vegurinn er ekki mokaður mánuðum saman. „Ástandið er því miklu verra hjá okkur núna en í fyrra þegar við höfðum búðina.“

Vegagerðin mokar ekki veginn um Árneshrepp á margra vikna tímabili ...
Vegagerðin mokar ekki veginn um Árneshrepp á margra vikna tímabili frá áramótum og til síðari hluta marsmánaðar. Ljósmynd/Vegagerðin

Eva segist allt annað en sátt með viðbrögð þingmanna Norðvesturkjördæmis í gegnum tíðina við kröfum um úrbætur í samgöngumálum í Árneshreppi. Hún segir þau þó að einhverju leyti skiljanleg, þeir hafi í óteljandi horn að líta. Vegasamgöngur víða um kjördæmið eru í lamasessi og fjölmörg verkefni aðkallandi. „En við sitjum alltaf á hakanum. Það er bara þannig.“

Vonar að virkjun fylgi vegbætur

Eva er raunverulega farin að óttast að byggð leggist af í Árneshreppi að vetrarlagi. „Já, í hreinni alvöru óttast ég það.“ Hún bindur hins vegar enn vonir við að verði af byggingu Hvalárvirkjunar muni hlutirnir horfa til betri vegar – í bókstaflegri merkingu – sum sé að virkjanaframkvæmdunum muni fylgja vegbætur í sveitarfélaginu. Verði af virkjun munu framkvæmdir þó ekki hefjast fyrr en í fyrsta lagið árið 2020 og miðað við samgönguáætlun stendur ekki til að leggja nýjan veg um Veiðileysuhálsinn torfæra fyrr en í lok fyrirhugaðs framkvæmdatíma.

Framkvæmdaaðilinn, Vesturverk, lýsti nýverið í bréfi til hreppsnefndarinnar áhyggjum af ástandi vega og tímasetningu nýframkvæmda Vegagerðarinnar eins og þær birtast í samgönguáætlun. Þó að til standi að beina flutningum sem tengjast fyrirhugaðri virkjun eins mikið og mögulegt er sjóleiðina verði flutningar á landi alltaf einhverjir. „Ljóst má því vera að vegurinn í óbreyttu ástandi mun skemmast illa af umferðinni sem framkvæmdunum fylgir,“ stóð í bréfi Vesturverks.

Reykjarfjarðarkamb, sem ævinlega er kallaður Kamburinn, ber tignarlega við himin ...
Reykjarfjarðarkamb, sem ævinlega er kallaður Kamburinn, ber tignarlega við himin við byggðina á Gjögri í Árneshreppi. mbl.is/Sunna

Ætlar að skrifa enn eitt bréfið

Oddvitinn hefur einnig sent þetta bréf Vesturverks til þingmanna og samgöngunefndar Alþingis. Og bíður enn viðbragða við því.

„Nú er ég að hugsa um að setjast við skriftir eina ferðina enn,“ segir Eva sem vill ekki missa vonina og æskir þess að viðbrögðin verði jákvæð nú, enda framtíð byggðar heils sveitarfélags undir. „Ég ætla að skrifa bréf til forsætisráðherra, fjármálaráðherra og samgönguráðherra og benda þeim á að sennilega væri sú lausn best fyrir okkur að að svo stöddu að við fengjum mokstur í allan vetur tvisvar í viku þegar veður leyfi. Já, ég held áfram að berjast. Það er kominn tími á það að ráðamenn reddi einhverju fyrir okkur, þó að það væri ekki nema þessi mokstur.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Vilja að hætt verði við kísilverið

Í gær, 23:55 Arion banki og Thorsil eru í yfirlýsingu frá meirihluta bæjarfulltrúa í Reykjanesbæ hvött til að falla frá öllum áformum um uppbyggingu og rekstur kísilmálmverksmiðja í Helguvík. Hvetja bæjarfulltrúarnir fyrirtækin þess í stað til að taka frekar þátt í annarri atvinnuuppbyggingu Meira »

„Risastórt lífskjaramál“

Í gær, 22:20 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði húsnæðismál risastórt kjaramál í viðtali við Kastljós í kvöld, en átakshópur um fram­boð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á hús­næðismarkaði kynnti í dag tillögur sínar í þeim efnum. Meira »

Hrói höttur í Firðinum

Í gær, 21:50 Bogfimi er kennd víða um land og nýjasta félagið á þeim vettvangi er Bogfimifélagið Hrói höttur í Hafnarfirði. Félagið var stofnað 3. september 2018 og fyrsta námskeiðið hófst í íþróttahúsi Hraunvallaskóla 3. desember síðastliðinn. Meira »

Ráðherra hafi ekki verið hæfur

Í gær, 21:30 Mál Laxinn lifi, Náttúruverndarsamtaka Íslands, Akurholts ehf., Geiteyrar ehf., Ara P. Wendel, Víðis Hólm Guðbjartssonar, Atla Árdal Ólafssonar, Varplands hf. Og Veiðifélags Laxár á Ásum gegn Arctic Sea Farm hf. annars vegar og Fjarðarlaxi ehf. hins vegar, var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Meira »

Skoða tímabundna notkun Sólvangs

Í gær, 21:10 Mikil vinna hefur verið unnin í heilbrigðisráðuneytinu svo fjölga megi hjúkrunarrýmum og finna leiðir til að tryggja mönnum hjúkrunarfræðinga. Þetta kom fram í svörum heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag. 140 ný hjúkrunarrými bætist við í ár og þá sé verið að skoða tímabundna notkun Sólvangs. Meira »

Hafi sætt „ofbeldi, ofsa og yfirgangi“

Í gær, 20:40 Sveitarstjórnarmenn voru ómyrkir í máli í bókunum sínum á fundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps í dag þegar tekin var ákvörðun um að auglýsa aðalskipulagsbreytingu sem gerir ráð fyrir Teigskógarleið á Vestfjarðavegi. Lögðu þeir m.a. til að réttarstaða gegn Vegagerðinni yrði skoðuð. Meira »

Skapað verði aðgengi að Ófeigskirkju

Í gær, 20:20 Gert er ráð fyrir því að gera færslu Ófeigskirkju skil í tengslum við friðlýsingu Gálgahrauns. Sumir telja að söguleg álfakirkja sé í grjótbjarginu, sem var fyrir vikið fært úr götustæðinu við gerð Álftanesvegar árið 2015. Meira »

Spaugstofan var afar mikilvæg

Í gær, 20:05 Fyrir stjórnmálin og samfélagið almennt er nauðsynlegt að fjölmiðlar hafi á dagskrá pósta þar sem sagt er frá atburðum líðandi stundar á gamansaman hátt. Hver sá sem hefur ekki húmor fyrir sjálfum sér er illa settur,“ segir Karl Ágúst Úlfsson og telur Spaugstofuna hafa verið mikilvæga að þessu leyti. Meira »

Loksins almennileg norðurljós

Í gær, 19:40 Leiðsögumenn í ferðaþjónustu hafa kvartað undan lítilli norðurljósavirkni í vetur. Á morgun miðvikudag er þó von á að það verði breyting á því. Allmikilli norðurljósavirkni er spáð en jafnframt góðu skyggni víða um land. Meira »

170 viðburðir á Íslandi á formannsárinu

Í gær, 19:35 170 norrænir og alþjóðlegir fundir og viðburðir fara fram á Íslandi næsta árið í tengslum við formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Þetta var meðal þess sem fram kom á kynningu í Norræna húsinu nú síðdegis, en Ísland tók formlega við formennskunni um síðustu áramót. Meira »

„Samræmist okkar kröfum mjög vel“

Í gær, 18:55 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er ánægð með tillögur átakshóps um fram­boð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á hús­næðismarkaði sem kynntar voru í Hannesarholti í dag. Spurð hvernig tillögurnar horfi við yfirstandandi kjaraviðræðum segir hún þær samræmast kröfum Eflingar vel. Meira »

„Risastórt skref í átt að lausn“

Í gær, 18:15 „Ef það tekst að framkvæma þessar hugmyndir eða bróðurpartinn af þeim þá mun það vera risastórt skref í átt að lausn kjaradeilunnar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um tillögur átakshóps um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta húsnæðismarkaðinn. Meira »

Mögulegur grunnur að lausn kjarasamninga

Í gær, 17:42 „Það er ánægjulegt að sjá að tillögurnar eru komnar fram. Það sem mest er um vert, er að það næst sátt um tillögurnar í þessum stóra hópi og það hlýtur að vera upphaf að einhverju,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Meira »

194 bílar Volvo innkallaðir

Í gær, 17:02 Brimborg kallar inn 194 díselbíla frá Volvo eftir að upp hefur komist galli í eldsneytisröri sem gerir það að verkum að myndast sprungur og getur farið að leka. Þetta staðfestir Brimborg, umboðsaðili Volvo á Íslandi, í svari við fyrirspurn mbl.is. Meira »

Stal úr söluvagni flugfreyju

Í gær, 16:57 Erlendur karlmaður var gripinn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í gær með snjallúr og rakspíra, sem hann var grunaður um að hafa tekið ófrjálsri hendi í fríhöfninni. Fyrst í stað þrætti maðurinn fyrir að hafa stolið mununum, en sá svo að sér og játaði stuldinn. Meira »

Undir áhrifum á flótta frá lögreglu

Í gær, 16:55 Karlmaður á fertugsaldri sem var handtekinn á stolnum bíl á Viðarhöfða síðastliðinn fimmtudag að lokinni eftirför lögreglu er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttinda. Meira »

Lýst eftir Land Rover Discovery

Í gær, 16:44 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir svörtum Land Rover Discovery árgerð 2014 með skráningarnúmerið TL-L94 en honum var stolið í nótt frá Bjarnarstíg í Reykjavík. Meira »

Rútur lentu utan vegar við Vík

Í gær, 16:40 Tvær rútur höfnuðu utan vegar vegna mikillar hálku á sama sólarhring í nágrenni við Vík í Mýrdal. Lítil hætta skapaðist en aðstoð björgunarsveita þurfti til að koma þeim aftur upp á veginn. Meira »

Innkalla sítrónufrómas úr Krónunni

Í gær, 16:01 Krónan, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur innkallað Blomsterbergs citronfromage vegna ómerktra ofnæmis- og óþolsvalda, en í vörunum er að finna möndlur og hnetur. Meira »
NP þjónusta
NP Þjónusta Óska eftir að annast bókhaldsvinnu og fleira þess háttar. Upplýsinga...
Fjarnámskeið í ljósmyndun - fyrir alla
Lærðu á myndavélina þina, lærðu að taka enn beti myndir. Nú getur þú lært ljósmy...
Solbadsstofan Super sól
Solbadsstofan Super sól med nyir bekkir ,standandi og ligjandi ,ljos og kolagen ...
Infrarauður Saunaklefi 229.000
Infrarauður Saunaklefi - 249.000 Tilboð : 229.000 Er á leiðinni 8-10 vikur ( 30...