„Maður er að gera eitthvað af sér“

„Maður er að gera eitthvað af sér,“ segir Helga Kolbrún Magnúsdóttir um íþróttina axarkast sem hún stundar af miklum móð. „Innri víkingur“ fólks brjótist fram þegar öxum er hent þéttingsfast í tréfleka svo hún festist.

Stefnan hefur verið sett á að setja á fót deildarkeppni í axarkasti hérlendis en Helga Kolbrún opnaði; Berserki axarkast, í Hafnarfirði fyrr á árinu ásamt Elvari Ólafssyni. Þar er aðstaða til að stunda íþróttina sem á rætur að rekja til skógarhöggsmanna í Kanada.

Í myndskeiðinu er rætt við þau Elvar og Helgu Kolbrúnu ásamt því að sjá má hvernig axarkast fer fram en stigum er safnað með því að hitta öxinni í skotmark sem málað er á tréfleka.

Berserkir undirbúa nú keppni í greininni og safna nú fé á Karolina Fund til þess að standa undir kostnaði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert