„Fer mér ekki að vera í felum“

Bára Halldórsdóttir er fötluð, hinsegin kona sem blöskraði samtal þingmannanna ...
Bára Halldórsdóttir er fötluð, hinsegin kona sem blöskraði samtal þingmannanna sex á Klaustri í nóvember og ákvað því að taka það upp. Ljósmynd/Aðsend

Bára Hall­dórs­dótt­ir, sem tók upp sam­ræður sex þing­manna á barn­um Klaustri í miðbæ Reykja­vík­ur í síðasta mánuði, segist hafa fundið fyrir miklum létti eftir að hún steig fram sem uppljóstrarinn Marvin. „Það fer mér ekki að vera í felum,“ segir Bára í samtali við mbl.is.

Bára segist nær eingöngu hafa fengið jákvæð viðbrögð við ákvörðun sinni að taka upp samtal þingmannanna og afhenda það fjölmiðlum, en enginn þingmannanna sex sem sátu á barnum þetta kvöld hefur sett sig í samband við Báru. Viðbrögðin hafa fyrst og fremst komið frá almennum borgurum.

„Ég fór í IKEA á laugardaginn og þá labbaði ókunnugt fólk upp að mér og þakkaði mér fyrir. Þá eru þó nokkuð margir öryrkjar búnir að hafa samband við mig og segja bara: „Veistu ég vaknaði í morgun og var stolt af því að vera öryrki, ég skammaðist mín ekki út á við fyrir að segja að ég væri öryrki,““ segir Bára.

Sjálfsagt mál að afhenda Alþingi upptökuna

Um helgina afhenti hún skrifstofu Alþingis hljóðupptökurnar svo að siðanefnd þingsins, sem hefur málið til umfjöllunar, geti byggt vinnu sína á frumgögnum.

„Ef opinberir aðilar hafa samband er það augljóst mál að þeir hafa rétt á því að vinna úr þessu og sjá hvort þurfi að gera eitthvað úr því eða ekki,“ segir Bára.

Upptökurnar eru í sjö hlutum og segir Bára eðlilegar skýringar vera á því, hún hafi þurft að færa sig til að setja símann í hleðslu. Þá er einnig tímastilling á upptökuforritinu sem slekkur á sér eftir ákveðinn tíma.

„Svo örugglega líka bara af því að ég kann ekkert almennilega á þetta,“ segir hún og hlær.

Lögfræðingar bjóða fram aðstoð

Lögfræðingar hafa haft samband við Báru að fyrra bragði og boðið fram aðstoð sína eigi hún yfir höfði sér málsókn. Bára sagði í viðtali við RÚV um helgina að hún ótt­ist það ekki ef ein­hver þingmannanna tæki ákvörðun um að höfða mál gegn henni. Lög­menn sem RÚV ræddi við telja að hún hafi opnað á slíkt með því að koma fram und­ir nafni.

„Ég tek bara ábyrgð á mínum gjörðum eins og aðrir eiga að gera,“ segir Bára.  

Man ekki eftir að hafa séð Líf eða Gunnlaug

Fullyrt var á  vefnum Vilj­inn.is í gær að stjórn­mála­menn­irn­ir sem hist hafi á barn­um hafi ekki verið sex held­ur átta. Þannig hafi Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, einnig verið þar og Gunn­laug­ur Bragi Björns­son, vara­borg­ar­full­trúi Viðreisn­ar, og rætt við þá Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son, formann Miðflokks­ins, Gunn­ar Braga Sveins­son og Bergþór Ólason, þing­menn flokks­ins. Líf og Gunnlaugur brugðust við á Facebook og sögðust þau hafa stoppað stutt við, undir lok kvölds og kastað kveðju á þingmennina en látið sig hverfa stuttu seinna.

Bára segist ekki muna eftir að hafa séð þau. Stundin greindi frá því í dag að raddir Lífar og Gunnlaugs heyrist í nokkrar mínútur undir lok upptökunnar. „Ég tók ekki eftir þeim þau voru svo stutt þarna. Þau voru ekki partur af þessu dæmi öllu saman,“ segir Bára.

Þingmennirnir líti í eigin barm

Bára vill sjá að þingmennirnir sem sátu á Klaustri þetta kvöld líti í eigin barm og sjái vonandi hverju þeir vilji breyta í eigin fari. „Svo kannski aukalega, þá hef ég tekið eftir velvilja gagnvart öryrkjum tengt þessu og ég yrði rosalega glöð ef fólk myndi átta sig á því að það eru undirliggjandi kerfislægir fordómar og ég er að vona að þetta hjálpi til við okkar málefni.“ 

„Ég flæktist inn í þetta og svo heldur þetta bara áfram á þeim grundvelli sem þetta á að gera,“ segir Bára.

mbl.is

Innlent »

Hafnaði utan vegar í Víðidal

23:47 Hópbifreið hafnaði utan vegar skammt sunnan við Víðihlíð í Víðidal í kvöld. Ökumaður og 30 farþegar, sem allir voru á aldrinum 16-19 ára, voru um borð í bifreiðinni. Engan sakaði að sögn lögreglunnar á Norðurlandi vestra. Meira »

Opnað fyrir umferð á ný

22:38 Vegagerðin hefur opnað fyrir umferð um Kjalarnes, en lokað var fyrir umferð þar vegna lélegs skyggnis og slæmrar færðar. Þá fóru tvær rútur út af veginum á milli Grundarhverfis og Hvalfjarðarganga fyrr í kvöld. Enn er þó krapi á veginum og búast má við hálku, en mjög hált var þar fyrr í kvöld. Meira »

„Fólk er hérna fjúkandi af reiði“

21:41 Löng röð hefur myndast við vegalokun á gatnamótum Þjóðvegar 1 og Þingvallavegar. Fólk í röðinni er mjög pirrað á lokuninni á veginum um Kjalarnes en vonskuveðrið áðan virðist liðið hjá. Meira »

Einhverjir með eymsli en öðrum brugðið

21:26 Aðgerðum viðbragðsaðila vegna rútuslysanna á Kjalarnesi er lokið og síðustu farþegarnir eru nú farnir úr fjöldahjálparmiðstöð sem komið var upp í Varmárskóla í Mosfellsbæ. Fékk fólkið þar teppi og heitt te eða kaffi auk þess sem viðbragðssveit Landspítalans kom til að kanna hvort einhverjir þyrftu frekari aðstoð. Meira »

Fór mun betur en á horfðist

19:27 Björgunarsveitir á Hellu og Hvolsvelli voru kallaðar út á öðrum tímanum vegna tilkynningar um snjóflóð í Tindafjöllum. Þar var staddur um 20 manna hópur úr björgunarsveitinni Ársæli sem var í fjallamennskunámskeiði og lentu tveir björgunarsveitarmenn í flóðinu en hvorugur slasaðist. Meira »

Vegum lokað – ekkert ferðaveður

19:21 Búið er að loka veginum um Kjalarnes vegna veðurs og eins er lokað yfir Hellisheiði og Þrengsli og ekkert ferðaveður. Búist er við því að veður skáni upp úr kl. 21.00. Meira »

Tvær rútur lentu utan vegar

19:04 Tvær rút­ur hafa farið út af veg­in­um á Kjal­ar­nesi síðustu klukku­stund­ina. Búið er að loka veg­in­um um Kjal­ar­nes en ekk­ert ferðaveður er á þeim slóðum. Meira »

Vísað frá borði að beiðni yfirvalda

18:15 Lögregluyfirvöld á Keflavíkurflugvelli þurftu að vísa farþega frá borði úr flugvél WOW air sem átti að fljúga til Los Angeles í Bandaríkjunum klukkan 16:00 í dag. Var það vegna beiðni flugfélagsins eftir að bandarísk yfirvöld höfðu samband og létu vita af því að farþeginn hefði ekki heimild til að koma til Bandaríkjanna. Meira »

Tölva Hauks á leið til landsins

17:24 Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar sem talinn er hafa látið lífið í Afrin-héraði í Sýrlandi í fyrra, greinir frá því á vefsíðu sinni að tölva Hauks sé komin til Evrópu fyrir tilstilli Ögmundar Jónassonar. Hún reiknar með því að tölvan komi til Íslands fljótlega. Meira »

Ekið aftan á lögreglubíl á vettvangi

16:57 Ekið var á lögreglubíl á vettvangi slyss á Strandarheiði á Reykjanesbraut í morgun en mikil hálka var á svæðinu. Lögregla biðlar til ökumanna að sýna tillitssemi á slysstöðum og draga úr hraðanum til að koma í veg fyrir frekari slys. Meira »

Kannabisolíu blandað saman við veip-vökva

16:20 Lögreglan á Suðurnesjum fann meint fíkniefni, lyf og stera í húsleit í umdæminu sem gerð var nýverið að fenginni heimild. Grunur lék á að þar færi fram fíkniefnaframleiðsla og -sala með þeim hætti að kannabisolíu væri blandað saman við veip-vökva og hann seldur í ágóðaskyni. Meira »

Unglingar á hálum ís

15:57 Lögreglan á Vestfjörðum hafði í dag afskipti af unglingum við leik á ísilögðum Pollinum í Skutulsfirði. Henni þykir rétt að minna á hættuna sem getur skapast við leik á hafís. Meira »

Klósettferðin á BSÍ kostar 200 krónur

14:25 Gjaldtaka hófst í vikunni fyrir notkun salernisaðstöðu á BSÍ. Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að ákvörðunin hafi verið tekin í haust og að tilgangurinn sé fyrst og fremst að tryggja hreinlæti. 200 krónur kostar að fara á salernið en frítt er fyrir börn. Meira »

Borðum okkur ekki í gröfina!

13:56 „Það fjalla mjög margir þættir í sjónvarpi um lífsstíl og við liggur að hugtakið sé komið með óorð á sig. Þess vegna langaði mig að koma úr annarri átt og niðurstaðan varð sú að leggja áherslu á að þetta væri vísindaleg nálgun án þess þó að hljóma eins og Sigurður H. Richter.“ Meira »

„Auðvitað kvikna viðvörunarljós“

11:59 „Rauð ljós kvikna út um allt, eðlilega,“ segir Gunn­ar Hrafn Birg­is­son, doktor í klín­ískri sál­fræði, um bréfaskrif Jóns Bald­vins Hanni­bals­son­ar til Guðrún­ar Harðardótt­ur, systurdóttur Bryndísar Schram, eiginkonu Jóns Baldvins. Meira »

Slagsmál í BT opnuðu augun

11:55 Þegar Þorsteinn Kristjáns Jóhannsson áttaði sig á að hann hafði eytt bróðurparti lífs síns í tölvuleiki og óhóflega tölvunotkun ákvað hann að snúa blaðinu við og aðstoðar í dag aðra við að ná tökum á skjánotkun sinni. Meira »

Hægt að skella sér á skíði

11:53 Skíðasvæðin á Dalvík, Oddskarði og Siglufirði eru opin í dag en lokað í Hlíðarfjalli og Tindastól. Í Bláfjöllum er búið að leggja gönguskíðabraut og eins verður hægt að fara á gönguskíði á troðinni braut í Heiðmörk eftir hádegi. Á Ísafirði er lokað í Tungudal en opið í Seljalandsdal. Meira »

„Stefndu mér!“

11:10 Aldís Schram segir föður sinn vera siðblindan kynferðisbrotamann en hún hefur sett inn færslu á Facebook í tilefni af beiðni mbl.is um viðtal í gær vegna yfirlýsingar Jóns Baldvins Hannibalssonar í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu í gærmorgun. Meira »

Spá hríð og skafrenningi

11:03 Veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir að útlit sé fyrir hríð, skafrenning og slæmt skyggni á Hellisheiði og öðrum fjallvegum suðvestanlands milli klukkan 18 og 21 í kvöld. Meira »
Póstkort - Póstkort
Langar þig í raunverulegt póstkort sent frá útlöndum? Skoðaðu www.postcrossing....
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Mælum, teiknum, smíðum og setjum upp, myndir á Facebook: Magnus Elias>Mex byggin...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...