Biðu í á fjórðu klukkustund

Hleypt var frá borði úr síðustu vélum fyrir lokun landgöngubrúa …
Hleypt var frá borði úr síðustu vélum fyrir lokun landgöngubrúa rétt eftir kl. 17. mbl.is/Eggert

Allir landgangar á Keflavíkurflugvelli, nema einn, voru teknir í notkun rétt eftir kl. 21 í kvöld og var þegar hafist handa við að koma fólki frá borði. Farþegar í nokkrum flugvélum höfðu setið fastir, en landgöngubrýr voru teknar úr notkun vegna hvassviðris.

Að sögn Guðjóns Helgasonar, upplýsingafulltrúa Isavia, var hleypt frá borði úr síðustu vélum fyrir lokun landgöngubrúa rétt eftir kl. 17. Einhverjir farþegar hafi því þurft að bíða um borð í vélunum í á fjórðu klukkustund.

Fresta þurfti nokkrum flugferðum vegna veðursins, en samkvæmt vef Isavia eru flestar vélarnar farnar eða að undirbúa brottför.

Veður virðist að mestu gengið niður samkvæmt Veðurstofunni, en á morgun er búist við suðaustanstormi, 18-23 m/s og vindhviðum allt að 40 m/s við Eyjafjöll. Gul viðvörun er í gildi á Suðurlandi og við Faxaflóa frá kl. 9 og fram yfir hádegi á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert