Amber enn föst á strandstað

Flutningaskipið Amber er enn á strandstað.
Flutningaskipið Amber er enn á strandstað. Ljósmynd/Vefmyndavél Hornafjarðarhafnar

Ekki tekst að losa hollenska flutningaskipið Amber, sem strandaði á sandrifi í innsiglingu Hornafjarðarhafnar, á háflóðinu nú í morgun. Þetta staðfesti Vignir Júlíusson, forstöðumaður Hornafjarðarhafnar, í samtali við mbl.is.

„Það flæðir ekki nóg eins og er,“ segir hann.

Vonir standa til að lækkandi þrýstingur með lægðinni sem stefnir á landið muni skila auknu flæði með háflóðinu í kvöld. „Við erum að vona það,“ segir Vignir. „Núna erum við bara að fylgjast með.“

Vonir stóðu til að Amber losnaði af sjálfsdáðum á háflóði um áttaleytið í gærkvöldi, en skipið náðist ekki á flot þá.

Amber er á leið til Hornafjarðar með saltfarm, en skipið sem strandaði í gærmorgun er í reglulegum flutningum til hafnarinnar.

Átta manna áhöfn er á skipinu. Engan sakaði þegar það strandaði og ekki er talið að það hafi skemmst við óhappið.

Skipið ligg­ur á mjúk­um og flöt­um sand­botni og það eru sára­litl­ar lík­ur á því að nokkr­ar skemmd­ir hafa orðið,“ sagði Vign­ir í samtali við mbl.is í gær.

Fylgjast má með skipinu á standstað hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert