„Fer mér ekki að vera í felum“

Bára Halldórsdóttir er fötluð, hinsegin kona sem blöskraði samtal þingmannanna ...
Bára Halldórsdóttir er fötluð, hinsegin kona sem blöskraði samtal þingmannanna sex á Klaustri í nóvember og ákvað því að taka það upp. Ljósmynd/Aðsend

Bára Hall­dórs­dótt­ir, sem tók upp sam­ræður sex þing­manna á barn­um Klaustri í miðbæ Reykja­vík­ur í síðasta mánuði, segist hafa fundið fyrir miklum létti eftir að hún steig fram sem uppljóstrarinn Marvin. „Það fer mér ekki að vera í felum,“ segir Bára í samtali við mbl.is.

Bára segist nær eingöngu hafa fengið jákvæð viðbrögð við ákvörðun sinni að taka upp samtal þingmannanna og afhenda það fjölmiðlum, en enginn þingmannanna sex sem sátu á barnum þetta kvöld hefur sett sig í samband við Báru. Viðbrögðin hafa fyrst og fremst komið frá almennum borgurum.

„Ég fór í IKEA á laugardaginn og þá labbaði ókunnugt fólk upp að mér og þakkaði mér fyrir. Þá eru þó nokkuð margir öryrkjar búnir að hafa samband við mig og segja bara: „Veistu ég vaknaði í morgun og var stolt af því að vera öryrki, ég skammaðist mín ekki út á við fyrir að segja að ég væri öryrki,““ segir Bára.

Sjálfsagt mál að afhenda Alþingi upptökuna

Um helgina afhenti hún skrifstofu Alþingis hljóðupptökurnar svo að siðanefnd þingsins, sem hefur málið til umfjöllunar, geti byggt vinnu sína á frumgögnum.

„Ef opinberir aðilar hafa samband er það augljóst mál að þeir hafa rétt á því að vinna úr þessu og sjá hvort þurfi að gera eitthvað úr því eða ekki,“ segir Bára.

Upptökurnar eru í sjö hlutum og segir Bára eðlilegar skýringar vera á því, hún hafi þurft að færa sig til að setja símann í hleðslu. Þá er einnig tímastilling á upptökuforritinu sem slekkur á sér eftir ákveðinn tíma.

„Svo örugglega líka bara af því að ég kann ekkert almennilega á þetta,“ segir hún og hlær.

Lögfræðingar bjóða fram aðstoð

Lögfræðingar hafa haft samband við Báru að fyrra bragði og boðið fram aðstoð sína eigi hún yfir höfði sér málsókn. Bára sagði í viðtali við RÚV um helgina að hún ótt­ist það ekki ef ein­hver þingmannanna tæki ákvörðun um að höfða mál gegn henni. Lög­menn sem RÚV ræddi við telja að hún hafi opnað á slíkt með því að koma fram und­ir nafni.

„Ég tek bara ábyrgð á mínum gjörðum eins og aðrir eiga að gera,“ segir Bára.  

Man ekki eftir að hafa séð Líf eða Gunnlaug

Fullyrt var á  vefnum Vilj­inn.is í gær að stjórn­mála­menn­irn­ir sem hist hafi á barn­um hafi ekki verið sex held­ur átta. Þannig hafi Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, einnig verið þar og Gunn­laug­ur Bragi Björns­son, vara­borg­ar­full­trúi Viðreisn­ar, og rætt við þá Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son, formann Miðflokks­ins, Gunn­ar Braga Sveins­son og Bergþór Ólason, þing­menn flokks­ins. Líf og Gunnlaugur brugðust við á Facebook og sögðust þau hafa stoppað stutt við, undir lok kvölds og kastað kveðju á þingmennina en látið sig hverfa stuttu seinna.

Bára segist ekki muna eftir að hafa séð þau. Stundin greindi frá því í dag að raddir Lífar og Gunnlaugs heyrist í nokkrar mínútur undir lok upptökunnar. „Ég tók ekki eftir þeim þau voru svo stutt þarna. Þau voru ekki partur af þessu dæmi öllu saman,“ segir Bára.

Þingmennirnir líti í eigin barm

Bára vill sjá að þingmennirnir sem sátu á Klaustri þetta kvöld líti í eigin barm og sjái vonandi hverju þeir vilji breyta í eigin fari. „Svo kannski aukalega, þá hef ég tekið eftir velvilja gagnvart öryrkjum tengt þessu og ég yrði rosalega glöð ef fólk myndi átta sig á því að það eru undirliggjandi kerfislægir fordómar og ég er að vona að þetta hjálpi til við okkar málefni.“ 

„Ég flæktist inn í þetta og svo heldur þetta bara áfram á þeim grundvelli sem þetta á að gera,“ segir Bára.

mbl.is

Innlent »

Ómetanlegur tónlistararfur brann

20:00 Fyrir ellefu árum kom upp eldur á lóð Universal-risans í Hollywood. Í stóru vöruhúsi voru geymdar frumupptökur með mörgum helstu tónlistarmönnum 20. aldarinnar. Sumar munu aldrei heyrast aftur. Upptökur með Elton John, Billie Holiday, Ellu Fitzgerald, Nirvana, Guns N' Roses og Louis Armstrong. Meira »

Fátækara samfélag án Íslendinga

20:00 Trond Einar Olaussen, bæjarstjóri í Gamvik, fer ekki í neinar grafgötur með dálæti sitt á Íslendingum með víkingaeðli sem hann segir hreina lyftistöng fyrir atvinnulíf staðarins, en auk þess ræddi hann aukna fíkniefnaneyslu og deildi sýn sinni á löggæslumál með mbl.is. Meira »

Ísjakinn ógn við skemmtiferðaskip

19:21 Borgarísjaka undan Vestfjörðum rekur enn að landi innan um hafís, frosinn sjó. Samkvæmt athugunum jarðvísindamanna við Háskóla Íslands er ísjakinn nú um 28 sjómílum norðvestan af Horni á Hornströndum. Hafísinn, sem umkringir jakann, rekur nú austur. Meira »

Nýr forstjóri segir stöðuna mjög þrönga

18:58 Nýr forseti Íslandspósts kveðst jákvæður gagnvart skýrslu Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst og segir hana munu koma sér vel við endurskipulagningu fyrirtækisins. Í skýrslunni segir meðal annars að stjórnendur hafi brugðist of hægt við breytingum á markaði. Meira »

Miðlar 40 ára reynslu

18:34 Námskeið þar sem Einar Kárason rithöfundur miðlar reynslu sinni af því hvernig skrifa eigi bók, opnaði fyrir skráningu í gær. Námskeiðið, sem fyrirtækið Frami býður upp á, fer fram á netinu og er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Meira »

Segir stjórn LV starfa samkvæmt lögum

18:00 „Eitt að því sem þessi stjórn hefur lagt áherslu á er að auka gagnsæi í öllum sínum störfum, svo sem við í skipun í stjórnir hlutafélaga. Hún hefur einnig innleitt kröfu um siðferðisleg viðmið við allar sínar fjárfestingar,“ segir Ína Björk Hannesdóttir, stjórnarmaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Meira »

Ætlar að sjá hvert námið leiðir sig

17:58 Hugi Kjartansson var semidúx við brautskráningu frá Menntaskólanum við Hamrahlíð um síðustu áramót. Söngur og tónlist hefur alltaf skipað stóran sess í lífi hans og er hann til að mynda nýlega kominn heim frá New York þar sem hann söng með Björk Guðmundsdóttur söngkonu. Meira »

Greiddu atkvæði með fullri aðild Rússa

17:30 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna voru á meðal 118 þingmanna frá ríkjum Evrópu sem samþykktu í dag að veita Rússum fulla aðild að Evrópuráðinu á ný. Meira »

Míla braut ekki gegn Gagnaveitunni

16:48 Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur fellt úr gildi hluta ákvörðunar Póst- og fjarskiptastofnunar í máli Gagnaveitu Reykjavíkur gegn Mílu. Meira »

Ákærður fyrir gróf brot gegn syni sínum

16:34 Karlmaður hefur verið ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn syni sínum, sem áttu sér stað á heimilum ákærða á árunum 1996-2003, er sonur hans var 4-11 ára gamall. Málið var þingfest í morgun. Meira »

Vildi bætur en var sjálfur grunaður

16:12 Tryggingamiðstöðin var í gær sýknuð af bótakröfu vegna eldsvoða á gistiheimili á Vesturlandi í janúar 2016, en eigandi gistiheimilisins var grunaður um að hafa sjálfur orðið valdur að upptökum eldsins. Meira »

„Engin skylda að vera heiðursfélagi“

15:51 Lögmannafélag Íslands mun verða við þeirri ósk Jóns Steinars Gunnlaugssonar lögmanns um að hann verði tekinn af lista yfir heiðursfélaga í Lögmannafélaginu. Þetta staðfestir Berglind Svavarsdóttir, formaður félagsins, í samtali við mbl.is. Meira »

Mótmæla aukinni skattheimtu

15:46 Samtök iðnaðarins mótmæla þeim tillögum Embættis landlæknis að auka skattheimtu á sykraða og ósykraða gosdrykki auk sælgætis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Meira »

Gæti þurft frekari fyrirgreiðslu ríkis

15:36 Að mati ríkisendurskoðanda er ekki öruggt að Íslandspóstur muni ekki þurfa á frekari fyrirgreiðslu ríkisins að halda á næsta á ári, þrátt fyrir að hækkun burðargjalda og viðbótargjald vegna erlendra sendinga muni rétta rekstur fyrirtækisins af, um tíma hið minnsta. Meira »

143 milljóna sekt vegna skattsvika

15:12 Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattalagabrot. Þá er honum gert að greiða rúmar 143 milljónir króna í sekt eða sæta ellegar eins árs fangelsi. Héraðssaksóknari gaf út ákæruna í mars síðastliðnum. Meira »

Smærri vélar til Manchester í sumar

14:47 Icelandair mun nýta flugvélar úr innanlandsflugi Air Iceland Connect, af gerðinni Dash-8 Q400, sem geta tekið um 70 farþega, til þess að sinna áætlunarflugi til Manchester á Englandi og Dublin á Írlandi í sumar. Þetta staðfestir Lea Gestsdóttir Gayet, hjá samskiptasviði Icelandair. Meira »

Brýnt að tryggja rekstrargrundvöllinn

14:10 Ríkisendurskoðandi leggur til fjórar tillögur til úrbóta í skýrslu sinni um starfsemi Íslandspósts, sem var kynnt fyrir tveimur nefndum Alþingis í morgun og hefur nú verið birt á vef stofnunarinnar. Meira »

Kæru Vigdísar vísað frá

13:25 Kæru Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, um ógildingu borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík í fyrra, er vísað frá kjörnefnd sem falið var að úrskurða um kæruna. Meira »

Skýrslan varpi ljósi á samskiptavanda

13:12 Björn Leví Gunnarsson, fulltrúi Pírata í fjárlaganefnd, segir í samtali við mbl.is að honum hafi litist bæði „nokkuð vel og illa“ á það sem fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst og rætt var um á nefndarfundi á Alþingi á morgun. Meira »
Bílskúr/garðhús - Stapi 15 fm bjálkahús - Tilboð kr. 484.500,-
Stapi er hús sem við höfum hannað sérstaklega fyrir íslenskan markað og reglur. ...
Óska eftir íbúð til leigu.
Óska eftir lítilli íbúð til leigu (25fm+) allt frá stúdíó til 2 herbergja íbúð. ...
www.apartment-eyjasol.is - Reykjavik-
1 and 2 bedroom apartments in Reykjavik. Beds for 4-6 pers. Be welcome eyjasol@...
Bast-gardínur 3 stærðir
Til sölu 3 vel með farnar bast gardínur (fengust í Ikea) : stærðir 83 cm, 100 cm...