Skipið náðist ekki á flot

Ljósmynd/Sverrir Aðalsteinsson

Tilraun til þess að ná hollenska flutningaskipinu Amber á flot á flóðinu í kvöld heppnuðust ekki en skipið tók niðri á sandrifi í innsiglingunni til Hafnar í Hornafirði í morgun.

Vignir Júlíusson, forstöðumaður Hornafjarðarhafna, segir í samtali við mbl.is að gera eigi aðra tilraun til þess að ná flutningaskipinu á flot á flóðinu í fyrramálið. Hvort það takist verði síðan bara að koma í ljós. Dráttarbátur frá Fjarðabyggð var notaður til verksins.

Ekki er talið að skemmdir hafi orðið á skipinu þar sem það liggur á sandbotni. Skipið hefur verið að sigla á milli hafna á Íslandi með saltfarm fyrir fiskvinnslur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert